Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2023 08:49 Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í sumar. Vísir/Kolbeinn Tumi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Maðurinn var dæmdur til að sæta þrjátíu daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi brotið sér leið inn á heimili sitt á Akureyri í apríl 2022 með því að berja stóru grjóti á útidyrahurð íbúðarinnar og síðan brotið glugga í útidyrahurðinni. Hann hafi svo brotið glugga í forstofuhurð og ruðst inn í svefnherbergi þar sem eiginkona hans hafði leitað skjóls ásamt börnum þeirra og dóttur sinni og móður. Þegar maðurinn hafði ruðst inn í herbergið skipaði hann konu sinni, tengdamóður og öllum börnum að yfirgefa íbúðina í snarhasti „þar sem hann væri kominn með nóg af þeim og gaf þeim klukkutíma til að yfirgefa íbúðina.“ Hann hafi svo kallað eiginkonu sína „helvítis hóru“, „tussu“ og „fokking geðveika“ fyrir framan börnin. Blóð slettist á börn og aðra Í ákæru segir ennfremur að við það að brjóta sér leið inn úr forstofunni hafi maðurinn skorist illa á hendi þannig að blóð hafi lekið úr hendi hans á muni og gólf í íbúðinni þannig að slettist á börnin og aðra viðstadda. Með atferlinu og orðum sínum hafi maðurinn sýnt börnum sínum og stjúpbarni „yfirgang, vanvirðandi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi og [sett] fram stórfelldar ærumeiðingar gegn maka sínum með tilgreindum orðum og fyrirskipunum fyrir framan börnin og móður brotaþola“. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir vörslu á um tveggja gramma skammti af marijúana. Sótti ekki þing Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall, en dómari mat gögn í málinu næg til sakfellingar. Sakaferill mannsins hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar í málinu, sem dómari mat hæfileg þrjátíu daga fangelsi. Fullnusta refsingarinnar var hins vegar frestað og skal hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Maðurinn var dæmdur til að sæta þrjátíu daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi brotið sér leið inn á heimili sitt á Akureyri í apríl 2022 með því að berja stóru grjóti á útidyrahurð íbúðarinnar og síðan brotið glugga í útidyrahurðinni. Hann hafi svo brotið glugga í forstofuhurð og ruðst inn í svefnherbergi þar sem eiginkona hans hafði leitað skjóls ásamt börnum þeirra og dóttur sinni og móður. Þegar maðurinn hafði ruðst inn í herbergið skipaði hann konu sinni, tengdamóður og öllum börnum að yfirgefa íbúðina í snarhasti „þar sem hann væri kominn með nóg af þeim og gaf þeim klukkutíma til að yfirgefa íbúðina.“ Hann hafi svo kallað eiginkonu sína „helvítis hóru“, „tussu“ og „fokking geðveika“ fyrir framan börnin. Blóð slettist á börn og aðra Í ákæru segir ennfremur að við það að brjóta sér leið inn úr forstofunni hafi maðurinn skorist illa á hendi þannig að blóð hafi lekið úr hendi hans á muni og gólf í íbúðinni þannig að slettist á börnin og aðra viðstadda. Með atferlinu og orðum sínum hafi maðurinn sýnt börnum sínum og stjúpbarni „yfirgang, vanvirðandi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi og [sett] fram stórfelldar ærumeiðingar gegn maka sínum með tilgreindum orðum og fyrirskipunum fyrir framan börnin og móður brotaþola“. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir vörslu á um tveggja gramma skammti af marijúana. Sótti ekki þing Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall, en dómari mat gögn í málinu næg til sakfellingar. Sakaferill mannsins hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar í málinu, sem dómari mat hæfileg þrjátíu daga fangelsi. Fullnusta refsingarinnar var hins vegar frestað og skal hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira