Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2023 08:49 Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í sumar. Vísir/Kolbeinn Tumi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Maðurinn var dæmdur til að sæta þrjátíu daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi brotið sér leið inn á heimili sitt á Akureyri í apríl 2022 með því að berja stóru grjóti á útidyrahurð íbúðarinnar og síðan brotið glugga í útidyrahurðinni. Hann hafi svo brotið glugga í forstofuhurð og ruðst inn í svefnherbergi þar sem eiginkona hans hafði leitað skjóls ásamt börnum þeirra og dóttur sinni og móður. Þegar maðurinn hafði ruðst inn í herbergið skipaði hann konu sinni, tengdamóður og öllum börnum að yfirgefa íbúðina í snarhasti „þar sem hann væri kominn með nóg af þeim og gaf þeim klukkutíma til að yfirgefa íbúðina.“ Hann hafi svo kallað eiginkonu sína „helvítis hóru“, „tussu“ og „fokking geðveika“ fyrir framan börnin. Blóð slettist á börn og aðra Í ákæru segir ennfremur að við það að brjóta sér leið inn úr forstofunni hafi maðurinn skorist illa á hendi þannig að blóð hafi lekið úr hendi hans á muni og gólf í íbúðinni þannig að slettist á börnin og aðra viðstadda. Með atferlinu og orðum sínum hafi maðurinn sýnt börnum sínum og stjúpbarni „yfirgang, vanvirðandi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi og [sett] fram stórfelldar ærumeiðingar gegn maka sínum með tilgreindum orðum og fyrirskipunum fyrir framan börnin og móður brotaþola“. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir vörslu á um tveggja gramma skammti af marijúana. Sótti ekki þing Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall, en dómari mat gögn í málinu næg til sakfellingar. Sakaferill mannsins hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar í málinu, sem dómari mat hæfileg þrjátíu daga fangelsi. Fullnusta refsingarinnar var hins vegar frestað og skal hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Maðurinn var dæmdur til að sæta þrjátíu daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi brotið sér leið inn á heimili sitt á Akureyri í apríl 2022 með því að berja stóru grjóti á útidyrahurð íbúðarinnar og síðan brotið glugga í útidyrahurðinni. Hann hafi svo brotið glugga í forstofuhurð og ruðst inn í svefnherbergi þar sem eiginkona hans hafði leitað skjóls ásamt börnum þeirra og dóttur sinni og móður. Þegar maðurinn hafði ruðst inn í herbergið skipaði hann konu sinni, tengdamóður og öllum börnum að yfirgefa íbúðina í snarhasti „þar sem hann væri kominn með nóg af þeim og gaf þeim klukkutíma til að yfirgefa íbúðina.“ Hann hafi svo kallað eiginkonu sína „helvítis hóru“, „tussu“ og „fokking geðveika“ fyrir framan börnin. Blóð slettist á börn og aðra Í ákæru segir ennfremur að við það að brjóta sér leið inn úr forstofunni hafi maðurinn skorist illa á hendi þannig að blóð hafi lekið úr hendi hans á muni og gólf í íbúðinni þannig að slettist á börnin og aðra viðstadda. Með atferlinu og orðum sínum hafi maðurinn sýnt börnum sínum og stjúpbarni „yfirgang, vanvirðandi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi og [sett] fram stórfelldar ærumeiðingar gegn maka sínum með tilgreindum orðum og fyrirskipunum fyrir framan börnin og móður brotaþola“. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir vörslu á um tveggja gramma skammti af marijúana. Sótti ekki þing Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall, en dómari mat gögn í málinu næg til sakfellingar. Sakaferill mannsins hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar í málinu, sem dómari mat hæfileg þrjátíu daga fangelsi. Fullnusta refsingarinnar var hins vegar frestað og skal hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira