Tugir slasaðir í sprengingu í rússneskri verksmiðju Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 12:20 Reykur stígur upp frá athafnasvæði Zargorsk-verksmiðjunnar í bænum Sergjev Posad, norðaustur af Moskvu. AP Mikil sprenging varð á athafnasvæði verksmiðju sem framleiðir sjóntæki fyrir rússneska herinn nærri Moskvu í dag. Á fimmta tug manna eru slasaðir, þar af sex alvarlega. Orsakir sprengingarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Sprengingin varð í vöruhúsi þar sem flugeldar voru geymdir á athafnasvæði Zagorsk-verksmiðjunnar, um 65 kílómetra norðaustur af Moskvu í dag. Rúður í nærliggjandi íbúðarblokkum splundruðust við hvellinn og svæðið í kring var rýmt. Fjörutíu og fimm slösuðust í sprengingunni, að sögn Andrei Vorobjov, ríkisstjóra Moskvuhéraðs. AP-fréttastofan segir að verksmiðjan framleiði meðal annars ýmis konar sjóntæki sem rússneskar öryggissveitir nota. Vorobjov neitaði því og fullyrti að verksmiðjan framleiddi aðallega flugelda. Á vefsíðu fyrirtækisins er þó fullyrt að það framleiði enn sjóntæki. A powerful explosion in Sergiyev Posad, a city in the Moscow region, has left up to 38 people injured, say local officials. https://t.co/rxUSQxgzbx pic.twitter.com/mgUxETWPS9— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) August 9, 2023 Rússneskir embættismenn fullyrtu fyrr í dag að loftvarnarkerfi landsins hefði skotið niður tvo dróna sem stefndu á Moskvu í nótt. Héldu þeir því fram að Úkraínumenn hefðu sent þá til þess að gera árás á rússnesku höfuðborgina. Úkraínumenn tjáðu sig ekki um ásakanir Rússa en þeir hafa hvorki viljað staðfesta né hafna að þeir hafi staðið að sambærilegum drónaferðum yfir Rússlandi á undanförnum vikum. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússnesku TASS-ríkisfréttastofunni að viðbragðsaðilar telji ekki að sprengingin í Zagorsk-verksmiðjunni hafi orðið að völdum úkraínsks dróna. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Sprengingin varð í vöruhúsi þar sem flugeldar voru geymdir á athafnasvæði Zagorsk-verksmiðjunnar, um 65 kílómetra norðaustur af Moskvu í dag. Rúður í nærliggjandi íbúðarblokkum splundruðust við hvellinn og svæðið í kring var rýmt. Fjörutíu og fimm slösuðust í sprengingunni, að sögn Andrei Vorobjov, ríkisstjóra Moskvuhéraðs. AP-fréttastofan segir að verksmiðjan framleiði meðal annars ýmis konar sjóntæki sem rússneskar öryggissveitir nota. Vorobjov neitaði því og fullyrti að verksmiðjan framleiddi aðallega flugelda. Á vefsíðu fyrirtækisins er þó fullyrt að það framleiði enn sjóntæki. A powerful explosion in Sergiyev Posad, a city in the Moscow region, has left up to 38 people injured, say local officials. https://t.co/rxUSQxgzbx pic.twitter.com/mgUxETWPS9— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) August 9, 2023 Rússneskir embættismenn fullyrtu fyrr í dag að loftvarnarkerfi landsins hefði skotið niður tvo dróna sem stefndu á Moskvu í nótt. Héldu þeir því fram að Úkraínumenn hefðu sent þá til þess að gera árás á rússnesku höfuðborgina. Úkraínumenn tjáðu sig ekki um ásakanir Rússa en þeir hafa hvorki viljað staðfesta né hafna að þeir hafi staðið að sambærilegum drónaferðum yfir Rússlandi á undanförnum vikum. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússnesku TASS-ríkisfréttastofunni að viðbragðsaðilar telji ekki að sprengingin í Zagorsk-verksmiðjunni hafi orðið að völdum úkraínsks dróna.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira