Íbúar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verðlagi Kjörbúðarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 18:36 Verð á kattanammi frá Whiskas er nær níuhundruð prósent hærra í Kjörbúðinni á Hellu en í Fjarðarkaupum. Facebook/Elín Dögg Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu. „Verðlagið var frekar sanngjarnt fyrst þegar þau opnuðu en svo hafa þau hækkað það hægt og hljótt upp úr öllu valdi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Kjörbúðin opnaði í júní 2021. „Þeir lofuðu öllu fögru þegar Kjörbúðin opnaði, en varðandi vöruverð hafa þeir skitið upp á bak.“ „Fólk er farið að fara í Hvolsvöll eða á Selfoss til þess að versla. Það notar þessa búð í neyð ef það gleymist til dæmis að kaupa mjólk,“ segir Elín um íbúa Hellu, sem eru að hennar sögn orðnir þeyttir á verðlagi Kjörbúðarinnar. Mörg dæmi um hátt verð Elín segir sveitarstjórnina hafa beitt sér fyrir því að önnur búð yrði opnuð í bænum. Til að mynda eigi Hagar hf. lóð í bænum og því vonist íbúar til þess að einn daginn rísi þar Bónusverslun. Elín nefnir fleiri dæmi um gríðarlegan verðmun á vörum í Kjörbúðinni og öðrum búðum. Kaffi frá framleiðandanum Dolce Gusto kosti um fimmhundruð krónum meira en í verslun Nettó, og sé í þokkabót ódýrara í vegasjoppu sem staðsett er í nágrenni við Hellu. „Þegar vegasjoppan er orðin ódýrari, þá er nú mikið sagt,“ segir Elín. Þá segist hún hafa heyrt að mjólkurfernan sé um 130 krónum dýrari í Kjörbúðinni heldur en í Krónunni á Hvolsvelli. Uppfært: Verðið á umræddri vöru hefur nú hækkað í Fjarðarkaupum og framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hefur gefið frá sér skriflegt svar við fyrirspurnum fréttamanns. Sjá hér að neðan: Matvöruverslun Neytendur Rangárþing ytra Verslun Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
„Verðlagið var frekar sanngjarnt fyrst þegar þau opnuðu en svo hafa þau hækkað það hægt og hljótt upp úr öllu valdi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Kjörbúðin opnaði í júní 2021. „Þeir lofuðu öllu fögru þegar Kjörbúðin opnaði, en varðandi vöruverð hafa þeir skitið upp á bak.“ „Fólk er farið að fara í Hvolsvöll eða á Selfoss til þess að versla. Það notar þessa búð í neyð ef það gleymist til dæmis að kaupa mjólk,“ segir Elín um íbúa Hellu, sem eru að hennar sögn orðnir þeyttir á verðlagi Kjörbúðarinnar. Mörg dæmi um hátt verð Elín segir sveitarstjórnina hafa beitt sér fyrir því að önnur búð yrði opnuð í bænum. Til að mynda eigi Hagar hf. lóð í bænum og því vonist íbúar til þess að einn daginn rísi þar Bónusverslun. Elín nefnir fleiri dæmi um gríðarlegan verðmun á vörum í Kjörbúðinni og öðrum búðum. Kaffi frá framleiðandanum Dolce Gusto kosti um fimmhundruð krónum meira en í verslun Nettó, og sé í þokkabót ódýrara í vegasjoppu sem staðsett er í nágrenni við Hellu. „Þegar vegasjoppan er orðin ódýrari, þá er nú mikið sagt,“ segir Elín. Þá segist hún hafa heyrt að mjólkurfernan sé um 130 krónum dýrari í Kjörbúðinni heldur en í Krónunni á Hvolsvelli. Uppfært: Verðið á umræddri vöru hefur nú hækkað í Fjarðarkaupum og framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hefur gefið frá sér skriflegt svar við fyrirspurnum fréttamanns. Sjá hér að neðan:
Matvöruverslun Neytendur Rangárþing ytra Verslun Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira