Skrifum síðasta kaflann í myrkri sögu kjarnavopna Andrés Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 19:30 Í dag köllum við eftir kjarnavopnalausri veröld. Það er eina framtíðarsýnin sem vit er í – og eitthvað sem m.a.s. kjarnavopnabandalagið Nató segist stefna að. Því miður skortir mjög á markviss skref í þá áttina. Ein af vonarglætunum þessa dagana er TPNW, Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur gefið það skýrt út að hún ætli ekki að gerast aðili að þessum mikilvæga afvopnunarsamningi. Hér flækist Natóaðildin fyrir, enda virðist það meira í orði kveðnu sem bandalagið stefnir að kjarnavopnalausri veröld. Þó að ríkisstjórnin telji að Ísland geti ekki gerst aðili að TPNW, þá verður hún að finna kjarkinn til að tala fyrir afvopnun af þeim styrk sem hún gæti svo hæglega gert. Eitt getur hún gert – algjörlega áreynslulaust – og það er að senda áheyrnarfulltrúa til að eiga uppbyggilegt samtal við aðildarríki samningsins. Það gerðu fjögur Natóríki í fyrra – Þýskaland, Noregur, Holland og Belgía – en Ísland tók harðlínuafstöðu gegn fundinum og sat heima. Nú er upplagt að endurskoða þá afstöðu ríkisstjórnarinnar: Í lok þessa árs er aftur fundur aðildarríkja Samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Krefjumst þess að fulltúar Íslands mæti þangað og verði í salnum með þeim sem eru að skrifa lokakaflann að sögunni sem byrjaði með árásunum á Hiroshima og Nagasaki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Andrés Ingi Jónsson Píratar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í dag köllum við eftir kjarnavopnalausri veröld. Það er eina framtíðarsýnin sem vit er í – og eitthvað sem m.a.s. kjarnavopnabandalagið Nató segist stefna að. Því miður skortir mjög á markviss skref í þá áttina. Ein af vonarglætunum þessa dagana er TPNW, Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur gefið það skýrt út að hún ætli ekki að gerast aðili að þessum mikilvæga afvopnunarsamningi. Hér flækist Natóaðildin fyrir, enda virðist það meira í orði kveðnu sem bandalagið stefnir að kjarnavopnalausri veröld. Þó að ríkisstjórnin telji að Ísland geti ekki gerst aðili að TPNW, þá verður hún að finna kjarkinn til að tala fyrir afvopnun af þeim styrk sem hún gæti svo hæglega gert. Eitt getur hún gert – algjörlega áreynslulaust – og það er að senda áheyrnarfulltrúa til að eiga uppbyggilegt samtal við aðildarríki samningsins. Það gerðu fjögur Natóríki í fyrra – Þýskaland, Noregur, Holland og Belgía – en Ísland tók harðlínuafstöðu gegn fundinum og sat heima. Nú er upplagt að endurskoða þá afstöðu ríkisstjórnarinnar: Í lok þessa árs er aftur fundur aðildarríkja Samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Krefjumst þess að fulltúar Íslands mæti þangað og verði í salnum með þeim sem eru að skrifa lokakaflann að sögunni sem byrjaði með árásunum á Hiroshima og Nagasaki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar