Nærri hundrað fótboltabullur svara fyrir morð í dómsal Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 20:57 Sakborningar gengu huldu höfði til dómsalar í dag. ap Nærri hundrað stuðningsmenn fótboltaliðsins Dynamo Zagreb mættu fyrir dóm í Aþenu, höfuðborgar Grikklands, grunaðir um að eiga þátt í morði á stuðningsmanni fótboltaliðsins AEK Aþenu. Maðurinn var myrtur daginn fyrir leik Dynamo og AEK í Meistaradeildinni sem var frestað í kjölfarið. Hinn 29 ára gamli stuðningsmaður AEK, Michalis Katsouris, var myrtur á mánudag. Flestir sakborninganna ungu mættu með bol yfir höfði sínu til dómsalar í dag. Alls eru 103 grunaðir um aðild að málinu og eru 97 þeirra króatískir ríkisborgarar, stuðningsmenn Dynamo Zagreb. Auk ákæru fyrir manndráp er ákært fyrir líkamsárásir og notkun ólöglegra sprengiefna. Búist er við því að ákærur fyrir aðild að morði verði vísað frá í málum flestra sakborninga eftir því sem líður á réttarhöldin. Á myndbandi sjást stuðningsmennirnir bera kylfur og hnífa fyrir utan leikvang AEK í Aþenu. Þá heyrist í sprengingum og kveikt í blysum. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust í látunum og fjórir liggja enn á sjúkrahúsi. Nokkrir voru gripnir við að reyna að flýja land. ap Flestir sakborninga eru ungir stuðningsmenn Dynamo Zagreb.ap „Verða morðingjar hans á pöllunum?“ Leiknum var eins og áður segir frestað. Lögregla réðst í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir til þess að hafa hendur í hári allra sakborninga. Fimm sakborningar voru gripnir í bát á leið til Ítalíu og sá sjötti í rútu á leið til Albaníu. Þá var mikill viðbúnaður á leik grannaliðsins Panathanaikos í Aþenu í dag þar sem liðið mætti franska liðinu Marseille, sömuleiðis í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í hálfleik hafði lögreglu enn ekki borist tilkynning um ofbeldi en stuðningsmenn Marseille fengu ekki miða á leikinn. Þrír voru aftur á móti handteknir fyrir utan leikvanginn með vopn. Forsvarsmenn AEK hafa kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA refsi liði Zagreb harkalega. „Hvernig er mögulegt fyrir AEK Aþenu, í kjölfar hryllilegs morð á Michalis framið af gengi grimmilegra morðingja frá Króatíu, að mæta á völlinn og spila gegn þessu liði? Munu einhverjir morðingjar hans vera á pöllunum?“ er spurt í tilkynningu AEK. Grikkland Króatía Tengdar fréttir Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hinn 29 ára gamli stuðningsmaður AEK, Michalis Katsouris, var myrtur á mánudag. Flestir sakborninganna ungu mættu með bol yfir höfði sínu til dómsalar í dag. Alls eru 103 grunaðir um aðild að málinu og eru 97 þeirra króatískir ríkisborgarar, stuðningsmenn Dynamo Zagreb. Auk ákæru fyrir manndráp er ákært fyrir líkamsárásir og notkun ólöglegra sprengiefna. Búist er við því að ákærur fyrir aðild að morði verði vísað frá í málum flestra sakborninga eftir því sem líður á réttarhöldin. Á myndbandi sjást stuðningsmennirnir bera kylfur og hnífa fyrir utan leikvang AEK í Aþenu. Þá heyrist í sprengingum og kveikt í blysum. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust í látunum og fjórir liggja enn á sjúkrahúsi. Nokkrir voru gripnir við að reyna að flýja land. ap Flestir sakborninga eru ungir stuðningsmenn Dynamo Zagreb.ap „Verða morðingjar hans á pöllunum?“ Leiknum var eins og áður segir frestað. Lögregla réðst í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir til þess að hafa hendur í hári allra sakborninga. Fimm sakborningar voru gripnir í bát á leið til Ítalíu og sá sjötti í rútu á leið til Albaníu. Þá var mikill viðbúnaður á leik grannaliðsins Panathanaikos í Aþenu í dag þar sem liðið mætti franska liðinu Marseille, sömuleiðis í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í hálfleik hafði lögreglu enn ekki borist tilkynning um ofbeldi en stuðningsmenn Marseille fengu ekki miða á leikinn. Þrír voru aftur á móti handteknir fyrir utan leikvanginn með vopn. Forsvarsmenn AEK hafa kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA refsi liði Zagreb harkalega. „Hvernig er mögulegt fyrir AEK Aþenu, í kjölfar hryllilegs morð á Michalis framið af gengi grimmilegra morðingja frá Króatíu, að mæta á völlinn og spila gegn þessu liði? Munu einhverjir morðingjar hans vera á pöllunum?“ er spurt í tilkynningu AEK.
Grikkland Króatía Tengdar fréttir Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30