Gítarleikarinn Robbie Robertson látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2023 09:49 Robbie Robertson átti farsælan tónlistarferil, bæði sem meðlimur The Band og undir eigin nafni. AP/Evan Agostini Kanadíski tónlistarmaðurinn Robbie Robertson, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar The Band er látinn 80 ára að aldri. Umboðsmaður Robertson greindi frá fréttunum á samfélagsmiðlum í gær. Robertson lést umkringdur fjölskyldu sinni en hann hafði glímt við langvarandi ónefnd veikindi. Statement from Robbie Robertson s family. Luis Sinco pic.twitter.com/J9c79003D5— Robbie Robertson (@r0bbier0berts0n) August 9, 2023 Robertson fæddist 5. júlí 1943 í Toronto í Kanada. Hann vann sem ungur maður í ferðasirkusum áður en hann byrjaði í tónlist. Upp úr miðjum sjöunda áratugnum varð Robertson hluti af The Hawks, hljómsveit Ronnie Hawkins, sem spilaði með Bob Dylan á fyrsta „rafmagnaða“ tónleikaferðalagi hans. Hljómsveitin spilaði síðan á hinum frægu Kjallaraupptökum (e. Basement Taoes) Bob Dylan. Eftir mannabreytingar og nafnabreytingar varð hljómsveitin að hinni endanlegu The Band. Robbie Robertson og Martin Scorses sem leikstýrði tónleikamyndinni The Last Waltz um kveðjutónleika hljómsveitarinnar.AP Robertson samdi mörg af þekktustu lögum The Band, þar á meðal „The Weight“, „The Night They Drove Old Dixie Down“ og „Up on Cripple Creek“. The Band var gríðarvinsæl á sjöunda og áttunda áratugnum og gaf út plötur á borð við Music from Big Pink (1968), The Band (1969) og The Basement Tapes (1975) sem þeir gáfu út með Dylan. Áttundi áratugur hljómsveitarinnar endaði á The Last Waltz, kveðjutónleikum hljómsveitarinnar sem fóru fram í San Francisco. Úr tónleikunum urðu til bæði samnefnd plata og samnefnd kvikmynd sem Martin Scorsese leikstýrði. Andlát Tónlist Kanada Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Umboðsmaður Robertson greindi frá fréttunum á samfélagsmiðlum í gær. Robertson lést umkringdur fjölskyldu sinni en hann hafði glímt við langvarandi ónefnd veikindi. Statement from Robbie Robertson s family. Luis Sinco pic.twitter.com/J9c79003D5— Robbie Robertson (@r0bbier0berts0n) August 9, 2023 Robertson fæddist 5. júlí 1943 í Toronto í Kanada. Hann vann sem ungur maður í ferðasirkusum áður en hann byrjaði í tónlist. Upp úr miðjum sjöunda áratugnum varð Robertson hluti af The Hawks, hljómsveit Ronnie Hawkins, sem spilaði með Bob Dylan á fyrsta „rafmagnaða“ tónleikaferðalagi hans. Hljómsveitin spilaði síðan á hinum frægu Kjallaraupptökum (e. Basement Taoes) Bob Dylan. Eftir mannabreytingar og nafnabreytingar varð hljómsveitin að hinni endanlegu The Band. Robbie Robertson og Martin Scorses sem leikstýrði tónleikamyndinni The Last Waltz um kveðjutónleika hljómsveitarinnar.AP Robertson samdi mörg af þekktustu lögum The Band, þar á meðal „The Weight“, „The Night They Drove Old Dixie Down“ og „Up on Cripple Creek“. The Band var gríðarvinsæl á sjöunda og áttunda áratugnum og gaf út plötur á borð við Music from Big Pink (1968), The Band (1969) og The Basement Tapes (1975) sem þeir gáfu út með Dylan. Áttundi áratugur hljómsveitarinnar endaði á The Last Waltz, kveðjutónleikum hljómsveitarinnar sem fóru fram í San Francisco. Úr tónleikunum urðu til bæði samnefnd plata og samnefnd kvikmynd sem Martin Scorsese leikstýrði.
Andlát Tónlist Kanada Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira