Skiptir um lið til að geta verið nær kærustunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 12:15 Carl Starfelt og Jacynta Galabadaarachchi fagna einum af fimm titlum sem hann vann með Celtic. Getty/Paul Devlin Fótboltamenn elta oft peninginn þegar þeir skipta um lið en sumir elta aftur á móti ástina. Það á við um sænska knattspyrnumanninn Carl Starfelt. Hinn 28 ára gamli Starfelt hefur spilað með skoska liðinu Celtic undanfarin tvö tímabil en er nú á leiðinni til spænska félagsins Celta Vigo. Celta Vigo are closing in on Carl Starfelt deal with Celtic permanent transfer being agreed this weekend Personal terms agreed and clubs now on the verge of completing the deal. pic.twitter.com/e63VsLEeIO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2023 Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sér eftir leikmanninum en hrósar honum líka fyrir að elta ástina. Starfelt gerir fjögurra ára samning við spænska félagið. Sportbladet Kærasta Starfelt er fyrrum leikmaður kvennaliðs Celtic. Hin 22 ára gamla Jacynta Galabadaarachchi samdi nýverið við lið Sporting frá Lissabon. Hún er ættuð frá Ástralíu, þykir mjög efnilegur leikmaður og skoraði 15 mörk í 25 leikjum á síðustu tveimur árum. Það er langt frá Glasgow til Lissabon en mun styttra að fara frá Vigo sem er rétt norður af landamærum Spánar og Portúgals. „Svona virkar fótboltaheimurinn. Þetta er tækifæri fyrir Carl. Hann stóð sig vel undanfarin ár, hann er góður gæi og lagði mikið á sig á undirbúningstímabilinu,“ sagði Brendan Rodgers. „Þegar þú horfir á stóru myndina þá hef ég líka tekið ákvarðanir sem taka mið á fjölskylduaðstæðum. Carl er greinilega í sterku sambandi og við öll tökum ákvarðanir með fjölskyldu okkar í huga,“ sagði Rodgers. Það er annar gamall Liverpool stjóri sem tekur við Carl Starfelt því knattspyrnustjóri Celta Vigo er Rafael Benítez. View this post on Instagram A post shared by @jacynta_gala Spænski boltinn Portúgalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Starfelt hefur spilað með skoska liðinu Celtic undanfarin tvö tímabil en er nú á leiðinni til spænska félagsins Celta Vigo. Celta Vigo are closing in on Carl Starfelt deal with Celtic permanent transfer being agreed this weekend Personal terms agreed and clubs now on the verge of completing the deal. pic.twitter.com/e63VsLEeIO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2023 Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sér eftir leikmanninum en hrósar honum líka fyrir að elta ástina. Starfelt gerir fjögurra ára samning við spænska félagið. Sportbladet Kærasta Starfelt er fyrrum leikmaður kvennaliðs Celtic. Hin 22 ára gamla Jacynta Galabadaarachchi samdi nýverið við lið Sporting frá Lissabon. Hún er ættuð frá Ástralíu, þykir mjög efnilegur leikmaður og skoraði 15 mörk í 25 leikjum á síðustu tveimur árum. Það er langt frá Glasgow til Lissabon en mun styttra að fara frá Vigo sem er rétt norður af landamærum Spánar og Portúgals. „Svona virkar fótboltaheimurinn. Þetta er tækifæri fyrir Carl. Hann stóð sig vel undanfarin ár, hann er góður gæi og lagði mikið á sig á undirbúningstímabilinu,“ sagði Brendan Rodgers. „Þegar þú horfir á stóru myndina þá hef ég líka tekið ákvarðanir sem taka mið á fjölskylduaðstæðum. Carl er greinilega í sterku sambandi og við öll tökum ákvarðanir með fjölskyldu okkar í huga,“ sagði Rodgers. Það er annar gamall Liverpool stjóri sem tekur við Carl Starfelt því knattspyrnustjóri Celta Vigo er Rafael Benítez. View this post on Instagram A post shared by @jacynta_gala
Spænski boltinn Portúgalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira