Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Telma Tómasson skrifar 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Fjalladís urðu tvöfaldir heimsmeistarar í gær. Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. Gríðarleg stemning er á áhorfendapöllunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir, ein skærasta stjarnan í íslandshestaheiminum, reið í braut á sínum drifhvíta hesti, Bárði frá Melabergi. Þjóðarhátíðarsmellur Emmsje Gauta Þúsund hjörtu var viðeigandi val á lagi undir sýningu Jóhönnu Margrétar og Bárðs, enda er spenningurinn er ekki aðeins hjá knapanum heldur lifa áhorfendur sig inn í sýninguna, sem þarf að vera hárnákvæm til að komast í úrslit og á toppinn. Samkeppnin er hörð, enda er mikill fjöldi topphesta á meginlandinu. Afreksknapinn Viðar Ingólfsson á glæsihestinum Þór frá Stóra-Hofi, sem einnig má sjá í myndbandinu, fór mikinn, en allir íslensku keppendurnir hafa til þessa náð góðum árangri og miklar væntingar eru gerðar til liðsins. Alls eru 17 knapar í íslenska liðinu, sem keppa í fullorðinsflokki, ungmennaflokki og sýna kynbótahross. Frekari fréttir af gengi þess má sjá á vef Landssambands hestamannafélaga. Nær hámarki um helgina Um 200 keppendur frá 17 löndum taka þátt í mótinu. Úrhellis rigning gerði mótshöldurum erfitt fyrir í undirbúningnum, en svo fór fór sólin að skína og nú þarf að vökva vellina. Um 450 sjálboðaliðar auk framkvæmdastjórnar gæta þess að allt fari fram eins og áætlað er. Vinnudagarnir eru langir, um 18 klukkustundir á dag. Stemningin nær svo hámarki um helgina. Talið er að um 8500 manns séu á svæðinu nú á föstudegi, en fólk er enn að drífa að og gert ráð fyrir að fjölga muni í allt að ellefu þúsund þegar líður á. Hestar Hestaíþróttir Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira
Gríðarleg stemning er á áhorfendapöllunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir, ein skærasta stjarnan í íslandshestaheiminum, reið í braut á sínum drifhvíta hesti, Bárði frá Melabergi. Þjóðarhátíðarsmellur Emmsje Gauta Þúsund hjörtu var viðeigandi val á lagi undir sýningu Jóhönnu Margrétar og Bárðs, enda er spenningurinn er ekki aðeins hjá knapanum heldur lifa áhorfendur sig inn í sýninguna, sem þarf að vera hárnákvæm til að komast í úrslit og á toppinn. Samkeppnin er hörð, enda er mikill fjöldi topphesta á meginlandinu. Afreksknapinn Viðar Ingólfsson á glæsihestinum Þór frá Stóra-Hofi, sem einnig má sjá í myndbandinu, fór mikinn, en allir íslensku keppendurnir hafa til þessa náð góðum árangri og miklar væntingar eru gerðar til liðsins. Alls eru 17 knapar í íslenska liðinu, sem keppa í fullorðinsflokki, ungmennaflokki og sýna kynbótahross. Frekari fréttir af gengi þess má sjá á vef Landssambands hestamannafélaga. Nær hámarki um helgina Um 200 keppendur frá 17 löndum taka þátt í mótinu. Úrhellis rigning gerði mótshöldurum erfitt fyrir í undirbúningnum, en svo fór fór sólin að skína og nú þarf að vökva vellina. Um 450 sjálboðaliðar auk framkvæmdastjórnar gæta þess að allt fari fram eins og áætlað er. Vinnudagarnir eru langir, um 18 klukkustundir á dag. Stemningin nær svo hámarki um helgina. Talið er að um 8500 manns séu á svæðinu nú á föstudegi, en fólk er enn að drífa að og gert ráð fyrir að fjölga muni í allt að ellefu þúsund þegar líður á.
Hestar Hestaíþróttir Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira