Húðlatt (og rauðeygt) foreldri skrifar um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 13:00 Nú kemur sá árstími að rauðeygðu fólki fjölgar í nágrenni leikskóla að morgni til. Þetta eru foreldrar ungra barna sem eru að aðlagast leikskólalífi. Sum börn fara létt með þessa breytingu, hjá öðrum getur þetta tekið verulega á. Viðskilnaðurinn getur orðið erfiður og við erum nokkuð mörg sem höfum þurft að hinkra við og ná tökum á tárunum, áður en haldið er áfram inn í daginn og alla dagana sem á eftir koma í breyttu lífi. Í opinberri umræðu um leikskólamál eru hinir rauðeygðu foreldrar þó oft málaðir upp sem fólk sem getur ekki beðið eftir að losna við börnin sín og koma þeim í geymslu á opinberum stofnunum. Þessi þemu hafa gert vart við sig í þeirri umræðu sem hefur spunnist í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórans í Kópavogi að snarhækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Þótt engin töluleg gögn hafi verið sett fram um hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hefur þegar haft á dvöl barna á leikskólum, er umræðan á þá lund að foreldrar vilji bara áfram „geyma“ börnin sín á leikskólum á meðan þeir sjálfir njóti styttri vinnutíma og lengra sumarorlofs. Með öðrum orðum þá séu foreldrar dagsins húðlatir og við því verði aðeins spornað með fjárhagslegum hvata þannig að (hinn hæfilegi) sex stunda leikskóladagur sé gjaldfrjáls en allt umfram það skuli greitt dýru verði. En í hvaða stöðu eru þessir (húðlötu) foreldrar? Stærstur hluti foreldra leikskólabarna vinnur á almennum vinnumarkaði þar sem stytting vinnuvikunnar hefur ekki verið sú sama og hjá hinu opinbera. Stysti mögulegi vinnutími samkvæmt kjarasamningi VR, sem er langstærsta stéttarfélag landsins, er um 7,6 klukkustundir á dag, að því gefnu að starfsfólk taki sér hálftíma matarhlé. Ungt fólk er líklegt til að eiga 24 daga orlof en leikskólar eru lokaðir 26 daga á ári vegna orlofs og starfsdaga. Jafnframt hafa langflestir foreldrar þurft að fullnýta frítökurétt sinn og gott betur en það til að brúa hið alræmda umönnunarbil áður en barnið fær pláss á almennum leikskóla. Þetta tímabil einkennist af óöryggi, auknum kostnaði og miklum aðstöðumun milli fjölskyldna og þar með barna. Starfsfólk á almennum vinnumarkaði missir rétt til uppsafnaðs orlofs meðan á fríi stendur (öfugt við starfsfólk hins opinbera). Flestir foreldrar sem snúa úr fæðingarorlofi eru því með skert orlof a.m.k. fyrsta leikskólasumarleyfi barnsins síns og jafnvel lengur. Skerðingar á leikskólastarfi skila sér jafnframt í því að foreldrar ganga enn frekar á orlofsrétt sinn eða heimild til launalauss leyfis, sem veikir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Þau leikskólabörn sem nú kveðja leikskólann og halda í skóla bjuggu við skert leikskólastarf í samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnatakmörkunum vegna COVID og hafa nánast öll misst úr daga og jafnvel vikur á leikskóla vegna manneklu, mygluvandamála og verkfalla. Það er því rangt að gera að því skóna að foreldrar eigi heilan helling af frítíma sem þeir tími ekki í börnin sín. Ákvörðun bæjarstjórans í Kópavogi á sér rætur í pólitík sem mun seint vera til þess fallin að styrkja leikskólastarf eða búa almennt betur að leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra. Markmiðið er mun fremur að draga úr opinberum útgjöldum með því að skerða þjónustu, draga úr „launakostnaði“ (skerða kjör) og auka á gjaldtöku. Þótt jákvætt væri að stytta leikskóladag barna, þá er hér verið að byrja á öfugum enda. Á Íslandi hefur verið byggt upp samfélag þar sem báðir foreldrar (séu þeir tveir) eru á vinnumarkaði. Ekki eingöngu þarf tvær fyrirvinnur til að halda úti heimili, heldur er það líka svo að fjarvera af vinnumarkaði dregur úr bæði tekjumöguleikum og lífeyrisréttindum, fyrir utan hin augljósu jafnréttisáhrif í landi þar sem konur axla ennþá meiri ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi og karlar fá ennþá hærri laun. Ef breyta á þessu skipulagi þá þarf fyrst að skipuleggja vinnumarkaðinn, menntakerfið, tilfærslukerfin og opinbera þjónustu upp á nýtt. Kjör og starfsaðstæður á leikskólum hljóta að vera ofarlega á aðgerðalistanum. Það er ekki hægt að byrja á því að þrengja enn frekar að foreldrum ungra barna, sem eru þegar að ganga í gegnum tímabil svefnleysis, óöryggis og tekjuskerðinga. Slíkt getur ekki verið börnunum fyrir bestu, alveg sama hvernig snúið er upp á röksemdarfærsluna. Höfundur er foreldri leikskólabarna og á sæti í stjórn VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Vinnumarkaður Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nú kemur sá árstími að rauðeygðu fólki fjölgar í nágrenni leikskóla að morgni til. Þetta eru foreldrar ungra barna sem eru að aðlagast leikskólalífi. Sum börn fara létt með þessa breytingu, hjá öðrum getur þetta tekið verulega á. Viðskilnaðurinn getur orðið erfiður og við erum nokkuð mörg sem höfum þurft að hinkra við og ná tökum á tárunum, áður en haldið er áfram inn í daginn og alla dagana sem á eftir koma í breyttu lífi. Í opinberri umræðu um leikskólamál eru hinir rauðeygðu foreldrar þó oft málaðir upp sem fólk sem getur ekki beðið eftir að losna við börnin sín og koma þeim í geymslu á opinberum stofnunum. Þessi þemu hafa gert vart við sig í þeirri umræðu sem hefur spunnist í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórans í Kópavogi að snarhækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Þótt engin töluleg gögn hafi verið sett fram um hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hefur þegar haft á dvöl barna á leikskólum, er umræðan á þá lund að foreldrar vilji bara áfram „geyma“ börnin sín á leikskólum á meðan þeir sjálfir njóti styttri vinnutíma og lengra sumarorlofs. Með öðrum orðum þá séu foreldrar dagsins húðlatir og við því verði aðeins spornað með fjárhagslegum hvata þannig að (hinn hæfilegi) sex stunda leikskóladagur sé gjaldfrjáls en allt umfram það skuli greitt dýru verði. En í hvaða stöðu eru þessir (húðlötu) foreldrar? Stærstur hluti foreldra leikskólabarna vinnur á almennum vinnumarkaði þar sem stytting vinnuvikunnar hefur ekki verið sú sama og hjá hinu opinbera. Stysti mögulegi vinnutími samkvæmt kjarasamningi VR, sem er langstærsta stéttarfélag landsins, er um 7,6 klukkustundir á dag, að því gefnu að starfsfólk taki sér hálftíma matarhlé. Ungt fólk er líklegt til að eiga 24 daga orlof en leikskólar eru lokaðir 26 daga á ári vegna orlofs og starfsdaga. Jafnframt hafa langflestir foreldrar þurft að fullnýta frítökurétt sinn og gott betur en það til að brúa hið alræmda umönnunarbil áður en barnið fær pláss á almennum leikskóla. Þetta tímabil einkennist af óöryggi, auknum kostnaði og miklum aðstöðumun milli fjölskyldna og þar með barna. Starfsfólk á almennum vinnumarkaði missir rétt til uppsafnaðs orlofs meðan á fríi stendur (öfugt við starfsfólk hins opinbera). Flestir foreldrar sem snúa úr fæðingarorlofi eru því með skert orlof a.m.k. fyrsta leikskólasumarleyfi barnsins síns og jafnvel lengur. Skerðingar á leikskólastarfi skila sér jafnframt í því að foreldrar ganga enn frekar á orlofsrétt sinn eða heimild til launalauss leyfis, sem veikir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Þau leikskólabörn sem nú kveðja leikskólann og halda í skóla bjuggu við skert leikskólastarf í samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnatakmörkunum vegna COVID og hafa nánast öll misst úr daga og jafnvel vikur á leikskóla vegna manneklu, mygluvandamála og verkfalla. Það er því rangt að gera að því skóna að foreldrar eigi heilan helling af frítíma sem þeir tími ekki í börnin sín. Ákvörðun bæjarstjórans í Kópavogi á sér rætur í pólitík sem mun seint vera til þess fallin að styrkja leikskólastarf eða búa almennt betur að leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra. Markmiðið er mun fremur að draga úr opinberum útgjöldum með því að skerða þjónustu, draga úr „launakostnaði“ (skerða kjör) og auka á gjaldtöku. Þótt jákvætt væri að stytta leikskóladag barna, þá er hér verið að byrja á öfugum enda. Á Íslandi hefur verið byggt upp samfélag þar sem báðir foreldrar (séu þeir tveir) eru á vinnumarkaði. Ekki eingöngu þarf tvær fyrirvinnur til að halda úti heimili, heldur er það líka svo að fjarvera af vinnumarkaði dregur úr bæði tekjumöguleikum og lífeyrisréttindum, fyrir utan hin augljósu jafnréttisáhrif í landi þar sem konur axla ennþá meiri ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi og karlar fá ennþá hærri laun. Ef breyta á þessu skipulagi þá þarf fyrst að skipuleggja vinnumarkaðinn, menntakerfið, tilfærslukerfin og opinbera þjónustu upp á nýtt. Kjör og starfsaðstæður á leikskólum hljóta að vera ofarlega á aðgerðalistanum. Það er ekki hægt að byrja á því að þrengja enn frekar að foreldrum ungra barna, sem eru þegar að ganga í gegnum tímabil svefnleysis, óöryggis og tekjuskerðinga. Slíkt getur ekki verið börnunum fyrir bestu, alveg sama hvernig snúið er upp á röksemdarfærsluna. Höfundur er foreldri leikskólabarna og á sæti í stjórn VR
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun