Ótrúleg upplifun á vellinum með þessa stemmningu Telma Tómasson skrifar 11. ágúst 2023 16:50 Jóhanna á Bárði að lokinni keppni í skeiði. KRIJN.DE Jóhanna Margrét Snorradóttir landsliðsknapi í hestaíþróttum var klökk eftir stórkostlega sýningu í tölti á hinum drifhvíta Bárði frá Melabergi í dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestins sem nú stendur yfir í Oirschot í Hollandi. Áhorfendur hreinlega trylltust í stúkunni, slík var gleðin yfir frammistöðu Jóhönnu Margétar, sem er ein skærasta stjarnan í íslenska hestaheiminum um þessar mundir. Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofi áttu einnig frábæra sýningu í tölti. Gert er ráð fyrir um 10 þúsund manns á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi um helgina. Nokkrir heimsmeistaratitlar eru komnir í hús, veðrið leikur við keppendur, hesta og áhorfendur. Stemningin er mikil á mótinu, áhorfendastúkur stappfullar og mikið fagnað, ekki síst þegar keppendur íslenska liðsins ríða í braut. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hápunkti um helgina þegar úrslit verða riðin. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segist eiga von á því að helgin verði stór. Góð stemning sé í liðinu sem og hjá áhorfendum sem hafa fyllt stúkurnar á mótinu. Áttu von á því að okkar knapar komi heim með gull? „Ekki nokkur spurning. Það er þegar komið í sarpinn eitthvað af gulli, þannig að við getum verið mjög glöð á meðan við förum í lokasprettinn og það er mikil hvatning fyrir hina knapana, sem eru að taka við keflinu núna að þetta sé möguleiki og að þetta sé hægt og að halda áfram á sömu nótum, sem maður vonar að gerist.“ Það er mikið undir, baráttan hörð, en fréttastofa náði tali af Jóhönnu Margréti þegar hún hafði nýlokið keppni í dag. Hestur hennar, Bárður frá Melabergi, hefur verið seldur og þetta er því þeirra síðasta keppni, utan úrslitareiðin á sunnudag, en vonir eru bundnar við að þau muni standa uppi sem heimsmeistarar í tölti að móti loknu. „Þetta var ótrúlegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á vellinum í þessari stemningu. Hesturinn í stuði og þetta var bara ótrúlegt,“ segir Jóhanna Margrét. sem viðurkennir að hún sé klökk á þessari stundu, enda kemur Bárður ekki heim aftur. „Það er bara þannig og ef hann endar svona þá er það bara algjör draumur. Þetta er engin kveðjustund alveg fyrir okkur. Ég á eftir að fljúga eitthvað út í haust og hjálpa nýjum eiganda með hann, þannig að það er gulrót fyrir mig.“ Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Hestar Holland Tengdar fréttir Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Benedikt heimsmeistarar í gæðingaskeiði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi. Þá tryggðu Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III sér heimsmeistaratitil ungmenna. 8. ágúst 2023 23:31 Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. 1. ágúst 2023 20:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Áhorfendur hreinlega trylltust í stúkunni, slík var gleðin yfir frammistöðu Jóhönnu Margétar, sem er ein skærasta stjarnan í íslenska hestaheiminum um þessar mundir. Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofi áttu einnig frábæra sýningu í tölti. Gert er ráð fyrir um 10 þúsund manns á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi um helgina. Nokkrir heimsmeistaratitlar eru komnir í hús, veðrið leikur við keppendur, hesta og áhorfendur. Stemningin er mikil á mótinu, áhorfendastúkur stappfullar og mikið fagnað, ekki síst þegar keppendur íslenska liðsins ríða í braut. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hápunkti um helgina þegar úrslit verða riðin. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segist eiga von á því að helgin verði stór. Góð stemning sé í liðinu sem og hjá áhorfendum sem hafa fyllt stúkurnar á mótinu. Áttu von á því að okkar knapar komi heim með gull? „Ekki nokkur spurning. Það er þegar komið í sarpinn eitthvað af gulli, þannig að við getum verið mjög glöð á meðan við förum í lokasprettinn og það er mikil hvatning fyrir hina knapana, sem eru að taka við keflinu núna að þetta sé möguleiki og að þetta sé hægt og að halda áfram á sömu nótum, sem maður vonar að gerist.“ Það er mikið undir, baráttan hörð, en fréttastofa náði tali af Jóhönnu Margréti þegar hún hafði nýlokið keppni í dag. Hestur hennar, Bárður frá Melabergi, hefur verið seldur og þetta er því þeirra síðasta keppni, utan úrslitareiðin á sunnudag, en vonir eru bundnar við að þau muni standa uppi sem heimsmeistarar í tölti að móti loknu. „Þetta var ótrúlegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á vellinum í þessari stemningu. Hesturinn í stuði og þetta var bara ótrúlegt,“ segir Jóhanna Margrét. sem viðurkennir að hún sé klökk á þessari stundu, enda kemur Bárður ekki heim aftur. „Það er bara þannig og ef hann endar svona þá er það bara algjör draumur. Þetta er engin kveðjustund alveg fyrir okkur. Ég á eftir að fljúga eitthvað út í haust og hjálpa nýjum eiganda með hann, þannig að það er gulrót fyrir mig.“
Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Hestar Holland Tengdar fréttir Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Benedikt heimsmeistarar í gæðingaskeiði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi. Þá tryggðu Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III sér heimsmeistaratitil ungmenna. 8. ágúst 2023 23:31 Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. 1. ágúst 2023 20:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. 11. ágúst 2023 10:25
Elvar og Benedikt heimsmeistarar í gæðingaskeiði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi. Þá tryggðu Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III sér heimsmeistaratitil ungmenna. 8. ágúst 2023 23:31
Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. 1. ágúst 2023 20:31
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti