Öðlaðist aftur trú á mannkynið á Fiskideginum mikla Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 12:23 Fimm fræknir gestir Fiskidagsins mikla. Það mætti halda að þau væru á samningi hjá 66°N. Viktor Freyr Tugir þúsunda sóttu Fiskidaginn mikla á Dalvík um helgina og gengu hátíðarhöld vel að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hátíðin náði hápunkti í gærkvöldi með flugeldasýningu og einkenndi gleði mannskapinn. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir hátíðarhöld helgarinnar hafa gengið vel. Mikið hafi verið um að vera í bænum og þétt dagskrá á þremur sviðum. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sama þegar ég fór á lögreglufund í morgun þá gekk mjög vel og ég er voðalega glaður,“ segir Júlíus. Fjöldi gesta sé ekki kominn á hreint en líklegt sé að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt bæinn. „Dagurinn í gær var frábær og tónleikarnir og flugeldasýningin,“ segir Júlíu glaður í bragði. Vinur hans hafi heyrt mann sem stóð fyrir aftan hann segja: „Vá, ég hef aldrei á ævi minni brosað jafn mikið á einum degi.“ „Það er voðalega gott fyrir okkur að heyra svona í lokin,“ segir Júlíus. Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Gestir hátíðarinnar í ár hafi verið ansi snyrtilegir. „Þegar ég horfði á mestan hluta bæjarins, langstærstan hluta bæjarins þá fékk ég aftur trú á mannkynið,“ segir Júlíus og bendir á að gestirnir hafi verið snyrtilegir og gengið vel um. „Frábærir gestir og fólk gekk vel um og var að virða hvort annað.“ Þrátt fyrir að Fiskideginum mikla sé formlega lokið sé mikil vinna fyrir höndum. Mikill frágangur sé eftir og skráning sem aðstoði við skipulagningu á Fiskideginum mikla að ári liðnu. Að neðan má sjá myndir sem Viktor Freyr tók af tónleikagestum í gærkvöldi. Þessir skemmtu sér ljómandi vel.Viktor Freyr Tvö í góðum gír.Viktor Freyr Þessir gestir komu sér fyrir nálægt sviðinu.Viktor Freyr Rétt upp hönd sem finnst gaman!Viktor Freyr Stuð og stemmning. Bros á hverju andliti.Viktor Freyr Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Tveir söngfuglar í góðum gír.Viktor Freyr Tveir í góðum gír.Viktor Freyr Lopapeysan kom sér vel hjá þessum.Viktor Freyr Stuð og stemmning hjá ungum sem öldnum.Viktor Freyr Gestir voru flestir með húfur eða ennisbönd enda óvenju kalt á Fiskidögum þetta árið.Viktor Freyr Þessi fékk að vaka fram yfir háttatímann enda ekki á hverjum degi sem eru stórtónleikar.Viktor Freyr Fólk lét kuldann ekkert á sig fá í gleðinni á Dalvík í gærkvöldi.Viktor Freyr Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir hátíðarhöld helgarinnar hafa gengið vel. Mikið hafi verið um að vera í bænum og þétt dagskrá á þremur sviðum. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sama þegar ég fór á lögreglufund í morgun þá gekk mjög vel og ég er voðalega glaður,“ segir Júlíus. Fjöldi gesta sé ekki kominn á hreint en líklegt sé að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt bæinn. „Dagurinn í gær var frábær og tónleikarnir og flugeldasýningin,“ segir Júlíu glaður í bragði. Vinur hans hafi heyrt mann sem stóð fyrir aftan hann segja: „Vá, ég hef aldrei á ævi minni brosað jafn mikið á einum degi.“ „Það er voðalega gott fyrir okkur að heyra svona í lokin,“ segir Júlíus. Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Gestir hátíðarinnar í ár hafi verið ansi snyrtilegir. „Þegar ég horfði á mestan hluta bæjarins, langstærstan hluta bæjarins þá fékk ég aftur trú á mannkynið,“ segir Júlíus og bendir á að gestirnir hafi verið snyrtilegir og gengið vel um. „Frábærir gestir og fólk gekk vel um og var að virða hvort annað.“ Þrátt fyrir að Fiskideginum mikla sé formlega lokið sé mikil vinna fyrir höndum. Mikill frágangur sé eftir og skráning sem aðstoði við skipulagningu á Fiskideginum mikla að ári liðnu. Að neðan má sjá myndir sem Viktor Freyr tók af tónleikagestum í gærkvöldi. Þessir skemmtu sér ljómandi vel.Viktor Freyr Tvö í góðum gír.Viktor Freyr Þessir gestir komu sér fyrir nálægt sviðinu.Viktor Freyr Rétt upp hönd sem finnst gaman!Viktor Freyr Stuð og stemmning. Bros á hverju andliti.Viktor Freyr Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Tveir söngfuglar í góðum gír.Viktor Freyr Tveir í góðum gír.Viktor Freyr Lopapeysan kom sér vel hjá þessum.Viktor Freyr Stuð og stemmning hjá ungum sem öldnum.Viktor Freyr Gestir voru flestir með húfur eða ennisbönd enda óvenju kalt á Fiskidögum þetta árið.Viktor Freyr Þessi fékk að vaka fram yfir háttatímann enda ekki á hverjum degi sem eru stórtónleikar.Viktor Freyr Fólk lét kuldann ekkert á sig fá í gleðinni á Dalvík í gærkvöldi.Viktor Freyr
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira