„Fertugasti hringurinn var aðeins of mikið og hún endaði í miðri braut. Þar þurftum við að fara að finna hana. Hún klárar sig alveg, það er ekkert eftir,“ segir Njörður Lúðvíksson kærasti hennar í instagram myndbandi sem tekið var við lok keppninnar.
Í bakgarðshlaupi er tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir.
83 keppendur hófu keppni í Eistlandi og er árangurinn því stórglæsilegur hjá Mari sem hljóp samfleytt í rúma 32 klukkutíma.
Besti árangur Mari er 43. hringja hlaup en Íslandsmetið bætti Þorleifur Þorleifsson í Bakgarðshlaupi meistaranna í Þýskalandi í maí, með því að hlaupa fimmtíu hringi.