Carmona skaut Spánverjum í úrslit í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 09:55 Olga Carmona reyndist hetja Spánverja. Phil Walter/Getty Images Olga Carmona reyndist hetja Spánverja er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri gegn Svíum í undanúrslitum HM kvenna í knattspyrnu í morgun. Spánverjar eru því á leið í úrslit í fyrsta sinn í sögunni, en öll mörk leiksins voru skoruð á seinustu tíu mínútum venjulegs leiktíma. Liðin skiptust að miklu leyti á að sækja framan af leik, en illa gekk að skapa opin marktækifæri í fyrri hálfeiknum og því var enn markalaust þegar dómari leiksins flautaði í flautu sína og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo á 57. mínútu að Salma Paralluelo kom inn af varamannabekknum og hún átti heldur betur eftir að hafa áhrif á leikinn. Mikil hætta skapaðist í kringum Paralluelo og virtist hún alltaf líkleg til afreka. Það átti svo eftir að sanna sig því hún kom Spánverjum yfir þegar rétt tæpar tíu mínútur voru til leiksloka með góðu marki. Svíarnir lögðu þó ekki árar í bát og Rebecka Blomqvist jafnaði metin fyrir liðið á 88. mínútu, rétt um tíu mínútum eftir að hún hafði sjálf komið inn af varamannabekknum. Spænska liðið var þó ekki lengi að finna forystuna á ný því aðeins mínútu síðar fékk liðið hornspyrnu þar sem Teresa Abelleira renndi boltanum út fyrir teig á Olga Carmona og hún lét vaða. Carmona smellhitti boltann sem flaug í slána og inn og spænskur sigur þar af leiðandi tryggður. Spánverjar eru því á leið í úrslit þar sem liðið mætir annaðhvort Ástralíu eða Englandi, en Svíar þurfa að sætta sig við að leika um þriðja sætið. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi
Olga Carmona reyndist hetja Spánverja er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri gegn Svíum í undanúrslitum HM kvenna í knattspyrnu í morgun. Spánverjar eru því á leið í úrslit í fyrsta sinn í sögunni, en öll mörk leiksins voru skoruð á seinustu tíu mínútum venjulegs leiktíma. Liðin skiptust að miklu leyti á að sækja framan af leik, en illa gekk að skapa opin marktækifæri í fyrri hálfeiknum og því var enn markalaust þegar dómari leiksins flautaði í flautu sína og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo á 57. mínútu að Salma Paralluelo kom inn af varamannabekknum og hún átti heldur betur eftir að hafa áhrif á leikinn. Mikil hætta skapaðist í kringum Paralluelo og virtist hún alltaf líkleg til afreka. Það átti svo eftir að sanna sig því hún kom Spánverjum yfir þegar rétt tæpar tíu mínútur voru til leiksloka með góðu marki. Svíarnir lögðu þó ekki árar í bát og Rebecka Blomqvist jafnaði metin fyrir liðið á 88. mínútu, rétt um tíu mínútum eftir að hún hafði sjálf komið inn af varamannabekknum. Spænska liðið var þó ekki lengi að finna forystuna á ný því aðeins mínútu síðar fékk liðið hornspyrnu þar sem Teresa Abelleira renndi boltanum út fyrir teig á Olga Carmona og hún lét vaða. Carmona smellhitti boltann sem flaug í slána og inn og spænskur sigur þar af leiðandi tryggður. Spánverjar eru því á leið í úrslit þar sem liðið mætir annaðhvort Ástralíu eða Englandi, en Svíar þurfa að sætta sig við að leika um þriðja sætið.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti