Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 09:18 Sam Bankman-Fried á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Réttarhöld yfir honum eiga að hefjast í byrjun otkóber. AP/John Minchillo Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. Bankman-Fried er ákærður fyrir stórfelld fjársvik í tengslum við FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphöll heims, sem fór á hausinn síðasta haust. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa veitt milljörðum dollara af fjármunum viðskiptavina til annars fyrirtækis í hans eigu sem stóð í áhættufjárfestingum. Uppfærð ákæra á hendur Bankman-Fried var lögð fram fyrir alríkisdómstól í New York í gær. Í henni er hann sakaður um að hafa skipað tveimur stjórnendum FTX að komast í kringum takmörk á framlög til stjórnmálaflokka og fela uppruna fjárins. Alls hafi hann notað hundrað milljónir dollara af stolnu fé, jafnvirði rúmra þrettán milljarða króna, í kosningaframlög. Hluti ákærunnar sem snerist um meint samsæri Bankman-Frieds um að brjóta lög um framlög til stjórnmálaframboða var felldur út vegna mótmæla yfirvalda á Bahamaeyjum. Bankman-Fried var framseldur þaðan í desember en yfirvöld þar segjast aldrei hafa ætlað að framselja hann vegna kosningaframlagabrota, að því er segir í frétt Reuters. Bankman-Fried er þó áfram ákærður fyrir kosningaframlögin sem hluta af fjársvikunum og peningaþvættinu sem hann er sakaður um að hafa framið. Ætlaði sér að grisja út þingmenn sem væru á móti rafmyntum Nishad Singh, fyrrverandi yfirverkfræðingur FTX, er annar stjórnendanna sem Bankman-Fried er sagður hafa notað til þess að gefa stjórnmálaflokkunum fé. Singh játaði sig sakan um fjársvik og brot á lögum um kosningaframlög í febrúar. Hann gaf frambjóðendum Demókrataflokksins 9,7 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,3 milljarða króna, fyrir þingkosningarnar í nóvember. Hann segist hafa vitað af því að féð kæmi frá viðskiptavinum FTX. Hinn maðurinn er Ryan Salame, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FTX á Bahamaeyjum. Hann gaf frambjóðendum Repúblikanaflokksins meira en 24 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða króna, fyrir kosningarnar. Salame neitar að bera vitni í máli Bankman-Frieds og ber fyrir sig rétt sinn til þess að koma ekki sök á sjálfan sig. Saksóknarar segjast hafa undir höndum skilaboð sem Salame frá því í nóvember árið 2021 þar sem hann hafi sagt að Bankman-Fried vildi grisja út bæði demókrata og repúblikana sem hefðu efasemdir um rafmyntir og að hann ætlaði líklega að nota sig sem millilið til þess að gera það repúblikanamegin. „Hann nýtti sér áhrif sín til þess að beita þingið og eftirlitsstofnanir þrýstingi til þess að styðja frumvörp og reglur sem hann taldi að gerði FTX auðveldara fyrir að taka við innistæðum viðskiptavina og vaxa,“ segir í ákærunni á hendur Bankman-Fried. Bankman-Fried segist saklaus af ákærunum á hendur honum. Dómarinn í málinu úrskurðaði að hann hefði brotið gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu með því að reyna að hafa áhrif á vitni í málinu. Sakborningurinn þarf því að dúsa í fangelsi í Brooklyn að minnsta kosti fram yfir réttarhöldin sem eiga að hefjast 2. október. Gjaldþrot FTX Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bankman-Fried er ákærður fyrir stórfelld fjársvik í tengslum við FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphöll heims, sem fór á hausinn síðasta haust. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa veitt milljörðum dollara af fjármunum viðskiptavina til annars fyrirtækis í hans eigu sem stóð í áhættufjárfestingum. Uppfærð ákæra á hendur Bankman-Fried var lögð fram fyrir alríkisdómstól í New York í gær. Í henni er hann sakaður um að hafa skipað tveimur stjórnendum FTX að komast í kringum takmörk á framlög til stjórnmálaflokka og fela uppruna fjárins. Alls hafi hann notað hundrað milljónir dollara af stolnu fé, jafnvirði rúmra þrettán milljarða króna, í kosningaframlög. Hluti ákærunnar sem snerist um meint samsæri Bankman-Frieds um að brjóta lög um framlög til stjórnmálaframboða var felldur út vegna mótmæla yfirvalda á Bahamaeyjum. Bankman-Fried var framseldur þaðan í desember en yfirvöld þar segjast aldrei hafa ætlað að framselja hann vegna kosningaframlagabrota, að því er segir í frétt Reuters. Bankman-Fried er þó áfram ákærður fyrir kosningaframlögin sem hluta af fjársvikunum og peningaþvættinu sem hann er sakaður um að hafa framið. Ætlaði sér að grisja út þingmenn sem væru á móti rafmyntum Nishad Singh, fyrrverandi yfirverkfræðingur FTX, er annar stjórnendanna sem Bankman-Fried er sagður hafa notað til þess að gefa stjórnmálaflokkunum fé. Singh játaði sig sakan um fjársvik og brot á lögum um kosningaframlög í febrúar. Hann gaf frambjóðendum Demókrataflokksins 9,7 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,3 milljarða króna, fyrir þingkosningarnar í nóvember. Hann segist hafa vitað af því að féð kæmi frá viðskiptavinum FTX. Hinn maðurinn er Ryan Salame, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FTX á Bahamaeyjum. Hann gaf frambjóðendum Repúblikanaflokksins meira en 24 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða króna, fyrir kosningarnar. Salame neitar að bera vitni í máli Bankman-Frieds og ber fyrir sig rétt sinn til þess að koma ekki sök á sjálfan sig. Saksóknarar segjast hafa undir höndum skilaboð sem Salame frá því í nóvember árið 2021 þar sem hann hafi sagt að Bankman-Fried vildi grisja út bæði demókrata og repúblikana sem hefðu efasemdir um rafmyntir og að hann ætlaði líklega að nota sig sem millilið til þess að gera það repúblikanamegin. „Hann nýtti sér áhrif sín til þess að beita þingið og eftirlitsstofnanir þrýstingi til þess að styðja frumvörp og reglur sem hann taldi að gerði FTX auðveldara fyrir að taka við innistæðum viðskiptavina og vaxa,“ segir í ákærunni á hendur Bankman-Fried. Bankman-Fried segist saklaus af ákærunum á hendur honum. Dómarinn í málinu úrskurðaði að hann hefði brotið gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu með því að reyna að hafa áhrif á vitni í málinu. Sakborningurinn þarf því að dúsa í fangelsi í Brooklyn að minnsta kosti fram yfir réttarhöldin sem eiga að hefjast 2. október.
Gjaldþrot FTX Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01