Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 18:28 Erin Patterson og grænserkssveppur, svipaður þeim sem talið er að notaður hafi verið í máltíðina sem varð fyrrverandi tengdaforeldrum hennar að bana. ABC/Getty Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. Erin Patterson bauð fjórum ættingjum fyrrverandi eiginmanns síns í mat í lok júlí síðastliðinn. Voru það foreldrar hans, Don og Gail Patterson, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar, Ian. Eftir að hafa innbyrt steikina sýndu þau öll fjögur einkenni eitrunar og létust bæði Don og Gail, sem og Heather. Ian er enn á gjörgæslu þar sem hann berst fyrir lífi sínu. Afar eitraðir sveppir Talið er að sveppirnir sem Patterson notaði í steikina hafi verið grænserkir, þekktir á ensku sem „Death cap“. Eru þeir með eitruðustu sveppum í heimi og valda meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Patterson hefur ekki verið ákærð vegna dauðsfallanna en er hún samt sem áður grunuð í málinu þar sem hún eldaði máltíðina og er sú eina sem borðaði hana án þess að verða alvarlega veik. Hún heldur því sjálf fram að hafa keypt hluta sveppanna í asískri verslun nokkrum mánuðum áður og hinn hlutann í matvörubúð skömmu fyrir matseldina. Segist saklaus Lögreglan hefur gert húsleit á heimilli Patterson og fjarlægðu hluti af heimilinu sem eru nú til rannsóknar. Lögreglan segist enn vera með opinn huga þegar kemur að því hvað átti sér stað. „Ég er eyðilögð yfir því að sveppirnir gætu hafa leitt til veikinda þeirra sem mér þykir vænt um. Ég vil endurtaka enn og aftur að ég hef enga ástæðu til þess að meiða þetta fólk sem ég elskaði,“ hefur CNN eftir Patterson. Patterson hefur átt í góðu sambandi við fyrrverandi eiginmann sinn, son Patterson-hjónanna. Saman eiga þau tvö börn sem einnig voru viðstödd máltíðina en fengu þau annan mat og urðu ekki veik. Ástralía Erlend sakamál Sveppir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Erin Patterson bauð fjórum ættingjum fyrrverandi eiginmanns síns í mat í lok júlí síðastliðinn. Voru það foreldrar hans, Don og Gail Patterson, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar, Ian. Eftir að hafa innbyrt steikina sýndu þau öll fjögur einkenni eitrunar og létust bæði Don og Gail, sem og Heather. Ian er enn á gjörgæslu þar sem hann berst fyrir lífi sínu. Afar eitraðir sveppir Talið er að sveppirnir sem Patterson notaði í steikina hafi verið grænserkir, þekktir á ensku sem „Death cap“. Eru þeir með eitruðustu sveppum í heimi og valda meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Patterson hefur ekki verið ákærð vegna dauðsfallanna en er hún samt sem áður grunuð í málinu þar sem hún eldaði máltíðina og er sú eina sem borðaði hana án þess að verða alvarlega veik. Hún heldur því sjálf fram að hafa keypt hluta sveppanna í asískri verslun nokkrum mánuðum áður og hinn hlutann í matvörubúð skömmu fyrir matseldina. Segist saklaus Lögreglan hefur gert húsleit á heimilli Patterson og fjarlægðu hluti af heimilinu sem eru nú til rannsóknar. Lögreglan segist enn vera með opinn huga þegar kemur að því hvað átti sér stað. „Ég er eyðilögð yfir því að sveppirnir gætu hafa leitt til veikinda þeirra sem mér þykir vænt um. Ég vil endurtaka enn og aftur að ég hef enga ástæðu til þess að meiða þetta fólk sem ég elskaði,“ hefur CNN eftir Patterson. Patterson hefur átt í góðu sambandi við fyrrverandi eiginmann sinn, son Patterson-hjónanna. Saman eiga þau tvö börn sem einnig voru viðstödd máltíðina en fengu þau annan mat og urðu ekki veik.
Ástralía Erlend sakamál Sveppir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira