Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 20:30 Leikmenn FCK fagna að leik loknum. Twitter@FCKobenhavn Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. Leik liðanna í Kaupmannahöfn lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að sigurvegari kvöldsins færi áfram í lokaumferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Segja má að gestirnir frá Danmörku hafi fengið sannkallaða draumabyrjun en Jordan Larsson skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Foran efter 1 5 sekunder! Pause i Prag : @gastisz #fcklive #ucl pic.twitter.com/WlNn8rVZDd— F.C. København (@FCKobenhavn) August 15, 2023 Heimamenn jöfnuðu metin eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik en það var dæmt af vegna brots. Áfram sótti Prag og á endanum komu heimamenn boltanum í netið. Það gerði Veljko Birmancevic þegar tíu mínútur lifðu leiks og þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð þurfti að framlengja. Framlengingar eru vanalega ekki skemmtilegar en fjögur mörk voru skoruð í þessari. Qazim Laci og Victor Olatunji komu heimamönnum tvívegis yfir en í bæði skiptin jafnaði varamaðurinn Viktor Claesson og staðan 3-3 þegar flautað var til loka framlengingarinnar. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu úr fjórum spyrnum á meðan tvær fóru forgörðum hjá Spörtu Prag. FCK er því komið áfram í næstu umferð þar sem Raków Częstochowa frá Póllandi bíður. Sigurvegarinn úr því einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan liðið sem tapar fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Orri Steinn kom inn skömmu eftir að Sparta Prag komst í 3-2. Lék íslenski framherjinn tæpan stundarfjórðung í kvöld. Hann tók ekki vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Meistaradeildarævintýri Klaksvíkur á enda Eftir ævintýralega framgöngu í Meistaradeild Evrópu þá er KÍ Klaksvík frá Færeyjum úr leik. Liðið tapaði 2-0 gegn Molde í Noregi eftir að fyrri leik liðanna í Færeyjum lauk með 2-1 sigri KÍ. Klaksvík fer því í einvígi um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Leik liðanna í Kaupmannahöfn lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að sigurvegari kvöldsins færi áfram í lokaumferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Segja má að gestirnir frá Danmörku hafi fengið sannkallaða draumabyrjun en Jordan Larsson skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Foran efter 1 5 sekunder! Pause i Prag : @gastisz #fcklive #ucl pic.twitter.com/WlNn8rVZDd— F.C. København (@FCKobenhavn) August 15, 2023 Heimamenn jöfnuðu metin eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik en það var dæmt af vegna brots. Áfram sótti Prag og á endanum komu heimamenn boltanum í netið. Það gerði Veljko Birmancevic þegar tíu mínútur lifðu leiks og þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð þurfti að framlengja. Framlengingar eru vanalega ekki skemmtilegar en fjögur mörk voru skoruð í þessari. Qazim Laci og Victor Olatunji komu heimamönnum tvívegis yfir en í bæði skiptin jafnaði varamaðurinn Viktor Claesson og staðan 3-3 þegar flautað var til loka framlengingarinnar. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu úr fjórum spyrnum á meðan tvær fóru forgörðum hjá Spörtu Prag. FCK er því komið áfram í næstu umferð þar sem Raków Częstochowa frá Póllandi bíður. Sigurvegarinn úr því einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan liðið sem tapar fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Orri Steinn kom inn skömmu eftir að Sparta Prag komst í 3-2. Lék íslenski framherjinn tæpan stundarfjórðung í kvöld. Hann tók ekki vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Meistaradeildarævintýri Klaksvíkur á enda Eftir ævintýralega framgöngu í Meistaradeild Evrópu þá er KÍ Klaksvík frá Færeyjum úr leik. Liðið tapaði 2-0 gegn Molde í Noregi eftir að fyrri leik liðanna í Færeyjum lauk með 2-1 sigri KÍ. Klaksvík fer því í einvígi um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki