Látum þau borða gaslýsingar Halldór Auðar Svansson skrifar 16. ágúst 2023 07:31 „Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, í viðtali um framkvæmd nýrra útlendingalaga sem nú hafa tekið gildi, með þeim afleiðingum að meðal annars mansalsþolendum var mokað út á götuna með þeim skilaboðum að staða þeirra kæmi opinberum aðilum ekki lengur nokkuð við. Að sjálfsögðu er þetta alveg rétt hjá Guðrúnu og þetta hefur alltaf verið rétt. Markmiðið með því taka þessa þjónustu af fólki sem hefur fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd er að neyða það til að sýna samstarfsvilja í því að fara úr landi og vitaskuld myndi það vinna gegn þessu markmiði ef einhver annar aðili myndi stíga inn í og veita þessa þjónustu. Þá væri enginn tilgangur með þessari lagabreytingu. Þingmenn úr stjórnarandstöðu bentu ítrekað á þetta augljósa atriði í umræðum um frumvarpið og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru heldur ekkert feimin við að segja þetta hreint út á sínum tíma. Hlutverk fulltrúa Vinstri grænna var hins vegar annað. Það fólst í því að reyna að blekkja þingheim (þar með talið sig sjálf?) með yfirlýsingum um að auðvitað myndi þessi svipting í raun ekki hafa teljandi áhrif á nokkra manneskju. Þar má taka sem dæmi ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „En varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk. Það er mat félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að 15. gr. félagsþjónustulaganna grípi fólk.“ Nýjasta gaslýsingin er síðan sú pæling Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að fá lögfræðiálit til að reyna að bjarga fólkinu sem þessi lagabreyting hefur hrakið út á götuna. Eins og þessi framkvæmd komi bara eins og einhver þruma úr heiðskíru lofti. Eins og þingmenn stjórnarandstöðu sem og margvísleg mannréttindasamtök hafi ekki varað ítrekað við því á þinginu að þetta væri í skásta falli mjög vafasamt og að það væri óráðlegt að fara út í þessa sviptingu án þess að framkvæma mat á því hvernig þetta stæðist stjórnarskrá og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eins og fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki meðvitað hafnað því að láta framkvæma slíkt mat. Eins og framkvæmdavaldið og allir ráðherrar hafi síðan alveg augljóslega gert nákvæmlega ekkert til að undirbúa framkvæmd laganna með öðrum hætti en því að láta henda fólki á götuna án þess að nokkuð tæki við. Og - enn og aftur – eins og það hafi ekki legið skýrt fyrir af hálfu fulltrúa flokksins sem vildi fá þessi lög í gegn að markmiðið með þeim væri nákvæmlega þetta. Nú má hafa alls konar skoðanir á þeirri forgangsröðun að atast í fáeinum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið höfnun en kjósa samt sem áður að hírast í þröngum húsakosti á lágmarksframfærslu án atvinnuleyfis, jafnvel í fleiri ár. Á þeirri stefnu að líta á það sem mikið prinsippmál að gera líf þessa fólks að nægilega miklu helvíti til að það geri það sem það greinlega vill alls, alls ekki gera - yfirgefi landið. Á því kaldlyndi að líta á ítrekaðan skort á ‘samstarfsvilja’ sem rosalega ósvífni sem taka þurfi á með stálhnefa, í stað þess að sjá það sem skýrt merki um algjöra örvæntingu. Á þeirri orðræðu að það sé þetta fólk sem er að valda mesta vandanum í þessu kerfi og að skjólstæðingar þessa kerfis almennt séu mesta vandamálið í samfélaginu í dag. Á þeim einstrengingshætti að geta alls ekki séð fyrir sér einhverjar aðrar lausnir fyrir allavega einhvern hluta þessa hóps, til dæmis fyrir þann hluta sem hefur ílengst hérna lengi og hefur þá augljóslega lítið til að hverfa aftur til einhvers staðar annars staðar, eða fyrir mansalsþolendur frá Nígeríu. Það er líka hægt að kjósa með þessu eða á móti því. En vitiði hvað. Það er þó allavega hægt að hafa skoðanir og kjósa á réttum forsendum þegar þetta liggur allt saman skýrt fyrir og er sagt beint út. Þegar heill flokkur tekur hins vegar að sér gaslýsingarhlutverk, þegar hann sér það sem sitt helsta hlutverk í stjórnarsamstarfi að láta eins og það sem er verið að gera sé í raun ekki það sem er verið að gera, þá er ekkert hægt annað en að fórna höndum og benda kurteisislega á að fólkið sem er núna, algjörlega fyrirsjáanlega, komið á götunna vegna samþykktar þessara nýju ólaga getur trauðla lifað á gaslýsingum - hversu brúklegar sem gaslýsingar eru til annarra hluta. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Halldór Auðar Svansson Píratar Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
„Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, í viðtali um framkvæmd nýrra útlendingalaga sem nú hafa tekið gildi, með þeim afleiðingum að meðal annars mansalsþolendum var mokað út á götuna með þeim skilaboðum að staða þeirra kæmi opinberum aðilum ekki lengur nokkuð við. Að sjálfsögðu er þetta alveg rétt hjá Guðrúnu og þetta hefur alltaf verið rétt. Markmiðið með því taka þessa þjónustu af fólki sem hefur fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd er að neyða það til að sýna samstarfsvilja í því að fara úr landi og vitaskuld myndi það vinna gegn þessu markmiði ef einhver annar aðili myndi stíga inn í og veita þessa þjónustu. Þá væri enginn tilgangur með þessari lagabreytingu. Þingmenn úr stjórnarandstöðu bentu ítrekað á þetta augljósa atriði í umræðum um frumvarpið og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru heldur ekkert feimin við að segja þetta hreint út á sínum tíma. Hlutverk fulltrúa Vinstri grænna var hins vegar annað. Það fólst í því að reyna að blekkja þingheim (þar með talið sig sjálf?) með yfirlýsingum um að auðvitað myndi þessi svipting í raun ekki hafa teljandi áhrif á nokkra manneskju. Þar má taka sem dæmi ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „En varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk. Það er mat félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að 15. gr. félagsþjónustulaganna grípi fólk.“ Nýjasta gaslýsingin er síðan sú pæling Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að fá lögfræðiálit til að reyna að bjarga fólkinu sem þessi lagabreyting hefur hrakið út á götuna. Eins og þessi framkvæmd komi bara eins og einhver þruma úr heiðskíru lofti. Eins og þingmenn stjórnarandstöðu sem og margvísleg mannréttindasamtök hafi ekki varað ítrekað við því á þinginu að þetta væri í skásta falli mjög vafasamt og að það væri óráðlegt að fara út í þessa sviptingu án þess að framkvæma mat á því hvernig þetta stæðist stjórnarskrá og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eins og fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki meðvitað hafnað því að láta framkvæma slíkt mat. Eins og framkvæmdavaldið og allir ráðherrar hafi síðan alveg augljóslega gert nákvæmlega ekkert til að undirbúa framkvæmd laganna með öðrum hætti en því að láta henda fólki á götuna án þess að nokkuð tæki við. Og - enn og aftur – eins og það hafi ekki legið skýrt fyrir af hálfu fulltrúa flokksins sem vildi fá þessi lög í gegn að markmiðið með þeim væri nákvæmlega þetta. Nú má hafa alls konar skoðanir á þeirri forgangsröðun að atast í fáeinum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið höfnun en kjósa samt sem áður að hírast í þröngum húsakosti á lágmarksframfærslu án atvinnuleyfis, jafnvel í fleiri ár. Á þeirri stefnu að líta á það sem mikið prinsippmál að gera líf þessa fólks að nægilega miklu helvíti til að það geri það sem það greinlega vill alls, alls ekki gera - yfirgefi landið. Á því kaldlyndi að líta á ítrekaðan skort á ‘samstarfsvilja’ sem rosalega ósvífni sem taka þurfi á með stálhnefa, í stað þess að sjá það sem skýrt merki um algjöra örvæntingu. Á þeirri orðræðu að það sé þetta fólk sem er að valda mesta vandanum í þessu kerfi og að skjólstæðingar þessa kerfis almennt séu mesta vandamálið í samfélaginu í dag. Á þeim einstrengingshætti að geta alls ekki séð fyrir sér einhverjar aðrar lausnir fyrir allavega einhvern hluta þessa hóps, til dæmis fyrir þann hluta sem hefur ílengst hérna lengi og hefur þá augljóslega lítið til að hverfa aftur til einhvers staðar annars staðar, eða fyrir mansalsþolendur frá Nígeríu. Það er líka hægt að kjósa með þessu eða á móti því. En vitiði hvað. Það er þó allavega hægt að hafa skoðanir og kjósa á réttum forsendum þegar þetta liggur allt saman skýrt fyrir og er sagt beint út. Þegar heill flokkur tekur hins vegar að sér gaslýsingarhlutverk, þegar hann sér það sem sitt helsta hlutverk í stjórnarsamstarfi að láta eins og það sem er verið að gera sé í raun ekki það sem er verið að gera, þá er ekkert hægt annað en að fórna höndum og benda kurteisislega á að fólkið sem er núna, algjörlega fyrirsjáanlega, komið á götunna vegna samþykktar þessara nýju ólaga getur trauðla lifað á gaslýsingum - hversu brúklegar sem gaslýsingar eru til annarra hluta. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun