Vill að talibanar verði sóttir til saka fyrir brot á rétti stúlkna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 11:13 Gordon Brown, sendifulltrí SÞ í menntamálum og fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AP/Bebeto Matthews Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum segir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir að banna stúlkum að mennta sig og stunda vinnu. Það telur hann glæp gegn mannkyninu. Talibanar hrifsuðu völdin í Afganistan fyrir tveimur árum. Þeir hafa síðan framfylgt strangri túlkun á íslömskum sjaríalögum, Samkvæmt henni er stúlkum bannað að mennta sig frekar eftir að grunnskólanámi lýkur. Konum er jafnframt bannað að vinna flest störf. Gordon Brown, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum, fordæmdi talibanastjórnina á blaðamannafundi í dag. Sakaði hann þá um að bera ábyrgð á „smánarlegustu, grimmdarlegustu og óverjandi brotum á réttindum kvenna og stúlkna í heiminum í dag“. Sagðist Brown hafa sent Karim Khan, saksóknara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, lögfræðiálit þess efnis að mannréttindabrotin á afgönskum konum og stúlkum ættu að teljast glæpur gegn mannkyninu. Dómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir þau. Þá hvatti Brown ríki þar sem múslimar eru í meirihluta til þess að senda sendinefnd klerka til Kandahar, heimaborgar Hibatullah Akhundzada, æðsta leiðtoga talibana, til þess að gera honum ljóst að bann við menntun kvenna og atvinnu eigi sér enga stoð í Kóraninum og íslam. Talibanar hafa þó látið gagnrýni á stöðu kvenna í Afganistan sér sem vind um eyru þjóta. Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði AP-fréttastofunni að engar breytingar væru í vændum. Stjórn þeirra væri jafnframt komin til að vera. Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Talibanar hrifsuðu völdin í Afganistan fyrir tveimur árum. Þeir hafa síðan framfylgt strangri túlkun á íslömskum sjaríalögum, Samkvæmt henni er stúlkum bannað að mennta sig frekar eftir að grunnskólanámi lýkur. Konum er jafnframt bannað að vinna flest störf. Gordon Brown, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum, fordæmdi talibanastjórnina á blaðamannafundi í dag. Sakaði hann þá um að bera ábyrgð á „smánarlegustu, grimmdarlegustu og óverjandi brotum á réttindum kvenna og stúlkna í heiminum í dag“. Sagðist Brown hafa sent Karim Khan, saksóknara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, lögfræðiálit þess efnis að mannréttindabrotin á afgönskum konum og stúlkum ættu að teljast glæpur gegn mannkyninu. Dómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir þau. Þá hvatti Brown ríki þar sem múslimar eru í meirihluta til þess að senda sendinefnd klerka til Kandahar, heimaborgar Hibatullah Akhundzada, æðsta leiðtoga talibana, til þess að gera honum ljóst að bann við menntun kvenna og atvinnu eigi sér enga stoð í Kóraninum og íslam. Talibanar hafa þó látið gagnrýni á stöðu kvenna í Afganistan sér sem vind um eyru þjóta. Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði AP-fréttastofunni að engar breytingar væru í vændum. Stjórn þeirra væri jafnframt komin til að vera.
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira