Vill að talibanar verði sóttir til saka fyrir brot á rétti stúlkna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 11:13 Gordon Brown, sendifulltrí SÞ í menntamálum og fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AP/Bebeto Matthews Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum segir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir að banna stúlkum að mennta sig og stunda vinnu. Það telur hann glæp gegn mannkyninu. Talibanar hrifsuðu völdin í Afganistan fyrir tveimur árum. Þeir hafa síðan framfylgt strangri túlkun á íslömskum sjaríalögum, Samkvæmt henni er stúlkum bannað að mennta sig frekar eftir að grunnskólanámi lýkur. Konum er jafnframt bannað að vinna flest störf. Gordon Brown, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum, fordæmdi talibanastjórnina á blaðamannafundi í dag. Sakaði hann þá um að bera ábyrgð á „smánarlegustu, grimmdarlegustu og óverjandi brotum á réttindum kvenna og stúlkna í heiminum í dag“. Sagðist Brown hafa sent Karim Khan, saksóknara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, lögfræðiálit þess efnis að mannréttindabrotin á afgönskum konum og stúlkum ættu að teljast glæpur gegn mannkyninu. Dómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir þau. Þá hvatti Brown ríki þar sem múslimar eru í meirihluta til þess að senda sendinefnd klerka til Kandahar, heimaborgar Hibatullah Akhundzada, æðsta leiðtoga talibana, til þess að gera honum ljóst að bann við menntun kvenna og atvinnu eigi sér enga stoð í Kóraninum og íslam. Talibanar hafa þó látið gagnrýni á stöðu kvenna í Afganistan sér sem vind um eyru þjóta. Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði AP-fréttastofunni að engar breytingar væru í vændum. Stjórn þeirra væri jafnframt komin til að vera. Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Skóla - og menntamál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Talibanar hrifsuðu völdin í Afganistan fyrir tveimur árum. Þeir hafa síðan framfylgt strangri túlkun á íslömskum sjaríalögum, Samkvæmt henni er stúlkum bannað að mennta sig frekar eftir að grunnskólanámi lýkur. Konum er jafnframt bannað að vinna flest störf. Gordon Brown, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum, fordæmdi talibanastjórnina á blaðamannafundi í dag. Sakaði hann þá um að bera ábyrgð á „smánarlegustu, grimmdarlegustu og óverjandi brotum á réttindum kvenna og stúlkna í heiminum í dag“. Sagðist Brown hafa sent Karim Khan, saksóknara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, lögfræðiálit þess efnis að mannréttindabrotin á afgönskum konum og stúlkum ættu að teljast glæpur gegn mannkyninu. Dómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir þau. Þá hvatti Brown ríki þar sem múslimar eru í meirihluta til þess að senda sendinefnd klerka til Kandahar, heimaborgar Hibatullah Akhundzada, æðsta leiðtoga talibana, til þess að gera honum ljóst að bann við menntun kvenna og atvinnu eigi sér enga stoð í Kóraninum og íslam. Talibanar hafa þó látið gagnrýni á stöðu kvenna í Afganistan sér sem vind um eyru þjóta. Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði AP-fréttastofunni að engar breytingar væru í vændum. Stjórn þeirra væri jafnframt komin til að vera.
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Skóla - og menntamál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira