Virðast vera aðeins meira en bara vinir Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 09:46 Drake og Sexyy Red hafa verið ansi náin á myndum sem þau hafa birt af sér saman. Instagram Rappararnir Drake og Sexyy Red hafa enn á ný kynnt undir orðróm þess efnis að þau séu aðeins meira en bara vinir. Hin 25 ára Sexyy Red (Kyynþokkafull rauð á íslensku), réttu nafni Janae Nierah Wherry, er lítt þekkt stærð en hefur vakið athygli undanfarið í rappheimum vegna laga á borð við „Pound Town“ og „Shake Sumn“. Fyrr í mánuðinum bættist hún við tónleikaferðalag Drake, It's All a Blur, þar sem hún hitar upp fyrir rapparann kanadíska. Þau höfðu hins vegar kynnst fyrir það þegar Drake spilaði á tónleikaferðalagi sínu í Brooklyn í New York þann 19. júlí. Eftir tónleikana birti Drake mynd af sér á Instagram með Sexyy Red. Á myndinni kyssir Drake hana á hálsinn á meðan hún heldur um höfuð hans. Drake kyssir Sexyy Red á hálsinn baksviðs í Brooklyn.Instagram Við færsluna skrifaði Drake „Kynntist rétt í þessu réttmætri eiginkonu minni @sexyyred.“ Nú hafa þau aftur birt mynd af sér saman á tónleikaferðalaginu. Í þetta skiptið birti Sexyy Red tvær myndir af þeim saman á Instagram þar sem þau eru baksviðs eftir tónleika Drake í Inglewood í Los Angeles. Á myndunum heldur Drake utan um rapparann rauðhærða á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina, bæði með bossann út í loftið og þar sem hún mundar löngutöng. Í myndatexta við myndina lýsti hún Drake sem „manni sínum“. Drake heldur um Sexyy Red á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina.Instagram Það er því spurning hvort parið sé að slá sér upp eða séu bara svona hrikalega góðir vinir. Ástarlíf Drake hefur verið býsna flókið í gegnum tíðina og hefur hann sjaldan enst lengi með hverri kærustu. Hver veit nema hann hafi fundið þá einu réttu í þetta skiptið. Hér fyrir neðan er tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Pound Town“ sem kom Sexyy Red á kortið: Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Hin 25 ára Sexyy Red (Kyynþokkafull rauð á íslensku), réttu nafni Janae Nierah Wherry, er lítt þekkt stærð en hefur vakið athygli undanfarið í rappheimum vegna laga á borð við „Pound Town“ og „Shake Sumn“. Fyrr í mánuðinum bættist hún við tónleikaferðalag Drake, It's All a Blur, þar sem hún hitar upp fyrir rapparann kanadíska. Þau höfðu hins vegar kynnst fyrir það þegar Drake spilaði á tónleikaferðalagi sínu í Brooklyn í New York þann 19. júlí. Eftir tónleikana birti Drake mynd af sér á Instagram með Sexyy Red. Á myndinni kyssir Drake hana á hálsinn á meðan hún heldur um höfuð hans. Drake kyssir Sexyy Red á hálsinn baksviðs í Brooklyn.Instagram Við færsluna skrifaði Drake „Kynntist rétt í þessu réttmætri eiginkonu minni @sexyyred.“ Nú hafa þau aftur birt mynd af sér saman á tónleikaferðalaginu. Í þetta skiptið birti Sexyy Red tvær myndir af þeim saman á Instagram þar sem þau eru baksviðs eftir tónleika Drake í Inglewood í Los Angeles. Á myndunum heldur Drake utan um rapparann rauðhærða á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina, bæði með bossann út í loftið og þar sem hún mundar löngutöng. Í myndatexta við myndina lýsti hún Drake sem „manni sínum“. Drake heldur um Sexyy Red á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina.Instagram Það er því spurning hvort parið sé að slá sér upp eða séu bara svona hrikalega góðir vinir. Ástarlíf Drake hefur verið býsna flókið í gegnum tíðina og hefur hann sjaldan enst lengi með hverri kærustu. Hver veit nema hann hafi fundið þá einu réttu í þetta skiptið. Hér fyrir neðan er tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Pound Town“ sem kom Sexyy Red á kortið:
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira