Allt jafnt í markaleik á Nesinu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 21:10 Fjölnismenn eru á toppi Lengjudeildarinnar. Vísir/Vilhelm Grótta og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í lokaleik 17. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar eftir jafnteflið. Það er farið að síga á seinni hluta deildakeppninnar í Lengjudeild karla. Spennan er að magnast á toppnum og eftir fyrstu fimm leikina sem fóru fram í kvöld er Afturelding aðeins með eins stigs forystu á toppi deildarinnar. Í ár verður spiluð úrslitakeppni í Lengjudeildinni. Efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina en liðin í 2. -5. sæti spila úrslitakeppni um hitt lausa sætið í efstu deild. Í síðasta leik umferðarinnar í kvöld mættust Grótta og Fjölnir á Seltjarnarnesi. Sigurður Steinar Björnsson og Gabríel Hrannar Eyjólfsson komu Gróttu í 2-0 með mörkum í upphafi hvors hálfleiks. Fjölnir náði hins vegar að jafna með tveimur mörkum með skömmu millibili í síðari hálfleik. Bjarni Gunnarsson skoraði fyrst á 69. mínútu og Bjarni Þór Hafstein jafnaði þremur mínútum síðar. Þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Fjölnir síðan víti sem Bjarni Gunnarsson skoraði úr og virtist vera að tryggja sigur Fjölnis. Öll sagan var hins vegar ekki sögð. Þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Arnar Þór Helgason metin fyrir Gróttu og tryggði þeim eitt stig. Lokatölur 3-3 og Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er sex stigum á eftir ÍA og sjö stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Grótta er fallið niður í 8. sæti eftir leiki kvöldsins en bæði Grindavík og Þór fóru uppfyrir Seltirninga eftir sigra í kvöld. Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Það er farið að síga á seinni hluta deildakeppninnar í Lengjudeild karla. Spennan er að magnast á toppnum og eftir fyrstu fimm leikina sem fóru fram í kvöld er Afturelding aðeins með eins stigs forystu á toppi deildarinnar. Í ár verður spiluð úrslitakeppni í Lengjudeildinni. Efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina en liðin í 2. -5. sæti spila úrslitakeppni um hitt lausa sætið í efstu deild. Í síðasta leik umferðarinnar í kvöld mættust Grótta og Fjölnir á Seltjarnarnesi. Sigurður Steinar Björnsson og Gabríel Hrannar Eyjólfsson komu Gróttu í 2-0 með mörkum í upphafi hvors hálfleiks. Fjölnir náði hins vegar að jafna með tveimur mörkum með skömmu millibili í síðari hálfleik. Bjarni Gunnarsson skoraði fyrst á 69. mínútu og Bjarni Þór Hafstein jafnaði þremur mínútum síðar. Þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Fjölnir síðan víti sem Bjarni Gunnarsson skoraði úr og virtist vera að tryggja sigur Fjölnis. Öll sagan var hins vegar ekki sögð. Þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Arnar Þór Helgason metin fyrir Gróttu og tryggði þeim eitt stig. Lokatölur 3-3 og Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er sex stigum á eftir ÍA og sjö stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Grótta er fallið niður í 8. sæti eftir leiki kvöldsins en bæði Grindavík og Þór fóru uppfyrir Seltirninga eftir sigra í kvöld.
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira