Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 11:42 Kona sem er kominn á steypirinn býr sig undir að yfirgefa Hay River í Norðvesturhéruðum ásamt fjölskyldu sinni. Stór hluti íbúa fylkisins hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda. AP/Jason Franson/The Canadian Press Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. Fleiri en tvö hundruð gróðureldar loga nú í Norðvesturhéruðunum og var neyðarástandi lýst yfir á þriðjudagskvöld, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar er búið að rýma bæi og þorp þar sem um 6.800 manns búa, um fimmtán prósent íbúa héraðsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Íbúi í Hay River sagði CBC í Kanada að bíll hans hefði byrjað að bráðna undan hitanum þegar fjölskyldan ók í gegnum glóðir á leið sinni út úr bænum. Íbúar Yellowknife, höfuðstaðar fylkisins þar sem um 20.000 manns búa, er nú gert að yfirgefa heimili sín fyrir hádegi á morgun að staðartíma. Þeir sem ekki hafa kost á að fara með bíl er boðið að skrá sig í skipulagðar flugferðir samkvæmt fylkissyfirvöldum. Eldarnir voru um sautján kílómetra frá bæjarmörkunum í gær. Rýmingarskipunin sem var gefin í gærkvöldi gildir fyrir Yellowknife og tvö frumbyggjasamfélög í grenndinni. Shane Thompson, ráðherra í fylkisstjórninni, segir bæinn ekki í bráðri hættu eins og er og íbúar hafi enn rúman tíma til þess að koma sér þaðan. Rigni ekki gætu eldarnir þó náð að Yellowknife um helgina. Kanadíski herinn skipuleggur loftbrúna sem er sögð sú umfangsmesta í sögu Norðvesturhéraðanna. Flestir þeirra brottfluttu hafa verið færðir suður til nágrannafylkisins Alberta en óljóst er hvenær þeir geta snúið til síns heima. Metfjöldi gróðurelda logar nú í Kanada, alls 1.067 talsins í gær. Meira en 21.000 ferkílómetrar lands hafa orðið eldunum að bráð. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð gróðureldar loga nú í Norðvesturhéruðunum og var neyðarástandi lýst yfir á þriðjudagskvöld, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar er búið að rýma bæi og þorp þar sem um 6.800 manns búa, um fimmtán prósent íbúa héraðsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Íbúi í Hay River sagði CBC í Kanada að bíll hans hefði byrjað að bráðna undan hitanum þegar fjölskyldan ók í gegnum glóðir á leið sinni út úr bænum. Íbúar Yellowknife, höfuðstaðar fylkisins þar sem um 20.000 manns búa, er nú gert að yfirgefa heimili sín fyrir hádegi á morgun að staðartíma. Þeir sem ekki hafa kost á að fara með bíl er boðið að skrá sig í skipulagðar flugferðir samkvæmt fylkissyfirvöldum. Eldarnir voru um sautján kílómetra frá bæjarmörkunum í gær. Rýmingarskipunin sem var gefin í gærkvöldi gildir fyrir Yellowknife og tvö frumbyggjasamfélög í grenndinni. Shane Thompson, ráðherra í fylkisstjórninni, segir bæinn ekki í bráðri hættu eins og er og íbúar hafi enn rúman tíma til þess að koma sér þaðan. Rigni ekki gætu eldarnir þó náð að Yellowknife um helgina. Kanadíski herinn skipuleggur loftbrúna sem er sögð sú umfangsmesta í sögu Norðvesturhéraðanna. Flestir þeirra brottfluttu hafa verið færðir suður til nágrannafylkisins Alberta en óljóst er hvenær þeir geta snúið til síns heima. Metfjöldi gróðurelda logar nú í Kanada, alls 1.067 talsins í gær. Meira en 21.000 ferkílómetrar lands hafa orðið eldunum að bráð.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira