Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 0-3 | Öruggur sigur Vals á Króknum Arnar Skúli Atlason skrifar 20. ágúst 2023 19:45 Arna Sif skoraði eitt af þremur mörkum Vals. Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar Vals fóru í góða ferð á Sauðárkrók í 17. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 0-3 og gott gengi ríkjandi Íslandsmeistara Vals heldur áfram. Það var kalt á Sauðárkróki í dag þegar Tindastóll tók á móti Val í Bestu deild kvenna. Tindastóll í hörku baráttu í neðri hluta deildarinnar og sátu í 8 sæti með 18 stig, gestirnir af Hlíðarenda hins vegar á toppi deildarinnar með 36 stig og gátu aukið forskotið á Breiðablik upp í 5 stig með sigri hérna í dag. Leikurinn byrjaði heldur fjörlega því Ásdís Karen var nálægt því að skora strax í fyrstu sókn Valsara, það kom fyrirgjöf inn á teig Tindastóls og boltinn barst á Ásdísi en Monica varði heldur betur vel í markinu og Tindastóll komu boltanum í burtu. Það gerðist ekki margt markvert næstu mínúturnar, mikill vindur var á og leikmenn áttu erfitt með að hemja boltann. Valur samt sem áður ívið sterkari. Amanda Andradóttir og Ásdís Karen voru að skapa ógnir fyrir Val en hjá Tindastól var það Murielle að ná að búa til með hraða sínum og krafti. En leikurinn í góðu jafnvægi og liðin ekki að skapa nein hættuleg marktækifæri En það dróg til tíðinda á 37 mínútu en þá lét Valur boltann ganga vel á milli sín og eftir frábært spil fær Lára Pedersen boltann úti vinstra megin og kemur boltanum inn á teiginn og eftir smá barning í teignum barst boltinn á Amöndu Andradóttir og hún átti lúmskt skot að marki Tindastóls sem endaði í netinu og staðan orðinn 1-0 fyrir Val þar sem lítið hafði verið í gagni. Valur lét kné fylgja kviðið en strax í næstu sókn settu þær Tindastól undir pressu og unnu hornspyrnu. Ásdís Karen setti boltann inn á teig Tindastóls þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir reis hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Tvö mörk á tveimur mínútum hjá Val í leik sem hafði verið í jafn og lítið um opin færi. Eftir seinna mark Vals fjaraði hálfleikurinn út án þess að nokkuð gerðist og Valur leiddi 2-0 í hálfleik í kuldanum á Sauðárkrók. Tindastóll hóf leik í seinni hálfleik og byrjaði sterkar, kraftur og barátta í liðinu, Hugrún Pálsdóttir kom inn í liði Tindastóls fyrir Aldísi Maríu og Tindastóll setti pressu á Val og freistaði því að skora og var það Hugrún sem fékk fyrsta færi seinni hálfleiksins, eftir flottan undirbúning fékk hún boltann í miðjum teignum og átti skot sem fór í varnarmann Vals og aftur fyrir, ekkert varð úr horninu. Pressa Tindastóls hélt áfram, Murielle var að búa mikið til og hún komst upp hægra megin og setti boltann inn á teig Vals og Beatriz lagði boltann út á Hannah Cade sem átti hörkuskot í varnarmann og Valskonur heppnar að Tindastóll minnkaði ekki muninn. Valur vaknaði til lífsins og Fanndís Friðriksdóttir kom inn á og leikurinn breyttist, Fanndís var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hún fékk boltann úti á vinstri kantinum og sendi boltann fyrir og þar kom Ásdís á fleygiferð og stakk sér fram fyrir varnarmenn Tindastóls og kláraði fram hjá Monica í Tindastóll og staðan orðinn 3-0 fyrir Val og eftir þetta tóku þeir öll völd á vellinum og litu aldrei um öxl. Nokkur færi litu dagsins ljós hjá Val seinustu mínúturnar en inn vildi boltinn ekki og Valur sigldi öruggum sigri í hús í dag og jók forustuna í toppnum í 5 stig. Af hverju vann Valur? Gæðin á seinasta þriðjung skein í gegn, eru með marga landsliðsmenn og leikmenn sem hafa spilað lengi á mjög háu leveli og þar lá munurinn í dag, fengu ekki mörg færi en mörkin voru þrjú og þær voru heilt yfir betri í dag Hverjar stóðu upp úr? Ótrúlega góð liðsframmistaða hjá Val í dag, Varnarmenn Vals réðu vel við Murielle hjá Tindastól. Berglind og Lára stjórnuðu hraða leiksins vel og með Ásdísi og Amöndu til að búa eitthvað til framávið og nýttu færin sín vel. Hvað gekk illa? Tindastóll fékk færi en náði ekki að klára þau. Enginn átti slæman dag, Valur nýtti bara sína séns en ekki Tindastóll. Veðrið fær falleinkunn, kalt og mikill vindur Hvað gerist næst? Tindastóll tekur á móti Þór/KA á heimavelli í seinasta deildarleik sumarsins á meðan Valur tekur á móti Keflavík í lokaleik deildarinnar áður en liðin fara í úrslitakeppnina. Báðir leikirnir 27. ágúst klukkan 14:00. Setur pressu á úrslitakeppnina yfir höfuð Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Vilhelm „Fullt af góðum köflum, fengum ekki horn á móti Þrótt en fengum töluvert af hornum í dag. Áttum fullt af góðum spilköflum, náðum að færa boltann oft á milli kanta og halda vel í hann. Hefðum viljað geta gert það aðeins betur en fullt af köflum sem voru góðir hjá okkur í dag,“ sagði þjálfara Stólanna aðspurður hvað hans lið tæki út úr leik dagsins. Keflavík og ÍBV taka bæði stig í dag, setur það aukapressu á ykkur? „Það setur pressu á úrslitakeppnina yfir höfuð, ég held að þetta sé bara skemmtilegt fyrir úrslitakeppnina, það er einn leikur eftir í deildinni og við tökum úrslitakeppnina næst, það er Þór/KA í næsta leik og það er grannaslagur, við reynum að blása til góðra veislu og tökum vel á móti Þór/KA þegar þær koma til okkar. Ætlum að fara alla leið Íslansmeistararnir Matthías Guðmundsson og Pétur Pétursson.Vísir/Tjörvi Týr Hvað taki þið út úr þessum leik: „Bara frábær þrjú stig í erfiðum leik. Tindastóll mjög góðar í seinni hálfleik, þær reyndu á okkur en þetta er sterkur sigur.“ „Spila okkar leik ásamt því að stoppa Murielle og sóknirnar sem fara í gegnum hana, það gekk vel,“ sagði Matthías um upplegg Vals. „Þetta er bara næsti leikur á móti Keflavík, ætlum að fara alla leið í þessu og þá þurfum við bara að vinna okkar leiki.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tindastóll
Íslandsmeistarar Vals fóru í góða ferð á Sauðárkrók í 17. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 0-3 og gott gengi ríkjandi Íslandsmeistara Vals heldur áfram. Það var kalt á Sauðárkróki í dag þegar Tindastóll tók á móti Val í Bestu deild kvenna. Tindastóll í hörku baráttu í neðri hluta deildarinnar og sátu í 8 sæti með 18 stig, gestirnir af Hlíðarenda hins vegar á toppi deildarinnar með 36 stig og gátu aukið forskotið á Breiðablik upp í 5 stig með sigri hérna í dag. Leikurinn byrjaði heldur fjörlega því Ásdís Karen var nálægt því að skora strax í fyrstu sókn Valsara, það kom fyrirgjöf inn á teig Tindastóls og boltinn barst á Ásdísi en Monica varði heldur betur vel í markinu og Tindastóll komu boltanum í burtu. Það gerðist ekki margt markvert næstu mínúturnar, mikill vindur var á og leikmenn áttu erfitt með að hemja boltann. Valur samt sem áður ívið sterkari. Amanda Andradóttir og Ásdís Karen voru að skapa ógnir fyrir Val en hjá Tindastól var það Murielle að ná að búa til með hraða sínum og krafti. En leikurinn í góðu jafnvægi og liðin ekki að skapa nein hættuleg marktækifæri En það dróg til tíðinda á 37 mínútu en þá lét Valur boltann ganga vel á milli sín og eftir frábært spil fær Lára Pedersen boltann úti vinstra megin og kemur boltanum inn á teiginn og eftir smá barning í teignum barst boltinn á Amöndu Andradóttir og hún átti lúmskt skot að marki Tindastóls sem endaði í netinu og staðan orðinn 1-0 fyrir Val þar sem lítið hafði verið í gagni. Valur lét kné fylgja kviðið en strax í næstu sókn settu þær Tindastól undir pressu og unnu hornspyrnu. Ásdís Karen setti boltann inn á teig Tindastóls þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir reis hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Tvö mörk á tveimur mínútum hjá Val í leik sem hafði verið í jafn og lítið um opin færi. Eftir seinna mark Vals fjaraði hálfleikurinn út án þess að nokkuð gerðist og Valur leiddi 2-0 í hálfleik í kuldanum á Sauðárkrók. Tindastóll hóf leik í seinni hálfleik og byrjaði sterkar, kraftur og barátta í liðinu, Hugrún Pálsdóttir kom inn í liði Tindastóls fyrir Aldísi Maríu og Tindastóll setti pressu á Val og freistaði því að skora og var það Hugrún sem fékk fyrsta færi seinni hálfleiksins, eftir flottan undirbúning fékk hún boltann í miðjum teignum og átti skot sem fór í varnarmann Vals og aftur fyrir, ekkert varð úr horninu. Pressa Tindastóls hélt áfram, Murielle var að búa mikið til og hún komst upp hægra megin og setti boltann inn á teig Vals og Beatriz lagði boltann út á Hannah Cade sem átti hörkuskot í varnarmann og Valskonur heppnar að Tindastóll minnkaði ekki muninn. Valur vaknaði til lífsins og Fanndís Friðriksdóttir kom inn á og leikurinn breyttist, Fanndís var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hún fékk boltann úti á vinstri kantinum og sendi boltann fyrir og þar kom Ásdís á fleygiferð og stakk sér fram fyrir varnarmenn Tindastóls og kláraði fram hjá Monica í Tindastóll og staðan orðinn 3-0 fyrir Val og eftir þetta tóku þeir öll völd á vellinum og litu aldrei um öxl. Nokkur færi litu dagsins ljós hjá Val seinustu mínúturnar en inn vildi boltinn ekki og Valur sigldi öruggum sigri í hús í dag og jók forustuna í toppnum í 5 stig. Af hverju vann Valur? Gæðin á seinasta þriðjung skein í gegn, eru með marga landsliðsmenn og leikmenn sem hafa spilað lengi á mjög háu leveli og þar lá munurinn í dag, fengu ekki mörg færi en mörkin voru þrjú og þær voru heilt yfir betri í dag Hverjar stóðu upp úr? Ótrúlega góð liðsframmistaða hjá Val í dag, Varnarmenn Vals réðu vel við Murielle hjá Tindastól. Berglind og Lára stjórnuðu hraða leiksins vel og með Ásdísi og Amöndu til að búa eitthvað til framávið og nýttu færin sín vel. Hvað gekk illa? Tindastóll fékk færi en náði ekki að klára þau. Enginn átti slæman dag, Valur nýtti bara sína séns en ekki Tindastóll. Veðrið fær falleinkunn, kalt og mikill vindur Hvað gerist næst? Tindastóll tekur á móti Þór/KA á heimavelli í seinasta deildarleik sumarsins á meðan Valur tekur á móti Keflavík í lokaleik deildarinnar áður en liðin fara í úrslitakeppnina. Báðir leikirnir 27. ágúst klukkan 14:00. Setur pressu á úrslitakeppnina yfir höfuð Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Vilhelm „Fullt af góðum köflum, fengum ekki horn á móti Þrótt en fengum töluvert af hornum í dag. Áttum fullt af góðum spilköflum, náðum að færa boltann oft á milli kanta og halda vel í hann. Hefðum viljað geta gert það aðeins betur en fullt af köflum sem voru góðir hjá okkur í dag,“ sagði þjálfara Stólanna aðspurður hvað hans lið tæki út úr leik dagsins. Keflavík og ÍBV taka bæði stig í dag, setur það aukapressu á ykkur? „Það setur pressu á úrslitakeppnina yfir höfuð, ég held að þetta sé bara skemmtilegt fyrir úrslitakeppnina, það er einn leikur eftir í deildinni og við tökum úrslitakeppnina næst, það er Þór/KA í næsta leik og það er grannaslagur, við reynum að blása til góðra veislu og tökum vel á móti Þór/KA þegar þær koma til okkar. Ætlum að fara alla leið Íslansmeistararnir Matthías Guðmundsson og Pétur Pétursson.Vísir/Tjörvi Týr Hvað taki þið út úr þessum leik: „Bara frábær þrjú stig í erfiðum leik. Tindastóll mjög góðar í seinni hálfleik, þær reyndu á okkur en þetta er sterkur sigur.“ „Spila okkar leik ásamt því að stoppa Murielle og sóknirnar sem fara í gegnum hana, það gekk vel,“ sagði Matthías um upplegg Vals. „Þetta er bara næsti leikur á móti Keflavík, ætlum að fara alla leið í þessu og þá þurfum við bara að vinna okkar leiki.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti