Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 10:58 Bílaröð við bensínstöð við eina veginn suður frá Yellowknife í Norðurvesturhéruðum Kanada. AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. Hundruð elda brenna nú í strjálbýlum Norðvesturhéruðunum en einn þeirra stefnir á Yellowknife. Hann var um sextán kílómetra frá norðurenda bæjarins í gær. Slökkviliðsflugvélar eru nú notaðar til þess að sleppa vatni á eldinn við Yellowknife úr lofti. Hermenn vinna jafnframt að því að ryðja skóg til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Yfirvöld óttuðust að sterkur norðlægur vindur ætti eftir að beina eldinum að einu hraðbrautinni sem liggur burt frá eldunum. Bíll við bíl var á hraðbrautinni þegar bæjarbúar komu sér undan áður en frestur til þess rennur út í hádeginu að staðartíma í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fimmtán hundruð manns voru fluttir burt með tíu flugvélum í gær. Í dag stendur til að flytja 1.800 manns til viðbótar í 22 flugferðum. Rebecca Alty, bæjarstjóri í Yellowknife, sagði að eldurinn sjálfur væri ekki eina áhyggjuefnið. „Í ljósi þykks reyks sem er á leiðinni hvetjum við alla íbúa til þess að yfirgefa bæinn eins fljótt og hægt er,“ sagði Alty í gær. Hermenn gerðu rjóður til þess að freista þess að hægja á eldinum sem brennur við Yellowknife á miðvikudag.AP/Master Cpl. Alana Morin/Kanadíski herinn/The Canadian Press/A Óvenjulegir þurrkar Eldarnir hafa nú þegar valdið miklu tjóni í Norðvesturhéruðunum. Smábærinn Enterprise brann nánast til grunna en ekkert manntjón varð þó. Um 6.800 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu. Shane Thompson, umhverfisráðherra Norðvesturhéraðanna, segir að útlit sé fyrir að allt að 65 prósent um 46.000 íbúa fylkisins þurfi að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þremur fjöldahjálpastöðvum hefur verið komið upp fyrir flóttafólkið í nágrannaríkinu Alberta. Um 1.100 kílómetra leið er frá Yellowknife að þeirri sem er næst. Metfjöldi gróðurelda geisar nú í Kanada. Það sem af er ári hafa fleiri en 5.700 eldar kviknað og brennt meira en 137.000 ferkílómetra lands víðs vegar um landið. Í gærkvöldi geisuðu enn 1.046 eldar, um helmingur þeirra stjórnlaust. Yfirvöld segja að langvarandi þurrkur eigi þátt í fjölda og ákafa eldanna í ár. Hitabylgjur hafa bætt gráu ofan á svart. Óvenjuþurrt hefur verið víða um Kanada. Frestur til þess að rýma Yellowknife er til hádegis í dag. Íbúar voru þó hvattir til að koma sér burt tímanalega af ótta við að eldur eða reykur gæti tept einu leiðina út úr bænum til suðurs.AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Veit ekki hvort hún komi heim aftur Bílalestin frá Yellowknife var löng í gær. Linda Croft, starfsmaður bensínstöðvar um þrjú hundruð kílómetra suður af bænum segir að röðin eftir eldsneyti þar hafi verið mögnuð. „Það sér ekki fyrir endann á henni,“ sagði Croft við AP. Angela Canning, íbúi Yellowknife, pakkaði mikilvægum skjölum, munum með tilfiningalegt gildi og nauðsynjum í húsbíl sinn með tveimur hundum sínum. Eiginmaður hennar varð eftir sem nauðsynlegur starfsmaður. „Ég er virkilega kvíðin og hrædd. Ég er í uppnámi, ég er í áfalli. Ég veit ekki hvað bíður mín þegar ég kem aftur heim eða hvort ég komi heim, Það er svo mikil óvissa hérna,“ sagði hún. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Hundruð elda brenna nú í strjálbýlum Norðvesturhéruðunum en einn þeirra stefnir á Yellowknife. Hann var um sextán kílómetra frá norðurenda bæjarins í gær. Slökkviliðsflugvélar eru nú notaðar til þess að sleppa vatni á eldinn við Yellowknife úr lofti. Hermenn vinna jafnframt að því að ryðja skóg til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Yfirvöld óttuðust að sterkur norðlægur vindur ætti eftir að beina eldinum að einu hraðbrautinni sem liggur burt frá eldunum. Bíll við bíl var á hraðbrautinni þegar bæjarbúar komu sér undan áður en frestur til þess rennur út í hádeginu að staðartíma í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fimmtán hundruð manns voru fluttir burt með tíu flugvélum í gær. Í dag stendur til að flytja 1.800 manns til viðbótar í 22 flugferðum. Rebecca Alty, bæjarstjóri í Yellowknife, sagði að eldurinn sjálfur væri ekki eina áhyggjuefnið. „Í ljósi þykks reyks sem er á leiðinni hvetjum við alla íbúa til þess að yfirgefa bæinn eins fljótt og hægt er,“ sagði Alty í gær. Hermenn gerðu rjóður til þess að freista þess að hægja á eldinum sem brennur við Yellowknife á miðvikudag.AP/Master Cpl. Alana Morin/Kanadíski herinn/The Canadian Press/A Óvenjulegir þurrkar Eldarnir hafa nú þegar valdið miklu tjóni í Norðvesturhéruðunum. Smábærinn Enterprise brann nánast til grunna en ekkert manntjón varð þó. Um 6.800 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu. Shane Thompson, umhverfisráðherra Norðvesturhéraðanna, segir að útlit sé fyrir að allt að 65 prósent um 46.000 íbúa fylkisins þurfi að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þremur fjöldahjálpastöðvum hefur verið komið upp fyrir flóttafólkið í nágrannaríkinu Alberta. Um 1.100 kílómetra leið er frá Yellowknife að þeirri sem er næst. Metfjöldi gróðurelda geisar nú í Kanada. Það sem af er ári hafa fleiri en 5.700 eldar kviknað og brennt meira en 137.000 ferkílómetra lands víðs vegar um landið. Í gærkvöldi geisuðu enn 1.046 eldar, um helmingur þeirra stjórnlaust. Yfirvöld segja að langvarandi þurrkur eigi þátt í fjölda og ákafa eldanna í ár. Hitabylgjur hafa bætt gráu ofan á svart. Óvenjuþurrt hefur verið víða um Kanada. Frestur til þess að rýma Yellowknife er til hádegis í dag. Íbúar voru þó hvattir til að koma sér burt tímanalega af ótta við að eldur eða reykur gæti tept einu leiðina út úr bænum til suðurs.AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Veit ekki hvort hún komi heim aftur Bílalestin frá Yellowknife var löng í gær. Linda Croft, starfsmaður bensínstöðvar um þrjú hundruð kílómetra suður af bænum segir að röðin eftir eldsneyti þar hafi verið mögnuð. „Það sér ekki fyrir endann á henni,“ sagði Croft við AP. Angela Canning, íbúi Yellowknife, pakkaði mikilvægum skjölum, munum með tilfiningalegt gildi og nauðsynjum í húsbíl sinn með tveimur hundum sínum. Eiginmaður hennar varð eftir sem nauðsynlegur starfsmaður. „Ég er virkilega kvíðin og hrædd. Ég er í uppnámi, ég er í áfalli. Ég veit ekki hvað bíður mín þegar ég kem aftur heim eða hvort ég komi heim, Það er svo mikil óvissa hérna,“ sagði hún.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42