FIMAK stefnir í gjaldþrot og bærinn reynir að þvinga sameiningu Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 12:20 Fimleikafélag Akureyrar er með aðstöðu í íþróttamiðstöð Giljaskóla á Akureyri. Já.is Fimleikafélag Akureyrar (FIMAK) glímir við umtalsverða fjárhagserfiðleika og mun að óbreyttu lýsa sig gjaldþrota. Fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum en til stendur að ráða þá aftur í haust. Útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir 20 milljónir króna í lok sumars. Stjórnarformaður segir að fimleikastarf muni halda áfram í bænum. Akureyrarbær hyggst ekki leggja félaginu til aukið fé en hefur samþykkt að aðstoða með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að fimleikafélagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Þetta kemur fram í fundarferð frá félagsfundi FIMAK sem haldinn var 8. ágúst en Vikublaðið greindi fyrst frá. Þar segir að slæm skuldastaða hafi komið í ljós eftir að stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við vorsýningu sem fram fór í júní en ný stjórn tók við félaginu 16. maí. Reyndu að hækka yfirdráttinn Farið var í viðræður við Landsbankann um að hækka yfirdráttarheimild félagsins sem stendur nú í sex milljónum króna en skiluðu þær engum árangri. Einnig leitaði stjórn til Fimleikasambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, sem er tengiliður íþróttafélaga við bæjaryfirvöld og veitir þeim ýmsan fjárhagslegan stuðning. Að sögn stjórnar FIMAK var þeim gert ljóst að enga fjárhagsaðstoð væri þar að fá og var í kjölfarið ákveðið að segja upp fjórum fastráðnum starfsmönnum FIMAK. Stefnt er að því að ráða þá aftur 1. september, að sögn stjórnarformanns. Akureyrarbær hyggst ekki koma félaginu til bjargar.vísir/vilhelm Næst var rætt við fulltrúa Akureyrarbæjar sem tilkynntu að sveitarfélagið væri ekki tilbúið að færa félaginu aukið fjármagn. „Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota,“ segir í fundargerð. Bæjaryfirvöld hafi svo samþykkt að hlaupa undir bagga með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið í sameiningarviðræður. Að sögn stjórnar eru viðræður hafnar bæði við íþróttafélögin Þór og KA en þær sagðar á algeru byrjunarstigi. Sameining var til umræðu árið 2018 en þáverandi stjórn ákvað að binda enda á þær viðræður. Eru bjartsýn á að þetta reddist „Það verða alltaf fimleikar á Akureyri, það er bara hver ætlar að koma að því af þessum félögum og hvernig Akureyrarbær ætlar að aðstoða við það,“ segir Sonja Dagsdóttir, formaður stjórnar FIMAK. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja laun starfsmanna og halda starfinu áfram sem sé þegar hafið aftur eftir sumarfrí. Hún segir að félagið sé enn með fjóra fastráðna starfsmenn og stefni á að ráða aðra til baka. „Ég er á fullu að gera stundatöflu og við erum alltaf bjartsýn og höldum að þetta reddist. Það er ekkert hægt að skella í laus það eru 450 iðkendur og yfir 500 manns sem koma einhvern veginn að FIMAK,“ bætir Sonja við. Reynt verði að leiða málið til lykta fyrir næstu mánaðamót og búið að ráða yfir fimmtán þjálfara í tímavinnu fyrir veturinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að félagið hafi ekki greitt laun 1. júlí og vísað til fundargerðar stjórnar. Stjórnarformaður segir að FIMAK hafi vissulega náð að greiða starfsmönnum laun þann mánuðinn og Akureyrarbær hlaupið undir bagga um síðustu mánaðamót. Þá hefur því verið bætt við að til standi að ráða fastráðna starfsmenn aftur í september. Akureyri Fimleikar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Akureyrarbær hyggst ekki leggja félaginu til aukið fé en hefur samþykkt að aðstoða með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að fimleikafélagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Þetta kemur fram í fundarferð frá félagsfundi FIMAK sem haldinn var 8. ágúst en Vikublaðið greindi fyrst frá. Þar segir að slæm skuldastaða hafi komið í ljós eftir að stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við vorsýningu sem fram fór í júní en ný stjórn tók við félaginu 16. maí. Reyndu að hækka yfirdráttinn Farið var í viðræður við Landsbankann um að hækka yfirdráttarheimild félagsins sem stendur nú í sex milljónum króna en skiluðu þær engum árangri. Einnig leitaði stjórn til Fimleikasambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, sem er tengiliður íþróttafélaga við bæjaryfirvöld og veitir þeim ýmsan fjárhagslegan stuðning. Að sögn stjórnar FIMAK var þeim gert ljóst að enga fjárhagsaðstoð væri þar að fá og var í kjölfarið ákveðið að segja upp fjórum fastráðnum starfsmönnum FIMAK. Stefnt er að því að ráða þá aftur 1. september, að sögn stjórnarformanns. Akureyrarbær hyggst ekki koma félaginu til bjargar.vísir/vilhelm Næst var rætt við fulltrúa Akureyrarbæjar sem tilkynntu að sveitarfélagið væri ekki tilbúið að færa félaginu aukið fjármagn. „Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota,“ segir í fundargerð. Bæjaryfirvöld hafi svo samþykkt að hlaupa undir bagga með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið í sameiningarviðræður. Að sögn stjórnar eru viðræður hafnar bæði við íþróttafélögin Þór og KA en þær sagðar á algeru byrjunarstigi. Sameining var til umræðu árið 2018 en þáverandi stjórn ákvað að binda enda á þær viðræður. Eru bjartsýn á að þetta reddist „Það verða alltaf fimleikar á Akureyri, það er bara hver ætlar að koma að því af þessum félögum og hvernig Akureyrarbær ætlar að aðstoða við það,“ segir Sonja Dagsdóttir, formaður stjórnar FIMAK. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja laun starfsmanna og halda starfinu áfram sem sé þegar hafið aftur eftir sumarfrí. Hún segir að félagið sé enn með fjóra fastráðna starfsmenn og stefni á að ráða aðra til baka. „Ég er á fullu að gera stundatöflu og við erum alltaf bjartsýn og höldum að þetta reddist. Það er ekkert hægt að skella í laus það eru 450 iðkendur og yfir 500 manns sem koma einhvern veginn að FIMAK,“ bætir Sonja við. Reynt verði að leiða málið til lykta fyrir næstu mánaðamót og búið að ráða yfir fimmtán þjálfara í tímavinnu fyrir veturinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að félagið hafi ekki greitt laun 1. júlí og vísað til fundargerðar stjórnar. Stjórnarformaður segir að FIMAK hafi vissulega náð að greiða starfsmönnum laun þann mánuðinn og Akureyrarbær hlaupið undir bagga um síðustu mánaðamót. Þá hefur því verið bætt við að til standi að ráða fastráðna starfsmenn aftur í september.
Akureyri Fimleikar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira