Skuldir fljótar að safnast upp ef nokkrir mánuðir fara í ranga átt Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2023 11:58 Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar. Aðsend Formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar segir fimleikafélag bæjarins þurfa að sameinast öðru íþróttafélagi svo laga megi reksturinn. Bærinn mun sjá til þess að fimleikastarfið hefjist aftur í haust, sama hvað, en félagið skuldar um tuttugu milljónir. Í gær var greint frá því að FIMAK, fimleikafélag Akureyrar, glímir við fjárhagserfiðleika en útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir tuttugu milljónir króna í lok sumars. Hefur bærinn þurft að hlaupa undir bagga hvað varðar launakostnað í sumar. Var það gert með því skilyrði að félagið færi í sameiningarviðræður með annað hvort Þór eða KA sem eru stærstu íþróttafélög bæjarins. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, segir afarkostinn hafa verið settan svo hægt væri að hafa meira eftirlit með fjármálunum. „Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu og í stóru félögunum eru stöðugildi í vinnu bara til að sjá um fjármálin. Það er svona aðalástæðan. Þannig það séu ekki einhverjir foreldrar að sjá um alla þessa veltu sem er hjá fimleikadeildinni,“ segir Heimir en veltan er um sjötíu milljónir á ári. Ekki farið rétt að í fjármálunum Síðustu sex ár hafi klúbburinn ekki verið með fjármálin alveg í lagi. „Æfingagjöldin voru ekki hækkuð nægilega mikið, ekki rukkað fyrir ferðakostnað. Þetta er rosalega fljótt að koma í svona stórum klúbbi ef nokkrir mánuðir fara í ranga átt, þá er þetta rosa fljótt að koma. Þetta verður bara allt í góðum blóma næstu árin, ekki spurning,“ segir Heimir. Um 450 iðkendur eru í fimleikafélaginu og segir Heimir að sama hvað muni þeir geta haldið áfram að æfa fimleika í haust. „Við búum bara til gott plan og bara verum bjartsýn um næstu ár fyrir hönd félagsins,“ segir Heimir að lokum. Akureyri Fimleikar Íþróttir barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í gær var greint frá því að FIMAK, fimleikafélag Akureyrar, glímir við fjárhagserfiðleika en útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir tuttugu milljónir króna í lok sumars. Hefur bærinn þurft að hlaupa undir bagga hvað varðar launakostnað í sumar. Var það gert með því skilyrði að félagið færi í sameiningarviðræður með annað hvort Þór eða KA sem eru stærstu íþróttafélög bæjarins. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, segir afarkostinn hafa verið settan svo hægt væri að hafa meira eftirlit með fjármálunum. „Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu og í stóru félögunum eru stöðugildi í vinnu bara til að sjá um fjármálin. Það er svona aðalástæðan. Þannig það séu ekki einhverjir foreldrar að sjá um alla þessa veltu sem er hjá fimleikadeildinni,“ segir Heimir en veltan er um sjötíu milljónir á ári. Ekki farið rétt að í fjármálunum Síðustu sex ár hafi klúbburinn ekki verið með fjármálin alveg í lagi. „Æfingagjöldin voru ekki hækkuð nægilega mikið, ekki rukkað fyrir ferðakostnað. Þetta er rosalega fljótt að koma í svona stórum klúbbi ef nokkrir mánuðir fara í ranga átt, þá er þetta rosa fljótt að koma. Þetta verður bara allt í góðum blóma næstu árin, ekki spurning,“ segir Heimir. Um 450 iðkendur eru í fimleikafélaginu og segir Heimir að sama hvað muni þeir geta haldið áfram að æfa fimleika í haust. „Við búum bara til gott plan og bara verum bjartsýn um næstu ár fyrir hönd félagsins,“ segir Heimir að lokum.
Akureyri Fimleikar Íþróttir barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira