Erlent

Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Michael K. Williams er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Omar Little í The Wire.
Michael K. Williams er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Omar Little í The Wire. Vísir/AP

Ir­vin Carta­gena, dóp­sali í New York borg í Banda­ríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa út­vegað leikaranum Michael K Willi­ams, sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða.

Leikarinn keypti efnið af Carta­gena í septem­ber árið 2021 á götunni í Willi­ams­burg hverfinu í Brook­lyn í New York. Hann lést einungis ör­fáum klukku­stundum síðar í íbúð sinni í hverfinu. Mynd­bands­upp­taka sýnir Carta­gena selja leikaranum efnið.

Willi­ams er þekktastur fyrir hlut­verk sitt sem Omar Litt­le í HBO þáttunum The Wire. Þættirnir voru sýndir árin 2002 til 2008. Þá lék Willi­ams einnig í þáttum eins og Boar­dwalk Empi­re.

Carta­gena var gefið að sök að hafa vitað að ekki væri í lagi með heróínið sem hann seldi leikaranum. Hann hafi selt fleiri mann­eskjum efnið og vitað að þau hafi látist vegna þess. Sjálfur játaði Carta­gena sök og sagðist sjá eftir öllu saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×