Innlent

Tvö göt í fisk­eldiskví í Pat­reks­firði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði.
Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Vísir/Einar

Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindis­dal í Pat­reks­firði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Þar segir að götin hafi legið lóð­rétt sitt­hvoru megin við svo­kallaða styrktar­línu. Hvort um sig hafi verið 20x30 sentí­metrar að stærð.

Í til­kynningunni segir að búið sé að loka götunum. Verið er að skoða allar kvíar á svæðinu. Segir fé­lagið að götin hafi verið til­kynnt til Fiski­stofu og Mat­væla­stofnunar eins og reglur kveði á um og við­bragðs­á­ætlanir virkjaðar.

Þá segir í til­kynningunni að þrjú slysa­sleppingar­net verði lögð í dag sem dregin verða á morgun með eftir­lits­fólki frá Fiski­stofu. 72.522 fiskar séu í kvínni.

Meðal­þyngd hvers þeirra sé um sex kíló og vegur fjöldinn saman­lagt um 440. Byrjað var að vinna fisk úr kvínni og var síðast farið með fisk í vinnslu úr henni 8.ágúst, að því er segir í til­kynningu frá Arctic Seafarm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×