Var á sínum besta tíma en rankaði við sér í sjúkratjaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Kristján var í góðum gír að hlaupa við Hörpuna þegar hann rankaði svo skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Kristján Hafþórsson, stjórnandi Jákastsins, var í góðum gír í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og í þann mund að setja sinn besta tíma í hálfmaraþoni þegar hann rankaði skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Ástæðan reyndist ofreynsla og ofþornun og flytja þurfti Kristján á Landspítalann. „Ég er eldhress í dag en þetta var gjörsamlega galið í gær,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján heldur úti hlaðvarpsþáttunum Jákastið og er líklega best þekktur fyrir endalausa jákvæðni. „Ég ætlaði mér bara að besta tímann minn eins og maður segir og þetta gekk glimrandi vel, ég var á undan mönnum sem voru að taka 1:28, sem er metið mitt, þannig að ég var í góðum gír. Svo var ég kominn á sautjánda kílómetrann, við Hörpuna, sem var það síðasta sem ég man. Svo allt í einu ranka ég bara við mér í sjúkratjaldi, alveg gjörsamlega ruglaður.“ Kristján var í góðum gír þegar hann hélt út í hlaup í gærmorgun. Kristján segir að sér hafi liðið eins og rúta hefði keyrt á sig. Hann hafi fengið vökva í æð og svo verið færður í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann hafi dvalið þar til um níuleytið í gærkvöldi. „Ég var alveg kolruglaður fyrst að reyna að átta mig á því sem var að gerast. En þetta er víti til varnaðar fyrir aðra, ég vökvaði mig greinilega ekki nóg og borðaði kannski ekki alveg nógu vel og svona.“ Þakklátur viðbragðsaðilum Kristján er reynslumikill hlaupari og hafði hlaupið hálfmaraþon fjögur ár í röð. Hann hljóp líka í miðnæturhlaupi Suzuki í júní og fór þar hálfmaraþon. „Þannig að stundum heldur maður kannski að maður sé ósigrandi og að maður geti bara tekið Forrest Gump á þetta og hlaupið bara. Það er það sem maður lærir af þessu,“ segir Kristján hlæjandi. Hann kveðst fyrst og fremst innilega þakklátur viðbragsaðilum á vettvangi maraþonsins og á spítalanum. Hann hafi bara rankað við sér með síma og heyrnartól í vasanum í sjúkratjaldinu. „Ég er bara svo þakklátur og ég veit ekki einu sinni ennþá hverjir það voru sem hlúðu að mér á svæðinu. Það er bara stórt takk frá mér, þið eruð bara dýrlingar, fólkið í sjúkratjaldinu, sjúkraflutningamennirnir og fólkið á spítalanum. Maður fær trú á mannkyninu og áttar sig á því hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, af því að ég aldrei farið í sjúkrabíl áður. Maður er ekkert smá þakklátur.“ Ertu eitthvað svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára hlaupið? „Auðvitað er ég það, sérstaklega af því að ég held að ég hafi verið á mínum besta tíma þegar þetta gerðist. En það er einmitt kannski ástæðan fyrir þessu, það var þessi ofkeyrsla. En auðvitað hefði maður frekar viljað eiga daginn með fjölskyldunni, konu og börnum niðri í bæ en fyrst þetta gerðist þá er þetta víti til varnaðar og eitthvað sem maður lærir mjög mikið af.“ Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Ég er eldhress í dag en þetta var gjörsamlega galið í gær,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján heldur úti hlaðvarpsþáttunum Jákastið og er líklega best þekktur fyrir endalausa jákvæðni. „Ég ætlaði mér bara að besta tímann minn eins og maður segir og þetta gekk glimrandi vel, ég var á undan mönnum sem voru að taka 1:28, sem er metið mitt, þannig að ég var í góðum gír. Svo var ég kominn á sautjánda kílómetrann, við Hörpuna, sem var það síðasta sem ég man. Svo allt í einu ranka ég bara við mér í sjúkratjaldi, alveg gjörsamlega ruglaður.“ Kristján var í góðum gír þegar hann hélt út í hlaup í gærmorgun. Kristján segir að sér hafi liðið eins og rúta hefði keyrt á sig. Hann hafi fengið vökva í æð og svo verið færður í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann hafi dvalið þar til um níuleytið í gærkvöldi. „Ég var alveg kolruglaður fyrst að reyna að átta mig á því sem var að gerast. En þetta er víti til varnaðar fyrir aðra, ég vökvaði mig greinilega ekki nóg og borðaði kannski ekki alveg nógu vel og svona.“ Þakklátur viðbragðsaðilum Kristján er reynslumikill hlaupari og hafði hlaupið hálfmaraþon fjögur ár í röð. Hann hljóp líka í miðnæturhlaupi Suzuki í júní og fór þar hálfmaraþon. „Þannig að stundum heldur maður kannski að maður sé ósigrandi og að maður geti bara tekið Forrest Gump á þetta og hlaupið bara. Það er það sem maður lærir af þessu,“ segir Kristján hlæjandi. Hann kveðst fyrst og fremst innilega þakklátur viðbragsaðilum á vettvangi maraþonsins og á spítalanum. Hann hafi bara rankað við sér með síma og heyrnartól í vasanum í sjúkratjaldinu. „Ég er bara svo þakklátur og ég veit ekki einu sinni ennþá hverjir það voru sem hlúðu að mér á svæðinu. Það er bara stórt takk frá mér, þið eruð bara dýrlingar, fólkið í sjúkratjaldinu, sjúkraflutningamennirnir og fólkið á spítalanum. Maður fær trú á mannkyninu og áttar sig á því hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, af því að ég aldrei farið í sjúkrabíl áður. Maður er ekkert smá þakklátur.“ Ertu eitthvað svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára hlaupið? „Auðvitað er ég það, sérstaklega af því að ég held að ég hafi verið á mínum besta tíma þegar þetta gerðist. En það er einmitt kannski ástæðan fyrir þessu, það var þessi ofkeyrsla. En auðvitað hefði maður frekar viljað eiga daginn með fjölskyldunni, konu og börnum niðri í bæ en fyrst þetta gerðist þá er þetta víti til varnaðar og eitthvað sem maður lærir mjög mikið af.“
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira