Lífið

Mynd­band: Ketti bjargað af þaki í brunanum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fagnaðarlæti brutust út meðal áhorfenda þegar ljóst var að kettinum var bjargað.
Fagnaðarlæti brutust út meðal áhorfenda þegar ljóst var að kettinum var bjargað. Vísir

Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 

„Lögga! Það er köttur inni!“ heyrðist kallað í barni sem var ásamt mörgum öðrum krökkum mætt til að fylgjast með aðgerðum slökkviliðsins. „Kötturinn er uppi!“ heyrðist í öðrum þeirra. Mikil hróp og köll heyrðust frá krökkunum, sem öll voru af vilja gerð en mikinn reyk lagði upp á þakið. 

Innan skamms klifraði slökkviliðsmaður upp á þakið og náði taki á kettinum áður en haldið var niður aftur. Fagnaðarlæti áhorfenda brutust út þegar ljóst var að kettinum var bjargað. 


Tengdar fréttir

Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni

Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. 

Myndir frá vett­vangi brunans við Hval­eyra­r­braut

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×