Bjóða starfsfólki að læra íslensku með gervigreind Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. ágúst 2023 20:41 Malgorzata Anna Kodziolka kemur frá Póllandi hefur hefur starfað hér á landi í um 16 ár. Vísir/Ívar Íslenskt stórfyrirtæki, þar sem erlent starfsfólk er í miklum meirihluta, býður því upp á íslenskukennslu með gervigreind. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að efla sjálfstraust og gleði starfsmanna ásamt því að veita betri þjónustu. Þjónustufyrirtækið Dagar er með tæplega 900 manns í vinnu og þar af hafa ríflega 80 prósent þeirra annað móðurmál en íslensku. Fyrirtækið hefur löngum boðið starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið en ákváðu að taka það skrefinu lengra með innleiðingu Bara tala smáforritsins. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja okkar fólk í að ná tökum á íslensku til að auka sjálfstraust og gleði í vinnunni og til þess að geta veitt enn betri þjónustu til okkar viðskiptavina,“ segir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Daga. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Dagar, er spenntur að sjá viðtökur starfsmanna á íslensku kennslunni. Vísir/Ívar Eftir kórónuveirufaraldurinn hafi fyrirtækinu langað að bjóða starfsfólki upp á fleiri möguleika til að læra tungumálið. „Þetta hentar fyrir alla því þetta byggir á myndum. Kosturinn við þetta umfram mörg önnur tæki og tól sem eru til núna er að það þarf ekki að millilenda í öðru tungumáli eins og ensku,“ segir Pálmar. Anna sem kemur frá Póllandi og vinnur hjá Dögum og ein þeirra sem hefur hafið notkun á forritinu segir það afar hjálplegt. Þau læri skref fyrir skref að tala eingöngu íslensku. „Kannski í næstu viku eða á næsta ári,“ segir Anna sem æfir sig reglulega í íslensku í forritinu. Hún segir starfsfólk ánægt með forritið og að þau grínist stundum með það sín á milli hversu langt þau séu komin í æfingum. Innflytjendamál Samfélagsleg ábyrgð Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þjónustufyrirtækið Dagar er með tæplega 900 manns í vinnu og þar af hafa ríflega 80 prósent þeirra annað móðurmál en íslensku. Fyrirtækið hefur löngum boðið starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið en ákváðu að taka það skrefinu lengra með innleiðingu Bara tala smáforritsins. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja okkar fólk í að ná tökum á íslensku til að auka sjálfstraust og gleði í vinnunni og til þess að geta veitt enn betri þjónustu til okkar viðskiptavina,“ segir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Daga. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Dagar, er spenntur að sjá viðtökur starfsmanna á íslensku kennslunni. Vísir/Ívar Eftir kórónuveirufaraldurinn hafi fyrirtækinu langað að bjóða starfsfólki upp á fleiri möguleika til að læra tungumálið. „Þetta hentar fyrir alla því þetta byggir á myndum. Kosturinn við þetta umfram mörg önnur tæki og tól sem eru til núna er að það þarf ekki að millilenda í öðru tungumáli eins og ensku,“ segir Pálmar. Anna sem kemur frá Póllandi og vinnur hjá Dögum og ein þeirra sem hefur hafið notkun á forritinu segir það afar hjálplegt. Þau læri skref fyrir skref að tala eingöngu íslensku. „Kannski í næstu viku eða á næsta ári,“ segir Anna sem æfir sig reglulega í íslensku í forritinu. Hún segir starfsfólk ánægt með forritið og að þau grínist stundum með það sín á milli hversu langt þau séu komin í æfingum.
Innflytjendamál Samfélagsleg ábyrgð Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira