Lífið

Hlaupaparið á von á tvíburum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Aldís og Kári hrepptu þriðja sætið í Vestmannaeyjahlaupinu í september í fyrra.
Aldís og Kári hrepptu þriðja sætið í Vestmannaeyjahlaupinu í september í fyrra. Aldís Arnarsdóttir

Fyrrverandi afrekshlauparinn Kári Steinn Karlsson og eiginkona hans Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslunarsviðs 66° Norðurs, eiga von á eineggja tvíburum í byrjun næsta árs. 

Aldís greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum. „Eineggja tvíburar væntanlegir í janúar. Bræðurnir yfir sig stoltir og ánægðir með að fá ekki eitt heldur tvö lítil systkini í hópinn,“ skrifar Aldís við mynd af sér ásamt sonum hjónanna þar sem sést glitta í óléttukúluna.

Aldís hefur einnig stundað hlaup af kappi þar á meðal sem þjálfari í hlaupahópi World Class. Auk þess hefur hún tekið þátt í hinum ýmsu hlaupakeppnum víðs vegar um landið. Þar á meðal er Vestmannaeyjahlaupið árleg hefð hjónanna og tryggðu þau sér bæði þriðja sætið í hlaupinu í fyrra. 

Saman eiga hjónin tvo drengi þá Arnald fimm ára og Eystein Ara þriggja ára.


Tengdar fréttir

66°Norður loka á Strikinu

Fyrirtækið 66°Norður hefur ákveðið að loka verslun sinni á Strikinu í Kaupmannahöfn. Yfirmaður verslunarsviðs segir að verið sé að hagræða í rekstri og mæta breytingum á markaði. Fyrirtækið opnaði verslunina á Strikinu árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×