Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2023 14:01 Bakkabræðurnir Luis Rubiales og Jorge Vilda fagna heimsmeistaratitli Spánverja. getty/Maja Hitij Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. Sem frægt var smellti Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kossi á munn Hermosos þegar hún tók við verðlaunum sínum eftir úrslitaleik HM. Þar vann Spánn England með einu marki gegn engu. Eftir að hafa upphaflega sagt öllum sem gagnrýndu hann til syndanna fann Rubiales sig knúinn til að biðjast afsökunar á kossinum fræga. Hermoso sagðist fyrst ekkert hafa verið fyrir kossinn gefin en skömmu síðar kvað við annan tón og hún afsakaði hegðun Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Samkvæmt frétt miðilsins Revelo grátbað Rubiales Hermoso einnig um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á kossinum. Hún neitaði því. Þá leitaði Rubiales til þjálfara spænska liðsins, Jorge Vilda, og fékk hann með sér í lið. Á leiðinni heim frá Ástralíu talaði Vilda þrisvar sinnum við fjölskyldu Rubiales til að reyna að sannfæra hana um að koma fram í myndbandinu. Hermoso gaf sig hins vegar ekki og Rubiales var einn í afsökunarmyndbandinu sem var tekið á flugvelli í Doha. Vilda er sjálfur kominn í klandur eftir að myndband af honum þar sem hann sést klípa í brjóst samstarfskonu sinnar birtist á samfélagsmiðlum. Vilda er afar umdeildur en frægt er þegar fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu undir bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hefði slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Vilda hefur þó alltaf notið stuðnings Rubiales. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31 Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Sem frægt var smellti Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kossi á munn Hermosos þegar hún tók við verðlaunum sínum eftir úrslitaleik HM. Þar vann Spánn England með einu marki gegn engu. Eftir að hafa upphaflega sagt öllum sem gagnrýndu hann til syndanna fann Rubiales sig knúinn til að biðjast afsökunar á kossinum fræga. Hermoso sagðist fyrst ekkert hafa verið fyrir kossinn gefin en skömmu síðar kvað við annan tón og hún afsakaði hegðun Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Samkvæmt frétt miðilsins Revelo grátbað Rubiales Hermoso einnig um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á kossinum. Hún neitaði því. Þá leitaði Rubiales til þjálfara spænska liðsins, Jorge Vilda, og fékk hann með sér í lið. Á leiðinni heim frá Ástralíu talaði Vilda þrisvar sinnum við fjölskyldu Rubiales til að reyna að sannfæra hana um að koma fram í myndbandinu. Hermoso gaf sig hins vegar ekki og Rubiales var einn í afsökunarmyndbandinu sem var tekið á flugvelli í Doha. Vilda er sjálfur kominn í klandur eftir að myndband af honum þar sem hann sést klípa í brjóst samstarfskonu sinnar birtist á samfélagsmiðlum. Vilda er afar umdeildur en frægt er þegar fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu undir bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hefði slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Vilda hefur þó alltaf notið stuðnings Rubiales.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31 Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31
Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31