Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 20:54 Maðurinn hefur verið í gæsluvarðahaldi frá 27. apríl. Vísir Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. Maðurinn og yngri bróðir hans voru handteknir en þeim yngri var fljótt sleppt. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að eldri bróðirinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna. Gæsluvarðhald mannsins var síðast framlengt út þennan mánuð og byggði krafa lögreglunnar um framlengingu þá á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna, samkvæmt Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. Sjá einnig: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þeir geti verið að ætla megi að sakborningur muni gera rannsókn erfiðari. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, verjanda mannsins, að hann óttist að úrskurðir dómstóla um framlengingar gæsluvarðhaldsins verði fordæmisgefandi og að tólf vikna reglan heyri sögunni til. Hann segir enga brýna rannsóknarhagsmuni til staðar sem skjólstæðingur hans geti haft áhrif á. Þá segir í fréttinni að maðurinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna en hann haldi því fram að hann hafi komið að henni látinni á baðherbergisgólfinu. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. 16. ágúst 2023 18:29 Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Framlengja gæsluvarðhald vegna manndráps á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald manns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið dauða ungrar konu í apríl þessa árs. 14. júlí 2023 16:01 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Maðurinn og yngri bróðir hans voru handteknir en þeim yngri var fljótt sleppt. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að eldri bróðirinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna. Gæsluvarðhald mannsins var síðast framlengt út þennan mánuð og byggði krafa lögreglunnar um framlengingu þá á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna, samkvæmt Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. Sjá einnig: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þeir geti verið að ætla megi að sakborningur muni gera rannsókn erfiðari. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, verjanda mannsins, að hann óttist að úrskurðir dómstóla um framlengingar gæsluvarðhaldsins verði fordæmisgefandi og að tólf vikna reglan heyri sögunni til. Hann segir enga brýna rannsóknarhagsmuni til staðar sem skjólstæðingur hans geti haft áhrif á. Þá segir í fréttinni að maðurinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna en hann haldi því fram að hann hafi komið að henni látinni á baðherbergisgólfinu.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. 16. ágúst 2023 18:29 Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Framlengja gæsluvarðhald vegna manndráps á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald manns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið dauða ungrar konu í apríl þessa árs. 14. júlí 2023 16:01 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. 16. ágúst 2023 18:29
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Framlengja gæsluvarðhald vegna manndráps á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald manns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið dauða ungrar konu í apríl þessa árs. 14. júlí 2023 16:01