Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. ágúst 2023 12:00 Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Rubiales lét sér ekki duga að kyssa Hermoso á munninn á verðlaunapallinum heldur kyssti hann einnig fleiri leikmenn spænska liðsins niðri á vellinum og greip svo í klofið á sér þegar úrslitaleiknum lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni stóð Spánardrottning. Það er ekki bara Rubiales sem kom sér í klandur með framkomu sinni á sunnudaginn. Þjálfari spænska liðsins, Jorge Vilda, greip nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar þegar hann fagnaði marki Olgu Carmona í úrslitaleiknum. Rubiales hefur alltaf staðið þétt við bakið á hinum umdeilda Vilda, meðal annars eftir að fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Aðeins örfáir af leikmönnunum fimmtán sem sendu bréfið voru í heimsmeistaraliði Spánar. Rapinoe liggur sjaldnast á skoðunum sínum og gerði það ekki þegar The Athletic leitaði eftir viðbrögðum hennar við kossi Rubiales. „Þetta fékk mig til að hugsa um hversu mikið við þurfum að þola,“ sagði Rapinoe sem lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM þar sem Bandaríkin ollu miklum vonbrigðum. Bandaríska liðið tapaði fyrir því sænska í vítaspyrnukeppni í sextán liða úrslitum. „Hugsaðu um hversu mikið spænska liðið hefur þurft að þola. Sumir leikmannanna sem mótmæltu í fyrra eru ekki enn í liðinu. Kannski þjappaði það þeim saman en það ætti ekki að þurfa. Síðan var annað dæmi um karlrembuna í þessu knattspyrnusambandi þegar hann greip í punginn á sér eftir lokaflautið. Í hvaða öfugsnúna veruleika erum við í. Á stærsta sviðinu þegar þú ættir að vera að fagna réðst þessi maður á Jenni.“ Upphaflega sagði Rubiales öllum sem gagnrýndu hann til syndanna en fann sig svo knúinn til að biðjast afsökunar á kossinum. Rubiales og Vilda reyndu allt hvað þeir gátu til að fá Hermoso til að koma fram í afsökunarmyndbandinu en án árangurs. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá spænska knattspyrnusambandinu. Hann verður mögulega strax á morgun. Málið verður tekið fyrir sem agamál. Rubiales ku ekki vera á þeim buxunum að segja af sér og ætlar að verjast með kjafti og klóm. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Rubiales lét sér ekki duga að kyssa Hermoso á munninn á verðlaunapallinum heldur kyssti hann einnig fleiri leikmenn spænska liðsins niðri á vellinum og greip svo í klofið á sér þegar úrslitaleiknum lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni stóð Spánardrottning. Það er ekki bara Rubiales sem kom sér í klandur með framkomu sinni á sunnudaginn. Þjálfari spænska liðsins, Jorge Vilda, greip nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar þegar hann fagnaði marki Olgu Carmona í úrslitaleiknum. Rubiales hefur alltaf staðið þétt við bakið á hinum umdeilda Vilda, meðal annars eftir að fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Aðeins örfáir af leikmönnunum fimmtán sem sendu bréfið voru í heimsmeistaraliði Spánar. Rapinoe liggur sjaldnast á skoðunum sínum og gerði það ekki þegar The Athletic leitaði eftir viðbrögðum hennar við kossi Rubiales. „Þetta fékk mig til að hugsa um hversu mikið við þurfum að þola,“ sagði Rapinoe sem lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM þar sem Bandaríkin ollu miklum vonbrigðum. Bandaríska liðið tapaði fyrir því sænska í vítaspyrnukeppni í sextán liða úrslitum. „Hugsaðu um hversu mikið spænska liðið hefur þurft að þola. Sumir leikmannanna sem mótmæltu í fyrra eru ekki enn í liðinu. Kannski þjappaði það þeim saman en það ætti ekki að þurfa. Síðan var annað dæmi um karlrembuna í þessu knattspyrnusambandi þegar hann greip í punginn á sér eftir lokaflautið. Í hvaða öfugsnúna veruleika erum við í. Á stærsta sviðinu þegar þú ættir að vera að fagna réðst þessi maður á Jenni.“ Upphaflega sagði Rubiales öllum sem gagnrýndu hann til syndanna en fann sig svo knúinn til að biðjast afsökunar á kossinum. Rubiales og Vilda reyndu allt hvað þeir gátu til að fá Hermoso til að koma fram í afsökunarmyndbandinu en án árangurs. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá spænska knattspyrnusambandinu. Hann verður mögulega strax á morgun. Málið verður tekið fyrir sem agamál. Rubiales ku ekki vera á þeim buxunum að segja af sér og ætlar að verjast með kjafti og klóm.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00
Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01