Sport

Faðir NFL leik­manns lést þegar hús sonarins sprakk í loft upp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caleb Farley spilar með liði Tennessee Titans í NFL-deildinni en hann er varnarmaður.
Caleb Farley spilar með liði Tennessee Titans í NFL-deildinni en hann er varnarmaður. Getty/Wesley Hitt

NFL-leikmaðurinn Caleb Farley er að undirbúa sig fyrir nýtt tímabil þegar hann fékk skelfilegar fréttir að heiman.

Hús Farley í Mooresville í Norður-Karólínu fylki sprakk hreinlega í loft upp.

Faðir hins 24 ára gamla Farley lést í slysinu. Caleb var sjálfur á æfingu með liði sínu Tennessee Titans.

Robert Matthews Farley hét faðir hans og var 61 árs gamall. Hann var svo óheppinn að vera í húsinu þegar húsið sprakk. Einn annar slasaðist í atvikinu en þó ekki alvarlega.

Það er enn ekki vitað hvað olli sprengingunni en nokkrir nágrannar þeirra töldu sig finna gaslykt.

Hávaðinn var gríðarlegur við sprenginguna og húsið er algjörlega ónýtt.

Rannsókn er farin í gang til að komast af ástæðu sprengingarinnar.

Þetta var glæsileg villa, 603 fermetrar og 144 milljóna virði. Caleb var aðeins búinn að eiga það í eitt ár.

Fullt af bílum voru við húsið og þeir eyðilögðust einnig við sprenginguna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×