Fjölmenni mætti í partýið þar sem veglega var veitt og gleðin var við völd. Einar Þorsteinsson borgarfulltrúi og verðandi borgarstjóri var í góðum gír með eiginkonu sinni Millu Magnúsdóttur. Sömu sögu má segja um Guðrúnu Sesselju Arnardóttur héraðsdómara og Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, forstjóra VÍS. Þá voru Auður Jónsdóttir rithöfundur og Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri í Menningarnæturstuði svo einhverjir gestir séu nefndir.
Haraldur birti myndband frá herlegheitunum á X.
Last night my wife and I celebrated our anniversary by hosting the amazing FM Belfast crew on our balcony.
— Halli (@iamharaldur) August 20, 2023
The city of Reykjavík graciously provided some fireworks to end the show. pic.twitter.com/hHWyLCwXJL
FM Belfast sló upp balli á svölunum hjá hjónunum. Ekki var að sjá að Björn Kristjánsson, Borko, hefði hlaupið maraþon fyrr um daginn. Slíkur var gírinn á meðlimum sveitarinnar sem er í góðri æfingu. Björn hljóp til minningar um Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, en sveitin söng að sjálfsögðu Paradís norðursins á laugardaginn.
Tveimur dögum fyrr tróð sveitin upp í fimmtugsafmæli Andra Snæs Magnasonar og Margrétar Sjafnar Torp í Hlégarði í Mosfellsbæ. Svo mikil var stemmningin að einn veislugestur upplýsti að samkvæmt líkamsræktarappi sínu hefði hann brennt 860 kaloríum á 75 mínútum á dansgólfinu.
FM Belfast hefur boðað til tónleika í Gamla bíó föstudagsksvöldið 20. október.