FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 12:57 Luis Rubiales var aðeins of glaður í leikslok á úrslitaleiknum og fór að flestra mati ítrekað langt yfir strikið. Getty/Alex Pantling Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir hegðun hans á úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í Ástralíu. Luis Rubiales er ekki bara forseti spænska knattspyrnusambandsins því hann er líka einn af varaformönnum Knattspyrnusambands Evrópu. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur kallað saman neyðarfund og þar þarf forsetinn að verja sína hegðun. The FIFA Disciplinary Committee has opened disciplinary proceedings against Luis Rubiales, the president of the Spanish FA who kissed Jenni Hermoso after the country's World Cup victory.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 24, 2023 Rubiales kyssti Jenni Hermoso, framherja spænska landsliðsins, beint á munninn í verðlaunaafhendingunni en hann varð líka uppvís að annarri vafasamri hegðun eins og að faðma og kyssa aðra leikmenn, taka um klof sér í heiðursstúkunni, og lyfta leikmönnum upp á axlir sér á grasinu eftir verðlaunaafhendinguna. Mál hans fer nú fyrir aganefnd FIFA en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína og nú síðast kallaði leikmaðurinn og leikmannasamtökin eftir því að slík hegðun hefði einhverjar afleiðingar. Aganefnd FIFA mun nú skoða hvort að Rubiales hafi brotið gegn grein þrettán í agareglum sambandsins sem snýr af móðgandi hegðun og háttvísi. Þegar Rubiales tók um klof sér í heiðursstúkunni þá stóð hann rétt hjá drottningu Spánar og sextán ára dóttur hennar. Rubiales baðst afsökunar á kossinum á mánudaginn en forsætisráðherra Spánar var einn af þeim sem taldi það ekki nóg. Leikmaðurinn er 33 ára gömul, hefur spilað yfir hundrað landsleiki og er markahæsta landsliðskona Spánar frá upphafi. Hún hefur fengið liðsinni frá Alþjóða leikmannasamtökunun, Futpro, og segir að samtökin muni sjá um afskipti hennar að málinu. Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir hegðun hans á úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í Ástralíu. Luis Rubiales er ekki bara forseti spænska knattspyrnusambandsins því hann er líka einn af varaformönnum Knattspyrnusambands Evrópu. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur kallað saman neyðarfund og þar þarf forsetinn að verja sína hegðun. The FIFA Disciplinary Committee has opened disciplinary proceedings against Luis Rubiales, the president of the Spanish FA who kissed Jenni Hermoso after the country's World Cup victory.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 24, 2023 Rubiales kyssti Jenni Hermoso, framherja spænska landsliðsins, beint á munninn í verðlaunaafhendingunni en hann varð líka uppvís að annarri vafasamri hegðun eins og að faðma og kyssa aðra leikmenn, taka um klof sér í heiðursstúkunni, og lyfta leikmönnum upp á axlir sér á grasinu eftir verðlaunaafhendinguna. Mál hans fer nú fyrir aganefnd FIFA en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína og nú síðast kallaði leikmaðurinn og leikmannasamtökin eftir því að slík hegðun hefði einhverjar afleiðingar. Aganefnd FIFA mun nú skoða hvort að Rubiales hafi brotið gegn grein þrettán í agareglum sambandsins sem snýr af móðgandi hegðun og háttvísi. Þegar Rubiales tók um klof sér í heiðursstúkunni þá stóð hann rétt hjá drottningu Spánar og sextán ára dóttur hennar. Rubiales baðst afsökunar á kossinum á mánudaginn en forsætisráðherra Spánar var einn af þeim sem taldi það ekki nóg. Leikmaðurinn er 33 ára gömul, hefur spilað yfir hundrað landsleiki og er markahæsta landsliðskona Spánar frá upphafi. Hún hefur fengið liðsinni frá Alþjóða leikmannasamtökunun, Futpro, og segir að samtökin muni sjá um afskipti hennar að málinu.
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira