Danir banna brennslu trúar- og helgirita Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2023 10:34 Mótmælendur í Beirút í Líbanon brenna fána Svíþjóðar og Hollands vegna Kóran-brenna í ríkjunum. AP/Hassan Ammar Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar. Frá þessu greindu utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, dómsmálaráðherrann Peter Hummelgaard og efnahagsmálaráðherrann Jakob Ellemann-Jensen á blaðamannafundi í morgun. Þeir sögðu brennslu trúarrita tilgangslausa lítilsvirðingu og að koma þyrfti í veg fyrir slíka gjörninga. Hummelgaard sagði að lögin myndu fela í sér bann gegn því að höndla trúarlega mikilvæg rit eða muni með ótilhlýðilegum hætti. Það verður til að mynda ólöglegt að brenna Kóraninn, Biblíuna og Tóruna; trúarrit gyðinga. Þeir sem brjóta gegn lögunum munu eiga yfir höfði sér sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Hummelgaard vildi ekki fara nánar út í það hvað myndi flokkast til vanvirðingar á trúarlegum munum en sagði það myndu skýrast í meðförum dómstóla. Hann sagði lögunum ekki beint gegn tjáningarfrelsinu, heldur snérist málið um það hvernig skoðanir væru tjáðar. Jensen sagði tjáningarfrelsið enn hornstein lýðræðisins í Danmörku. Rasmussen sagði mikilvæg skilaboð felast í lögunum og benti á að hryðjuverkaógnin í landinu hefði stigmagnast í kjölfar Kóran-brenna. Áður hefur verið greint frá hótunum al-Kaída gegn Dönum og Svíum og auknum viðbúnaði í Svíþjóð. Danmörk Trúmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Frá þessu greindu utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, dómsmálaráðherrann Peter Hummelgaard og efnahagsmálaráðherrann Jakob Ellemann-Jensen á blaðamannafundi í morgun. Þeir sögðu brennslu trúarrita tilgangslausa lítilsvirðingu og að koma þyrfti í veg fyrir slíka gjörninga. Hummelgaard sagði að lögin myndu fela í sér bann gegn því að höndla trúarlega mikilvæg rit eða muni með ótilhlýðilegum hætti. Það verður til að mynda ólöglegt að brenna Kóraninn, Biblíuna og Tóruna; trúarrit gyðinga. Þeir sem brjóta gegn lögunum munu eiga yfir höfði sér sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Hummelgaard vildi ekki fara nánar út í það hvað myndi flokkast til vanvirðingar á trúarlegum munum en sagði það myndu skýrast í meðförum dómstóla. Hann sagði lögunum ekki beint gegn tjáningarfrelsinu, heldur snérist málið um það hvernig skoðanir væru tjáðar. Jensen sagði tjáningarfrelsið enn hornstein lýðræðisins í Danmörku. Rasmussen sagði mikilvæg skilaboð felast í lögunum og benti á að hryðjuverkaógnin í landinu hefði stigmagnast í kjölfar Kóran-brenna. Áður hefur verið greint frá hótunum al-Kaída gegn Dönum og Svíum og auknum viðbúnaði í Svíþjóð.
Danmörk Trúmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira