Barnalæknar og sálfræðingar vara við nýju Tik Tok-æði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2023 14:01 Erlendir miðlar hafa eftir sérfræðingum að uppátæki á borð við #eggprank geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar traust barnsins á foreldrum sínum. Getty Læknar og sálfræðingar í Bandaríkjunum eru afar gagnrýnir á og vara við nýju Tik Tok-æði, þar sem fólki er komið að óvörum þegar egg er brotið á höfði þeirra að því forspurðu. Svo virðist sem uppátækið hafi byrjað sem grín milli fjölskyldumeðlima og vina en það hefur nú þróast út í það að foreldrar eru að fá börn sín inn í eldhús undir því yfirskini að baka eða elda saman en bregða svo barninu með því að brjóta egg á enni þeirra. #eggcrackchallenge Aragrúa myndskeiða af þessu uppátæki má nú finna á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum og viðbrögð barnanna eru misjöfn. Þau eru enda á öllum aldri en mörgum þeirra, sérstaklega yngri börnunum, verður augljóslega hverft við og stara sár eða grátandi á foreldrana á meðan þau hlægja að þeim. Sérfræðingar hafa nú stigið fram og tjáð sig um málið og þykir það í raun hið alvarlegasta. Fyrir það fyrsta geta hrá egg borið með sér salmonellu-sýkingu og þá hefur komið upp að börn hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa fengið egg í andlitið í kjölfar hrekksins. Barnalæknar og sálfræðingar hafa einnig áhyggjur af sálrænum áhrifum hegðunar foreldranna gagnvart barninu. Washington Post hefur eftir Cath Knibbs, barnasálfræðingur sem hefur sérhæft sig í áhrifum tækninnar á mannlega hegðun, segir að sér hafi þótt virkilega erfitt að horfa á sum myndskeiðin. „Við erum að tala um ofbeldi í grínbúningi,“ segir Knibbs. „Mikilvægasta sambandið sem bar á er við umönnunaraðilann, hver sem hann er. Og það felur í sér trúanaðartraust; að þessi manneskja passar upp á mig. Þetta snýst ekki bara um að brjóta eggið; þetta snýst um viðbrögð foreldranna... hláturinn. Börn upplifa þetta sem niðurlægingu. Þau upplifa þetta sem trúnaðarbrot.“ Kristyn Sommer, sem er með doktorsgráðu í uppeldissálfræði, segir foreldra gleyma því valdaójafnvægi sem ríkir á milli foreldrisins og barnsins. Þá virðist þau gleyma því að athæfið geti sært barnið, bæði líkamlega og andlega. Barnalæknarnir Anandita Pal og Samira Armin gagnrýna að þarna séu foreldranir að detta í hlutverk fyrsta aðilans sem stríðir barninu. Þannig eigi það ekki að vera. Börnin þurfi að finna til líkamlegs og tilfinningalegs öryggis, sem skipti sköpum til framtíðar. „Fyrir barn sem treystir á foreldra sína hvað varðar öryggi getur saklaus brandari vakið tilfinningar um svik,“ segja þær. Viðbrögðin velti, eðlilega, að hluta til á aldri barnsins. „Ímyndaðu þér að þú biðjir ungt barn þitt að hjálpa þér í eldhúsinu og það er svo spennt að verja tíma með þér og elda saman. Skömmu síðar brýtur foreldrið egg á höfði þess.“ Þetta sé ekki bara sársaukafullt fyrir barnið heldur sé svo hlegið að því í ofanálag. The #eggcrackchallenge trend involves parents cracking eggs on the forehead of their unsuspecting children. Experts warn it models bullying behavior. https://t.co/15T9iDxZjP— The Washington Post (@washingtonpost) August 25, 2023 „Hvað læra börn af foreldrum sínum sem gera þetta?“ spyr Sue Atkins, breskur höfundur og foreldraráðgjafi. „Sjokkið getur þýtt að þau fara að vara sig í kringum foreldra sína og vantreysta þeim.“ Sérfræðingarnir benda á að uppátækið geti einnig haft afleiðingar fyrir eldri börn, jafnvel þótt þau skilji að um brandara sé að ræða, ekki síst þegar því er svo deilt á samfélagsmiðlum og allir sjá viðbrögð þeirra við hrekknum. Sumir sérfræðinganna segja erfitt að fullyrða um skaðann af einu svona atviki. „Ég veit ekki hvernig þessar fjölskyldur eru. En ef [foreldrarnir] eru reiðubúnir til að brjóta egg á höfði barnsins síns þá hafa þau ef til vill minni samkennd með börnunum sínum heldur en foreldrar sem horfa á þetta og hugsa: Þetta er einelti. Ég myndi ekki gera þetta,“ segir Knibbs. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum TikTok Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Svo virðist sem uppátækið hafi byrjað sem grín milli fjölskyldumeðlima og vina en það hefur nú þróast út í það að foreldrar eru að fá börn sín inn í eldhús undir því yfirskini að baka eða elda saman en bregða svo barninu með því að brjóta egg á enni þeirra. #eggcrackchallenge Aragrúa myndskeiða af þessu uppátæki má nú finna á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum og viðbrögð barnanna eru misjöfn. Þau eru enda á öllum aldri en mörgum þeirra, sérstaklega yngri börnunum, verður augljóslega hverft við og stara sár eða grátandi á foreldrana á meðan þau hlægja að þeim. Sérfræðingar hafa nú stigið fram og tjáð sig um málið og þykir það í raun hið alvarlegasta. Fyrir það fyrsta geta hrá egg borið með sér salmonellu-sýkingu og þá hefur komið upp að börn hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa fengið egg í andlitið í kjölfar hrekksins. Barnalæknar og sálfræðingar hafa einnig áhyggjur af sálrænum áhrifum hegðunar foreldranna gagnvart barninu. Washington Post hefur eftir Cath Knibbs, barnasálfræðingur sem hefur sérhæft sig í áhrifum tækninnar á mannlega hegðun, segir að sér hafi þótt virkilega erfitt að horfa á sum myndskeiðin. „Við erum að tala um ofbeldi í grínbúningi,“ segir Knibbs. „Mikilvægasta sambandið sem bar á er við umönnunaraðilann, hver sem hann er. Og það felur í sér trúanaðartraust; að þessi manneskja passar upp á mig. Þetta snýst ekki bara um að brjóta eggið; þetta snýst um viðbrögð foreldranna... hláturinn. Börn upplifa þetta sem niðurlægingu. Þau upplifa þetta sem trúnaðarbrot.“ Kristyn Sommer, sem er með doktorsgráðu í uppeldissálfræði, segir foreldra gleyma því valdaójafnvægi sem ríkir á milli foreldrisins og barnsins. Þá virðist þau gleyma því að athæfið geti sært barnið, bæði líkamlega og andlega. Barnalæknarnir Anandita Pal og Samira Armin gagnrýna að þarna séu foreldranir að detta í hlutverk fyrsta aðilans sem stríðir barninu. Þannig eigi það ekki að vera. Börnin þurfi að finna til líkamlegs og tilfinningalegs öryggis, sem skipti sköpum til framtíðar. „Fyrir barn sem treystir á foreldra sína hvað varðar öryggi getur saklaus brandari vakið tilfinningar um svik,“ segja þær. Viðbrögðin velti, eðlilega, að hluta til á aldri barnsins. „Ímyndaðu þér að þú biðjir ungt barn þitt að hjálpa þér í eldhúsinu og það er svo spennt að verja tíma með þér og elda saman. Skömmu síðar brýtur foreldrið egg á höfði þess.“ Þetta sé ekki bara sársaukafullt fyrir barnið heldur sé svo hlegið að því í ofanálag. The #eggcrackchallenge trend involves parents cracking eggs on the forehead of their unsuspecting children. Experts warn it models bullying behavior. https://t.co/15T9iDxZjP— The Washington Post (@washingtonpost) August 25, 2023 „Hvað læra börn af foreldrum sínum sem gera þetta?“ spyr Sue Atkins, breskur höfundur og foreldraráðgjafi. „Sjokkið getur þýtt að þau fara að vara sig í kringum foreldra sína og vantreysta þeim.“ Sérfræðingarnir benda á að uppátækið geti einnig haft afleiðingar fyrir eldri börn, jafnvel þótt þau skilji að um brandara sé að ræða, ekki síst þegar því er svo deilt á samfélagsmiðlum og allir sjá viðbrögð þeirra við hrekknum. Sumir sérfræðinganna segja erfitt að fullyrða um skaðann af einu svona atviki. „Ég veit ekki hvernig þessar fjölskyldur eru. En ef [foreldrarnir] eru reiðubúnir til að brjóta egg á höfði barnsins síns þá hafa þau ef til vill minni samkennd með börnunum sínum heldur en foreldrar sem horfa á þetta og hugsa: Þetta er einelti. Ég myndi ekki gera þetta,“ segir Knibbs.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum TikTok Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira