Bæjarfulltrúi verður framkvæmdastjóri hjá Orkusölunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2023 14:39 Andri Teitsson. Andri Teitsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og framtíðar hjá Orkusölunni. „Andri mun leiða vinnu Orkusölunnar við greiningu og þróun nýrra viðskiptatækifæra og einnig vinnu við þróunarverkefni á sviði orkuöflunar og orkunýtingar. Andri mun hefja störf á allra næstu dögum,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Orkusalan rekur sex vatnsaflsvirkjanir á Íslandi, þar á meðal Lagarfossvirkjun, Skeiðsfossvirkjun og Rjúkandavirkjun. Félagið selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land á samkeppnismarkaði. Orkusalan er dótturfélag Rarik, sem er í eigu Íslenska ríkisins. Andri hefur undanfarin fjórtán ár starfað sem framkvæmdastjóri Fallorku á Akureyri. Siðastliðin fimm ár hefur hann jafnframt verið bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri. Áður hefur Andri meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands og KEA og þar áður var hann forstöðumaður hjá Íslandsbanka. Andri lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MS-prófi í iðnaðarverkfræði frá Stanford-háskóla í Kaliforníu. Andri hefur víðtæka reynslu af íslensku atvinnulífi og hefur meðal annars setið í stjórnum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Marel og Norðlenska matborðsins. „Ráðning Andra er í takt við þá stefnu Orkusölunnar að auka eigin orkuframleiðslu til að geta tekið virkan þátt í því stóra verkefni sem orkuskiptin verða á næstu árum,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Það er spennandi verkefni fyrir mig að fá tækifæri til að móta nýtt svið viðskiptaþróunar hjá Orkusölunni. Félagið býr að sterkri fjárhagsstöðu og hefur alla burði til að auka raforkuframleiðslu sína umtalsvert á næstu árum. Bæði verður horft til hefðbundinnar nýtingar á vatnsafli og jarðvarma en einnig nýrra orkugjafa svo sem vind- og sólarorku og samspils þessara þátta,“ segir Andri. Vistaskipti Orkumál Akureyri Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
„Andri mun leiða vinnu Orkusölunnar við greiningu og þróun nýrra viðskiptatækifæra og einnig vinnu við þróunarverkefni á sviði orkuöflunar og orkunýtingar. Andri mun hefja störf á allra næstu dögum,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Orkusalan rekur sex vatnsaflsvirkjanir á Íslandi, þar á meðal Lagarfossvirkjun, Skeiðsfossvirkjun og Rjúkandavirkjun. Félagið selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land á samkeppnismarkaði. Orkusalan er dótturfélag Rarik, sem er í eigu Íslenska ríkisins. Andri hefur undanfarin fjórtán ár starfað sem framkvæmdastjóri Fallorku á Akureyri. Siðastliðin fimm ár hefur hann jafnframt verið bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri. Áður hefur Andri meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands og KEA og þar áður var hann forstöðumaður hjá Íslandsbanka. Andri lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MS-prófi í iðnaðarverkfræði frá Stanford-háskóla í Kaliforníu. Andri hefur víðtæka reynslu af íslensku atvinnulífi og hefur meðal annars setið í stjórnum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Marel og Norðlenska matborðsins. „Ráðning Andra er í takt við þá stefnu Orkusölunnar að auka eigin orkuframleiðslu til að geta tekið virkan þátt í því stóra verkefni sem orkuskiptin verða á næstu árum,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Það er spennandi verkefni fyrir mig að fá tækifæri til að móta nýtt svið viðskiptaþróunar hjá Orkusölunni. Félagið býr að sterkri fjárhagsstöðu og hefur alla burði til að auka raforkuframleiðslu sína umtalsvert á næstu árum. Bæði verður horft til hefðbundinnar nýtingar á vatnsafli og jarðvarma en einnig nýrra orkugjafa svo sem vind- og sólarorku og samspils þessara þátta,“ segir Andri.
Vistaskipti Orkumál Akureyri Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira