Mannúðarkrísa á Íslandi! Sema Erla Serdar, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, Alondra Silva Muñoz, Ásdís Virk Sigtryggsdóttir og Edda Aradóttir skrifa 25. ágúst 2023 15:00 Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”. Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi. Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum: „Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“ Stjórnvöld, þið berið ábyrgð. Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim. Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma? Hvernig getið þið komið svona fram við fólk? Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja? Höfundar eiga sæti í stjórn Solaris. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”. Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi. Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum: „Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“ Stjórnvöld, þið berið ábyrgð. Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim. Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma? Hvernig getið þið komið svona fram við fólk? Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja? Höfundar eiga sæti í stjórn Solaris.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun