Félagasamstæða Bláa lónsins endurskipulögð og stefnt á markað Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2023 18:40 Bláa Lónið Á fundi hluthafa í Bláa lóninu hf. í dag var samþykkt að stofna sérstakt eignarhaldsfélag utan um samstæðu félagsins. Nýja eignarhaldsfélagið mun bera nafnið Bláa Lónið hf. og er stefnt að skráningu félagsins á markað vorið 2024. Í fréttatilkynningu segir að hluthafar í nýju eignarhaldsfélagi séu einvörðungu þeir sem áður voru hluthafar í því félagi sem nú er Bláa lónið Svartsengi ehf. Einnig segir að áfram sé unnið að fyrirhugaðri skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi og að nú sé horft til vorsins 2024. Með því sé tryggt að ofangreindar skipulagsbreytingar verði að fullu komnar til framkvæmda auk þess að heilt rekstrarár, eftir COVID-19, liggi fyrir. Endanleg tímasetning muni þó ráðast af markaðsaðstæðum og framvindu undirbúningsvinnu. Bláa lónið hf. sér ekki bara um rekstur Bláa lónsins heldur einnig fjölda veitingastaða, hótela og annarra reksturseininga.Bláa lónið Fjölbreyttur og fjölþættur rekstur Þá segir að öll félög innan samstæðu Bláa lónsins hf. muni verða að fullu í eigu hins nýja eignarhaldsfélags eftir breytingarnar. Þau eru eftirfarandi: Bláa Lónið Svartsengi ehf. annast allan rekstur í Svartsengi en undir hann fellur Bláa Lónið, hótelin Silica og The Retreat, heilsulindin Retreat Spa, veitingastaðirnir Lava, Retreat Spa Restaurant, Moss og Blue Café auk reksturs Lækningalindar og Rannsókna- og þróunarseturs. Íslenskar Heilsulindir ehf. sem er eignarhaldsfélag um hluti í öðrum baðstöðum og ýmis þróunarverkefni, þar með talið uppbyggingu félagsins í Kerlingarfjöllum og Þjórsárdal. Blue Lagoon Skincare ehf. sem annast þróun, framleiðslu og sölu húðvara innanlands og erlendis. Blue Lagoon Journeys ehf. sem er þróunarfélag um afþreyingartengda þjónustu innan samstæðunnar. Eldvörp ehf. sem rekur allar fasteignir félagsins. Breytingarnar eru liður í áætlun félagsins um að „einfalda skipulag, skerpa sýn og auka hagkvæmni í rekstri fyrrgreindra félaga“. Starfsemi Bláa lónsins hf. hefur orðið fjölþættari síðustu misseri en þar má nefna nýafstaðna uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárdal og aukna áherslu á markaðssetningu húðvara félagsins erlendis. Bláa lónið Kauphöllin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að hluthafar í nýju eignarhaldsfélagi séu einvörðungu þeir sem áður voru hluthafar í því félagi sem nú er Bláa lónið Svartsengi ehf. Einnig segir að áfram sé unnið að fyrirhugaðri skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi og að nú sé horft til vorsins 2024. Með því sé tryggt að ofangreindar skipulagsbreytingar verði að fullu komnar til framkvæmda auk þess að heilt rekstrarár, eftir COVID-19, liggi fyrir. Endanleg tímasetning muni þó ráðast af markaðsaðstæðum og framvindu undirbúningsvinnu. Bláa lónið hf. sér ekki bara um rekstur Bláa lónsins heldur einnig fjölda veitingastaða, hótela og annarra reksturseininga.Bláa lónið Fjölbreyttur og fjölþættur rekstur Þá segir að öll félög innan samstæðu Bláa lónsins hf. muni verða að fullu í eigu hins nýja eignarhaldsfélags eftir breytingarnar. Þau eru eftirfarandi: Bláa Lónið Svartsengi ehf. annast allan rekstur í Svartsengi en undir hann fellur Bláa Lónið, hótelin Silica og The Retreat, heilsulindin Retreat Spa, veitingastaðirnir Lava, Retreat Spa Restaurant, Moss og Blue Café auk reksturs Lækningalindar og Rannsókna- og þróunarseturs. Íslenskar Heilsulindir ehf. sem er eignarhaldsfélag um hluti í öðrum baðstöðum og ýmis þróunarverkefni, þar með talið uppbyggingu félagsins í Kerlingarfjöllum og Þjórsárdal. Blue Lagoon Skincare ehf. sem annast þróun, framleiðslu og sölu húðvara innanlands og erlendis. Blue Lagoon Journeys ehf. sem er þróunarfélag um afþreyingartengda þjónustu innan samstæðunnar. Eldvörp ehf. sem rekur allar fasteignir félagsins. Breytingarnar eru liður í áætlun félagsins um að „einfalda skipulag, skerpa sýn og auka hagkvæmni í rekstri fyrrgreindra félaga“. Starfsemi Bláa lónsins hf. hefur orðið fjölþættari síðustu misseri en þar má nefna nýafstaðna uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárdal og aukna áherslu á markaðssetningu húðvara félagsins erlendis.
Bláa lónið Kauphöllin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira