Sport

Erna Sóley í 14. sæti og komst ekki í úrslit

Siggeir Ævarsson skrifar
Erna Sóley Gunnarsdóttir kastar kúlunni á meistaramóti Íslands í sumar
Erna Sóley Gunnarsdóttir kastar kúlunni á meistaramóti Íslands í sumar Facebook FRÍ

Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari úr ÍR, keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í morgun en mótið fer fram í Búdapest. Erna endaði í 14. sæti í sínum kasthópi og var nokkuð frá sínu besta en hún kastaði kúlunni 16,68 metra.

Sá árangur dugði henni eins og áður sagði í 14. sæti en til að komast áfram þurfti annað hvort að kasta yfir 19,1 m eða var meðan tólf efstu samanlagt. Íslandsmet Ernu, sem hún setti innanhúss í vetur, er 17,92 m. Hin kínverska Jiayuan Song tryggði sér síðasta sætið í úrslit með kasti upp á 18,64 m.

Þetta var alveg örugglega ekki í síðasta sinn sem við sjáum Ernu kasta kúlunni á heimsmeistaramóti en Erna er fædd árið 2000 og hefur síðustu misseri ítrekað bætt eigin Íslandsmet í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×