Þrefaldur gullverðlaunahafi gerir grín að heimsmeistaratali Bandaríkjamanna Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 08:00 Noah Lyles var hluti af sigursveit Bandaríkjanna í 4x100 metra boðhlaupi. Vísir/Getty Noah Lyles hefur komið, séð og sigrað á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest þessa dagana. Hann hefur unnið þrenn gullverðlaun en er ekki hrifinn af hvernig talað er um bandaríska meistara í heimalandinu. Noah Lyles er óumdeild stjarna heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Hann fer heim með þrenn gullverðlaun í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Á blaðamannafundi í gær hélt Lyles mikla eldræðu um það hvernig rætt er um þau lið sem vinna titla í heimalandi hans Bandaríkjunum. Í NBA-deildinni hefur til dæmis tíðkast að tala um sigurlið deildarinnar sem „World Champions“ eða heimsmeistara. Þetta tal hefur oft orðið tilefni til umræðna á meðal íþróttaáhugamanna þar sem keppnin er aðeins innan Bandaríkjanna þó vissulega spili þar flestir af bestu leikmönnum heims. Noah Lyles getur vissulega kallað sig heimsmeistara og tal um heimsmeistara í Bandaríkjunum fer augljóslega aðeins í taugarnar á honum. Noah Lyles has had just about enough of US sports teams calling themselves world champions. pic.twitter.com/CTgNawYRLi— Cathal Dennehy (@Cathal_Dennehy) August 25, 2023 „Ég hef horft á NBA-deildina og þeir eru með „Heimsmeistarar“ á höfðinu á sér. Heimsmeistarar hvar? Í Bandaríkjunum?,“ spurði Lyles í hæðnislegum tón. „Ekki misskilja mig, ég elska Bandaríkin oftast nær. En það er ekki heimurinn. Við erum heimurinn, við erum með öll löndin hér að berjast fyrir fánann sem þau bera. Það eru engir fánar í NBA-deildinni,“ bætti Lyles við. Lyles fékk lófaklapp í lok fundarins og greinilegt að gestir þar voru sammála þrefalda heimsmeistaranum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Noah Lyles er óumdeild stjarna heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Hann fer heim með þrenn gullverðlaun í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Á blaðamannafundi í gær hélt Lyles mikla eldræðu um það hvernig rætt er um þau lið sem vinna titla í heimalandi hans Bandaríkjunum. Í NBA-deildinni hefur til dæmis tíðkast að tala um sigurlið deildarinnar sem „World Champions“ eða heimsmeistara. Þetta tal hefur oft orðið tilefni til umræðna á meðal íþróttaáhugamanna þar sem keppnin er aðeins innan Bandaríkjanna þó vissulega spili þar flestir af bestu leikmönnum heims. Noah Lyles getur vissulega kallað sig heimsmeistara og tal um heimsmeistara í Bandaríkjunum fer augljóslega aðeins í taugarnar á honum. Noah Lyles has had just about enough of US sports teams calling themselves world champions. pic.twitter.com/CTgNawYRLi— Cathal Dennehy (@Cathal_Dennehy) August 25, 2023 „Ég hef horft á NBA-deildina og þeir eru með „Heimsmeistarar“ á höfðinu á sér. Heimsmeistarar hvar? Í Bandaríkjunum?,“ spurði Lyles í hæðnislegum tón. „Ekki misskilja mig, ég elska Bandaríkin oftast nær. En það er ekki heimurinn. Við erum heimurinn, við erum með öll löndin hér að berjast fyrir fánann sem þau bera. Það eru engir fánar í NBA-deildinni,“ bætti Lyles við. Lyles fékk lófaklapp í lok fundarins og greinilegt að gestir þar voru sammála þrefalda heimsmeistaranum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira