Lífið

„Skemmtilegasta brúðkaup allra tíma“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Brúðhjónin lukkuleg á svip í veislunni.
Brúðhjónin lukkuleg á svip í veislunni. Viddi Brink

Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann Magnússon og Kristín Eva Geirsdóttir, lögfræðingur, gengu í hnapphelduna við hátíðlega athöfn í gær. 

Af myndum að dæma virtust brúðhjónin sem og gestir skemmta sér konunglega í sannkallaðri tónlistarveislu þar sem einvalalið tónlistarfólks hélt uppi stuðinu fram eftir nóttu. 

Þar má nefna Röggu Gísla, Jón Jónsson, Friðrik Dór og Jóhönnu Guðrúnu, en Jóhanna Guðrún söng einnig í athöfninni sjálfri. Auk þess lét brúðguminn sig ekki vanta upp á svið og tók nokkur vel valinn lög fyrir gesti.

Hjónin að innsigla hjónabandið með kossi.Steindi Jr.
Kristín og Sverrir á leið inn í veisluna.Steindi Jr.
Egill bað Jóhönnu Guðrúnu að taka lagið, My Heart Will Go On, sem hún gerði.Egill Einarsson.
Egill, Rúrik voru meðal gesta.Egill Einarsson.
Ragga Gísla tók lagið.Auðunn Blöndal.
Hugi Halldórsson

Leyniatriði frá Audda Blö

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal kom vinum sínum á óvart með skemmtilegu atriði þegar hann fékk tónlistarmennina Jón Jónsson og Friðrik Dór til liðs við sig að flytja lagið Amazed úr smiðju Lonestar.

„Vill þakka Kristínu og Sverri fyrir skemmtilegasta brúðkaup allra tíma. Fékk tvo rándýra leynigesti til að hjálpa mér með lagið okkar Svessa, sem vonandi núna er orðið lagið þeirra,“ skrifaði Auðunn og birtir myndbandið af þeim félögum taka lagið.

Hjónin trúlofuðu sig í 9. nóvember í fyrrra. Saman eiga þau tvær dætur, Ástu Bertu fædda árið 2020 og Sunnu Stellu, 2021. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×