Fyrsta gull Indverja á heimsmeistaramóti Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 20:12 Indverjar voru ánægðir með sinn mann Neeraj Chopra. Vísir/Getty Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum lauk í Búdapest í kvöld. Bandaríkin og Holland báru sigur úr býtum í boðhlaupum kvöldsins og þá vann Indland sín fyrstu gullverðlaun frá upphafi. Indverjinn Neeraj Chopra vann sögulegt gull fyrir Indverja í spjóti á heimsmeistaramótinu nú í kvöld. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Indverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en Chopra kastaði 88,17 metra. Arshad Nadeem varð annar með kasti upp á 87,82 og Tékkinn Jakub Vadlejch vann bronsið en hann kastaði 86,67 metra. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen missti af gullverðlaunum í 1500 metra hlaupi en í 5000 metrunum voru sekúndubrotin hans megin. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 13.11,30 mínútur en Mohamed Katir varð annar aðeins fjórtán hundraðshlutum á eftir. Jacob Krop varð þriðji og hlaut bronsið. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen átti stórkostlegan endasprett og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 5.000 metra hlaupi Jakob beið þar til á lokametrunum með að elta Spánverjann Mohamed Katir uppi og tók fram húr honum rétt áður en þeir komu að endamarkslínu. pic.twitter.com/bNDDo1m9ql— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2023 Í hástökki kvenna vann hinn úkraínska Yaroslava Mahuchikh en hún var sú eina sem fór yfir tvo metra. Sigurstökkið var 2,01 metri en Eleanor Patterson og Nocola Olyslagers frá Ástralíu fengu silfur og brons en báðar stukku þær hæst 1,99 metra. Mary Moraa frá Kenýa kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna en Keely Hodgkinson varð önnur aðeins 31 hundraðshlutum á eftir. Athing Mu frá Bandaríkjunum hlaut bronsið. 3000 metra hindrunarhlaup er alltaf áhugaverð grein en þar var það Winfred Mutile Yavi sem hlaut gullverðlaun en hún var rúmum fjórum sekúndum á undan Betrice Chepkoech frá Kenýa. Faith Cherotich frá Kenýa fékk bronsverðlaun. ! Femke Bol comes from nowhere to win gold for Netherlands in the women s 4x400m relay pic.twitter.com/2pFAR0dtUd— Eurosport (@eurosport) August 27, 2023 Síðustu greinar kvöldsins voru 4x400 metra boðhlaup karla og kvenna. Í karlaflokki komu Bandaríkjamenn fyrstir í mark. Þeir voru rúmri sekúndu á undan Frökkum en breska sveitin náði bronsinu rétt á undan Jamaíka. Holland bar sigur úr býtum í kvennaflokki. Femke Bol átti þar ótrúlegan endasprett og stakk sér framfyrir hlaupara Jamaíka en Bretar tryggðu sér bronsið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Indverjinn Neeraj Chopra vann sögulegt gull fyrir Indverja í spjóti á heimsmeistaramótinu nú í kvöld. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Indverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en Chopra kastaði 88,17 metra. Arshad Nadeem varð annar með kasti upp á 87,82 og Tékkinn Jakub Vadlejch vann bronsið en hann kastaði 86,67 metra. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen missti af gullverðlaunum í 1500 metra hlaupi en í 5000 metrunum voru sekúndubrotin hans megin. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 13.11,30 mínútur en Mohamed Katir varð annar aðeins fjórtán hundraðshlutum á eftir. Jacob Krop varð þriðji og hlaut bronsið. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen átti stórkostlegan endasprett og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 5.000 metra hlaupi Jakob beið þar til á lokametrunum með að elta Spánverjann Mohamed Katir uppi og tók fram húr honum rétt áður en þeir komu að endamarkslínu. pic.twitter.com/bNDDo1m9ql— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2023 Í hástökki kvenna vann hinn úkraínska Yaroslava Mahuchikh en hún var sú eina sem fór yfir tvo metra. Sigurstökkið var 2,01 metri en Eleanor Patterson og Nocola Olyslagers frá Ástralíu fengu silfur og brons en báðar stukku þær hæst 1,99 metra. Mary Moraa frá Kenýa kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna en Keely Hodgkinson varð önnur aðeins 31 hundraðshlutum á eftir. Athing Mu frá Bandaríkjunum hlaut bronsið. 3000 metra hindrunarhlaup er alltaf áhugaverð grein en þar var það Winfred Mutile Yavi sem hlaut gullverðlaun en hún var rúmum fjórum sekúndum á undan Betrice Chepkoech frá Kenýa. Faith Cherotich frá Kenýa fékk bronsverðlaun. ! Femke Bol comes from nowhere to win gold for Netherlands in the women s 4x400m relay pic.twitter.com/2pFAR0dtUd— Eurosport (@eurosport) August 27, 2023 Síðustu greinar kvöldsins voru 4x400 metra boðhlaup karla og kvenna. Í karlaflokki komu Bandaríkjamenn fyrstir í mark. Þeir voru rúmri sekúndu á undan Frökkum en breska sveitin náði bronsinu rétt á undan Jamaíka. Holland bar sigur úr býtum í kvennaflokki. Femke Bol átti þar ótrúlegan endasprett og stakk sér framfyrir hlaupara Jamaíka en Bretar tryggðu sér bronsið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira