Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðr, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness settu sölustöðvun á morgunkornið 22. september árið 2022. Ástæðan var sögð óleyfileg litarefni, E160b.
Nokkru áður, eða þann 30. mars árið 2021, hafði framleiðandinn General Mills lýst því yfir að ekki væri hægt að flytja morgunkornið til Íslands vegna evrópureglugerðar. En það var Nathan & Olsen sem flutti það inn og dreifði.
Ákvörðunin var kærð í september árið 2022 af ótilgreindum aðila, meðal annars á þeim grundvelli að rökstuðningi fyrir sölustöðvun hafi verið ábótavant, gagnaöflun hafi verið ábótavant og andmælaréttur ekki veittur.
Úrskurðaði matvælaráðuneytið að heilbrigðiseftirlitin hefðu brotið stjórnsýslulög og er því ákvörðunin felld úr gildi. Ber heilbrigðiseftirlitunum að taka málið aftur fyrir. Úrskurðirnir voru birtir í dag.