Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2023 16:47 Svandís Svavarsdóttir þarf að taka ákvörðun um hvalveiðar fljótlega. Vísir/Vilhelm Starfshópur, sem matvælaráðherra skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í dag. Í starfshópnum sátu fulltrúar matvælaráðuneytis, fulltrúi Matvælastofnunar og fulltrúi Fiskistofu, auk þess sem hópurinn kallaði utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. „Ráðuneytið hefur nú skýrslu starfshópsins til skoðunar þannig að hægt sé að undirbyggja næstu skref. Hér eftir sem hingað til verða allar ráðstafanir byggðar á gildandi lögum, faglegum sjónarmiðum og í samræmi við vandaða stjórnsýslu,“ segir í tilkynningu. Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Ekki hægt að útiloka að nýjar aðferðir séu betri en gamlar Starfshópurinn rýndi fram komnar tillögur að bættum veiðiaðferðum í skýrslunni, auk þess sem fjallað er um önnur atriði sem lúta að ákvarðanatöku um veiðarnar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Starfshópurinn telur að mögulegt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Að mati starfshópsins eru framkomnar tillögur og þær úrbætur sem þeim er ætlað að hafa til þess fallnar að hafa áhrif á árangur við veiðarnar. Starfshópurinn telur ekki unnt að útiloka miðað við lýsingar á þeim ólíku aðferðum sem lagt hefur verið mat á að veiðar með breyttum aðferðum séu betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum sé litið til mögulegra samlegðaráhrifa þeirra. Utan verksviðs að ákveða hvort hvalveiðar séu ásættanlegar Í lokaorðum skýrslunnar segir að starfshópnum hafi verið falið að rýna fyrirliggjandi tillögur sem snúa að úrbótum að veiðiaðferðum og veiðarfærum sem notaðar eru við veiðar á langreyðum, bæta við tillögum eftir atvikum og skila tillögum um valkosti eða mögulegar lausnir um hvað sé raunhæft. Þær úrbótatillögur sem starfshópurinn telji að komi helst til greina séu ný gerð miðs, ný skotlína, skotlínukarfa, mat á færi og þjálfun og reynsla skotmanna og áhafna. Í þeim tilvikum þegar skjóta þarf lausum skutli sé það mat starfshópsins að skutulskott sé til bóta. „Rýni starfshópsins hefur tekið til þess hvort og þá hvernig unnt er að bæta búnað og aðferðir við veiðar á langreyðum. Eins og fram kemur telur starfshópurinn að ýmsar leiðir séu færar í þeim efnum. Í þessu felst hins vegar ekki mat á því hvort framkomnar úrbætur séu til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Fellur það utan við verksvið starfshópsins,“ segir í lokaorðum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15 Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í dag. Í starfshópnum sátu fulltrúar matvælaráðuneytis, fulltrúi Matvælastofnunar og fulltrúi Fiskistofu, auk þess sem hópurinn kallaði utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. „Ráðuneytið hefur nú skýrslu starfshópsins til skoðunar þannig að hægt sé að undirbyggja næstu skref. Hér eftir sem hingað til verða allar ráðstafanir byggðar á gildandi lögum, faglegum sjónarmiðum og í samræmi við vandaða stjórnsýslu,“ segir í tilkynningu. Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Ekki hægt að útiloka að nýjar aðferðir séu betri en gamlar Starfshópurinn rýndi fram komnar tillögur að bættum veiðiaðferðum í skýrslunni, auk þess sem fjallað er um önnur atriði sem lúta að ákvarðanatöku um veiðarnar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Starfshópurinn telur að mögulegt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Að mati starfshópsins eru framkomnar tillögur og þær úrbætur sem þeim er ætlað að hafa til þess fallnar að hafa áhrif á árangur við veiðarnar. Starfshópurinn telur ekki unnt að útiloka miðað við lýsingar á þeim ólíku aðferðum sem lagt hefur verið mat á að veiðar með breyttum aðferðum séu betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum sé litið til mögulegra samlegðaráhrifa þeirra. Utan verksviðs að ákveða hvort hvalveiðar séu ásættanlegar Í lokaorðum skýrslunnar segir að starfshópnum hafi verið falið að rýna fyrirliggjandi tillögur sem snúa að úrbótum að veiðiaðferðum og veiðarfærum sem notaðar eru við veiðar á langreyðum, bæta við tillögum eftir atvikum og skila tillögum um valkosti eða mögulegar lausnir um hvað sé raunhæft. Þær úrbótatillögur sem starfshópurinn telji að komi helst til greina séu ný gerð miðs, ný skotlína, skotlínukarfa, mat á færi og þjálfun og reynsla skotmanna og áhafna. Í þeim tilvikum þegar skjóta þarf lausum skutli sé það mat starfshópsins að skutulskott sé til bóta. „Rýni starfshópsins hefur tekið til þess hvort og þá hvernig unnt er að bæta búnað og aðferðir við veiðar á langreyðum. Eins og fram kemur telur starfshópurinn að ýmsar leiðir séu færar í þeim efnum. Í þessu felst hins vegar ekki mat á því hvort framkomnar úrbætur séu til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Fellur það utan við verksvið starfshópsins,“ segir í lokaorðum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15 Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15
Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53