Þá var nokkuð um vímuakstur í borginni en einn slasaðist til að mynda eftir að hafa fallið af rafhlaupahljóli og reyndist undir áhrifum áfengis.
Annar ók út af í umdæminu Kópavogur/Breiðholt og reyndist verulega ölvaður. Var hann færður á slysadeild þar sem blóðsýni var tekið vegna rannsóknar málsins.
Þá barst tilkynning um ölvaðan ökumann sem reyndist hins vegar kljást við heilsukvilla og var aðstoðaður heim.