Benzema meiddur af velli og Al Hilal lagði lærisveina Gerrard þó Neymar hafi vantað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 10:31 Al Hilal hefur ekki enn tapað leik. Al Hilal Franski framherjinn Karim Benzema haltraði meiddur af velli þegar lið hans Al-Ittihad lagði Al Wehda 3-0 í efstu deild Sádi-Arabíu í gærkvöld, mánudag. Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq töpuðu þá sínum fyrsta leik í deildinni gegn Al-Hilal. Hinn 35 ára gamli Benzema fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks, ekki er komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru eða hversu lengi Frakkinn verður frá keppni. Í hans stað kom Portúgalinn Jota inn af bekknum. Sá vill losna frá Al Ittihad þrátt fyrir að ganga í raðir félagsins í sumar. Karim Benzema was forced off with an injury just 42 minutes into the first half for Al Ittihad pic.twitter.com/pmeQkAyXaA— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2023 Hvað leikinn varðar þá var staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir yfir. Romarinho skoraði eftir undirbúning N´Golo Kanté á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti varamaðurinn Jota við marki eftir sendingu frá Igor Coronado. Það var svo Coronado sem gulltryggði sigurinn með marki á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Romarinho. Lokatölur 3-0 Al Ittihad í vil. ! # _ pic.twitter.com/GcdG4hwU4f— (@ittihad) August 28, 2023 Þó Neymar sé ekki enn mættur til Al Hilal þá hafði það engin áhrif á leik liðsins gegn lærisveinum Steven Gerrard. Brasilíumaðurinn Malcom heldur áfram að leika listir sínar og hann kom Al Hilal yfir á 24. mínútu eftir undirbúnings serbneska framherjans Aleksandar Mitrović. Heimamaðurinn Salem Al Dawsari gekk svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Al Hilal mun stilla Neymar upp en Malcom hefur byrjað tímabilið af krafti í „holunni“ á bakvið framherjann. # .. # _ pic.twitter.com/WdRN3VLbLX— (@Alhilal_FC) August 28, 2023 Færa má rök fyrir því að Al Hilal sé sterkasta lið landsins með Bono, landsliðsmarkvörð Marokkó í markinu, Kalidou Koulibaly í miðverði, Rúben Neves og Sergej Milinković-Savić á miðjunni ásamt því að vera með Malcom og Neymar á bakvið framherjann Mitrović. Að því sögðu er Al Ittihad á toppnum með fullt hús stiga að loknum 4 umferðum en Al Hilal í 2. sæti með 10 stig. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Benzema fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks, ekki er komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru eða hversu lengi Frakkinn verður frá keppni. Í hans stað kom Portúgalinn Jota inn af bekknum. Sá vill losna frá Al Ittihad þrátt fyrir að ganga í raðir félagsins í sumar. Karim Benzema was forced off with an injury just 42 minutes into the first half for Al Ittihad pic.twitter.com/pmeQkAyXaA— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2023 Hvað leikinn varðar þá var staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir yfir. Romarinho skoraði eftir undirbúning N´Golo Kanté á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti varamaðurinn Jota við marki eftir sendingu frá Igor Coronado. Það var svo Coronado sem gulltryggði sigurinn með marki á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Romarinho. Lokatölur 3-0 Al Ittihad í vil. ! # _ pic.twitter.com/GcdG4hwU4f— (@ittihad) August 28, 2023 Þó Neymar sé ekki enn mættur til Al Hilal þá hafði það engin áhrif á leik liðsins gegn lærisveinum Steven Gerrard. Brasilíumaðurinn Malcom heldur áfram að leika listir sínar og hann kom Al Hilal yfir á 24. mínútu eftir undirbúnings serbneska framherjans Aleksandar Mitrović. Heimamaðurinn Salem Al Dawsari gekk svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Al Hilal mun stilla Neymar upp en Malcom hefur byrjað tímabilið af krafti í „holunni“ á bakvið framherjann. # .. # _ pic.twitter.com/WdRN3VLbLX— (@Alhilal_FC) August 28, 2023 Færa má rök fyrir því að Al Hilal sé sterkasta lið landsins með Bono, landsliðsmarkvörð Marokkó í markinu, Kalidou Koulibaly í miðverði, Rúben Neves og Sergej Milinković-Savić á miðjunni ásamt því að vera með Malcom og Neymar á bakvið framherjann Mitrović. Að því sögðu er Al Ittihad á toppnum með fullt hús stiga að loknum 4 umferðum en Al Hilal í 2. sæti með 10 stig.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira